Samvinnan - 01.06.1972, Side 7

Samvinnan - 01.06.1972, Side 7
Gotthold Ephraim Lessing (1729-1781), þýzki leikrita- höfundurinn og gagnrýnand- inn, var ákaflega viðutan, og ekki skánaði sá veikleiki hans með árunum. Kvöld nokkurt, þegar hann hafði farið heim til að ljúka ein- hverju verki, kom hann að læstum dyrum og uppgötv- aði að hann hafði gleymt húslyklinum. Þegar hann hafði barið að dyrum, var glugga á efstu hæð hússins lokið upp og þjónn — sem þekkti ekki húsbónda sinn í myrkrinu — hrópaði niður til hans: — Skáldið er ekki heima. — Jæja, svaraði Lessing vonsvikinn, viljið þér þá bera honum kveðju mína og segja að ég líti inn seinna. Meðan Lessing dvaldist einhverju sinni í Leipzig, var honum sýndur sá sér- staki heiður, að leikfélag borgarinnar færði upp verk hans, „Ungfrú Sara Samp- son“. En orðstír leikfélagsins var vægast sagt ekki sérlega góður, og þegar kunningi Lessings í Leipzig spurði hann hvort hann ætlaði ekki að sjá sýninguna, svaraði skáldið: — Æ nei, ég vil helzt vera laus við það. — Hversvegna þá? Þetta er þó eitt af yðar eigin af- kvæmum, og jafnvel þó þér komizt að raun um, að því hafi verið dálítið misþyrmt, þá er þó alltaf ánægjulegt að hitta afkvæmi sitt aftur. — Að vísu, svaraði Lessing, — en hvaða faðir mundi kæra sig um að hitta atfkvæmi sitt á aftökupallinum. 7

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.