Samvinnan - 01.06.1972, Qupperneq 15

Samvinnan - 01.06.1972, Qupperneq 15
skatt, einskonar innflutnings- skatt, sem rann í sérstakan sjóð á nafni félagsmanna. Seinnameir byrjuðu þeir svo með stofnsjóðina. Það mun hvergi hafa tíðkazt annarsstað- ar í heiminum, svo ég viti. Það er ekki fyrr en eftir 1950 sem Svíar taka einhverskonar stofn- sjóðsfyrirkomulag upp. Þetta er stórmerkilegur þáttur í braut- ryðjendastarfi Þingeyinga. Að vísu var þetta ekki sérlega stórt í sniðum í upphafi, en það hjálpaði þeim til að yfir- stíga ýmsa erfiðleika. Jakob: Já, það er auðvitað fyrst með stofnsjóðunum sem kaupfélögin fara að koma sér upp eigin fjármagni. Mig minnir til dæmis, að það hafi komið fram hjá Ingimar Eydal í bókinni sem atvinnumála- ráðuneytið eða Tryggvi Þór- hallsson gaf út um eyfirzka samvinnu, að þá hafi verið komið svo, að innan fárra ára yrði Kaupfélag Eyfirðinga sjálfu sér nógt um fjármagn. Það voru semsé stofnsjóðirnir sem höfðu valdið þessu á til- tölulega fáum árum. Halldór: Þetta var að sjálf- sögðu forsenda þess að hverfa frá pöntunarfélagsforminu. Jakob: Það var ákaflega mikil- vægt að hafa svona mikinn af- gang, sem var að helmingi bundinn i stofnsjóðunum. En þetta fé er náttúrlega orðið mjög lítils virði nú með vax- andi verðbólgu og vegna tak- markaðra möguleika félaganna til eigin fjármyndunar. Kf. Stykkishólms, Stykkishólmi Kf. Saurbæinga, Skriðulandi Kf. Hvammsfjarðar, Búðardal Kf. Króksfjarðar, Króksfjarðarnesi Vaxtarskeið „Auðhringsstimpillinn" Benedikt: Sigurður nefndi áð- an, að gengið hefði vel eftir 1915. f því sambandi langar mig til að benda á, að þessi ár, stríðsárin og árin næst á eftir, eru kannski timabil sem alltof lítið hefur verið tekið eftir í sögu samvinnuhreyfingarinnar hér á landi. Þegar fólk sér verzlunarbraskið á stríðsárun- um, þegar skortur ríkir og sama kolahrúgan hækkar í verði á viku eða hálfsmánaðar fresti, þá hljóp meira líf í kaupfé- lögin heldur en nokkurntima fyrr eða síðar. Þá byrjar Sam- bandið að verzla, og þá eru ráðnir til þess mennirnir sem voru máttarstólpar þess fram- undir seinna stríð — nema Hallgrímur Kristinsson sem dó snemma og löngu fyrir aldur fram. Þá er reist Sambands- húsið hér í Reykjavik hjá Sölv- hól, þar sem haldið var að járnbrautarstöð bæjarins yrði byggð, og þá voru uppi ýmis stór áform. Hér var semsagt um að ræða mikið vaxtarskeið. Á þessum árum byrjar andróð- urinn gegn samvinnuhreyfing- unni fyrir alvöru. Þá fara auð- magnseigendur í landinu að finna fyrir því, að hér er kom- in hreyfing sem á eftir að verða stór og máttug. Þá stend- ur Jónas Jónsson í sínum mestu skrifum kannski. Erlendur: Og svo Björn Krist- jánsson á hinn bóginn. Benedikt: Á þessum árum var feiknarlegur vöxtur i hreyfing- unni. Hún var jafnvel að velta því fyrir sér að kaupa skip. SAM: Hún keypti part í skipi 1920, en það fórst árið eftir. — Og svo er komið að kreppuár- unum milli 1930 og 1940; hvern- ig reiðir hreyfingunni af á því skeiði? Benedikt: Sókninni var haldið áfram. Gefjun er keypt 1930 og aðrar verksmiðjur á Akureyri á árunum þar á eftir. Jakob: Á fyrri kreppuárunum, þ. e. a. s. 1921—25, er það verð- fallið á innlendu vörunum, sem veltir öllu um hrygg. Þá helzt verð á erlendum vörum óbreytt eða hækkar, en innlendar vörur verða svo að segja verðlausar. Þá hefst skuldasöfnun hjá bændum á nýjan leik — og þá við kaupfélögin, en ekki sel- stöðukaupmennina. Benedikt: Þá fór Hallgrímur Kristinsson um allt land og heimsótti hvert einasta kaup- félag til að reyna að herða menn upp. Erlendur: Hann vildi leysa vandann með því að minnka neyzluna, og ég held það sé mjög eftirtektarvert. Nú eru allir, sem verzlun stunda, að reyna að selja meira og meira, hvernig sem ástandið er. í því sambandi verðum við náttúr- lega að gera okkur grein fyrir því, að þjóðfélagið er orðið allt annað en það var þá — nú bú- um við í neyzluþjóðfélagi. SAM: Hvenær var það, sem Sambandið og samvinnuhreyf- ingin fengu á sig „auðhrings- stimpilinn“, sem mér hefur ævinlega komið svo einkenni- lega fyrir sjónir? Þetta heyrðist oft fyrr á árum, en virðist eitt- hvað hafa minnkað uppá síð- kastið. Erlendur: Það var eftir seinni heimsstyrjöld, þegar öll nýju fyrirtækin voru sett á stofn og nýjar deildir myndaðar í Sam- bandinu: Skipadeild, Véladeild, Samvinnutryggingar, Sam- vinnusparisjóður o. s. frv. Adda Bára: Það var kannski ekki óeðlilegt að þessi hugmynd kæmi upp í tengslum við fyrir- tæki einsog Regin. Þá fór Sam- bandið útí það að stofna hluta- félög, og það stofnar hlutafé- lag til að geta orðið þátttakandi í öðru og stærra hlutafélagi, sem er fslenzkir Aðalverktakar. Þetta fyrirtæki verður siðan mjög tengt aðalfjármálavald- inu í landinu og fæst við það að vinna fyrir herinn. Það fer i það sem jafnan hefur verið kallað „hermang“, og það var að mínu viti reginskyssa að stofna hlutafélagið Regin. Jakob: En það var samt sem áður eðlilegt, að þessir menn, sem sáu að hreyfinguna alla vantaði peninga, vildu vera þátttakendur í þeim fram- kvæmdum, sem búizt var við að skiluðu miklum hagnaði. Því átti sá hagnaður eingöngu að vera bundinn við þá menn sem voru spekúlantar og höfðu ekki eftir neinu öðru að sækjast en því sem kom þeim persónulega í hag? Adda Bára: Mér finnst það ekki eðlilegt, einkum ef við horfum á söguna. Samvinnuhreyfingin er fyrst og fremst málsvari al- þýðu manna gegn fjármála- valdinu, og það verður hún að halda áfram að vera. Hún má ekki tengjast þessu stóra og sterka fjármálavaldi, sem hún er sköpuð til að berjast gegn. Ég get líka nefnt félög einsog Olíufélagið h.f. Mér finnst að Sambandið hafi líka gert rangt í því að stofna félag í þessu formi. Þarna er um að ræða hlutafélag, og lögin eru með þeim hætti, að einungis þeir sem eru persónulega hluthafar i félaginu, eiga þar hlutabréf sjálfir, geta farið með umboð Sambandsins, er það ekki rétt skilið? Jakob: Þeir þurfa ekki að eiga neitt sjálfir persónulega. Erlendur: Ef við vikjum örlítið nánar að Reginsmálinu, sem Adda Bára minntist á, þá var ég ekki sjálfur kominn til Sam- bandsins þegar Reginn var stofnaður, en ég veit svolítið um, hvað þá vakti fyrir for- ráðamönnum Sambandsins. Þá hugðist Sambandið fara útí að byggj a strengjasteypuhús og hafði staðið í sambandi við hol- lenzkt fyrirtæki um framleiðslu slíkra húsa. Ég veit því ekki bet- ur en Reginn hafi verið stofn- 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.