Samvinnan - 01.06.1972, Síða 16

Samvinnan - 01.06.1972, Síða 16
Kf. Rauðasands, Hvalskeri Kf. Patreksfjarðar, Patreksfirði aöur áður en til kom, að hann gerðist aðili að Aðalverktökum. Hér voru áður bandarískir verktakar, sem önnuðust fram- kvæmdir á Keflavíkurflugvelli, en svo var þvi breytt og verk- efnin fengin innlendum verk- tökum, og satt að segja held ég að það sé nú að skömminni til skárra að fá íslendinga til að vinna verkin i stað þess að vera hér með sæg útlendinga. í sambandi við strengjasteypu- húsin var Reginn búinn að tryggja sér land suðri Garða- hreppi og malarnámu, sem ég held að Reginn eigi rétt yfir ennþá. Úr framleiðslunni varð ekki, þó flutt væru inn nokkur strengjasteypuhús, en forsend- an fyrir aðild Regins að Aðal- verktökum held ég hafi verið sú, að það átti að nota þessi til- búnu hús. — Varðandi stofnun Olíufélagsnis, þá var um að ræða samtök kaupfélaganna og einnig olíusamlaga, þannig að þar áttu hlut að máli einstakl- ingar einsog togaraeigendur. Að því er varðar formið, þá er það vitanlega sjónarmið útaf fyrir sig að reka ekki viðskipti i hlutafélagsformi. Nú er það svo, að í öllum nágrannalönd- unum reka samvinnusamtökin félög í formi hlutafélaga, og þá eru það samvinnufélögin sem eiga hlutaféð, t. d. í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Við stofnuð- um hér banka, Samvinnubank- ann, með hlutafélagsformi, og sama máli gegnir um nýjasta bankann, Alþýðubankann; hann er líka rekinn sem hluta- félag. — í Bretiandi eru sjálf kaupfélögin hlutafélög að formi til. Félagsmennirnir eiga hluta- féð. Þeir mega eiga misjafn- lega mikið, en enginn félags- maður má samt fara með nema eitt atkvæði. Slf. Örlyprur, Gjögrum Kf. Tálknafjarðar, Sveinseyri SAM: Það er náttúrlega grund- vallarmunur. Erlendur: Já, að vísu, en form- ið er hlutafélagsform. Varðandi Olíufélagið, þá eru það Sam- bandið og kaupfélögin sem eiga megnið af hlutafénu. Síðan eru olíusamlög og togaraútgerðar- félög, þ. e. a. s. olíuneytendur. SAM: Útfrá sjónarmiði sam- vinnumanna væri skiljanlegt, að hlutafélög af þessu tagi væru rekin í því skyni að halda niðri verðlagi. Hlutafélög sam- vinnumanna kepptu með öðr- um orðum við önnur fyrirtæki í sömu grein til að lækka verð- ið. Nú virðist mér megingagn- rýnin á aðild samvinnuhreyf- ingarinnar að Olíufélaginu vera á þá leið, að Olíufélagið hafi ekki verið látið keppa við önn- ur olíufyrirtæki í því skyni að lækka verðlag á olíu. Erlendur: Þetta er ekki rétt. Verð á olíu lækkaði verulega með tilkomu Olíufélagsins, til dæmis á hráolíu. Halldór: Mér finnst varla koma til mála að hægt sé að tala um auðhringi í sambandi við þau fyrirtæki sem samvinnuhreyf- ingin rekur í formi hlutafélag^ og min skoðun er sú, að jafn- vel þó Sambandið hafi á sínum tima stofnað Regin, sem vann fyrir herinn, þá sé ekkert at- hugavert við það. Þarna var gróðavon, einsog Jakob tók fram, og við megum ekki gleyma því, að til þess að hægt sé að gera eitthvað i samvinnu- félögunum þarf fjármagn. Mér finnst ekkert eðlilegt við það, að samvinnumenn standi á- lengdar og horfi á, meðan einkaframtakið hirðir gróðann af arðvænlegum fyrirtækjum. Að því er varðar Olíufélagið, þá finnst mér að það hafi ver- ið brýn nauðsyn að komast inná þennan markað, þar sem olía er orðinn svo snar þáttur í daglegu lífi manna. Benedikt: Ef við litum á þessa gagnrýni, að Sambandið sé „auðhringur", sem ég vil alveg skilja frá spurningunni um herinn, þá verðurn við að gera okkur grein fyrir, hvað átt er við með orðinu „auðhringur“. Hafa menn í huga þessa al- gengu útlendu merkingu, „car- tel“, eða einokunaraðstöðu? Það held ég sé hvergi um að ræða í heildarstarfsemi sam- vinnufélaga, þó það sé til í einstökum litlum byggðarlög- um. Eða eiga menn bara við fyrirtækjasamsteypu sem er gríðarlega stór? Ég held að það hafi verið slegið á þá strengi. Sambandið hafði á skömmum tíma komið upp olíufélagi sem náði um það bil helmingnum af olíuverzlun landsmanna; það kom upp tryggingafélagi sem gerði eitthvað svipað og Björn: Það er fjarri mér að halda því fram, að Sambandið sé auðhringur, en ég er þeirrar skoðunar, að til dæmis með þátttökunni í „hermanginu", sem svo hefur verið kallað, og jafnvel með stofnun Olíufélags- ins, þar sem kaupfélögin ger- ast umboðsmenn erlends auð- hrings, hafi verið verulega vik- ið frá grundvallaratriðum sam- vinnuhreyfingarinnar, semsé þeim að skapa neytendum og framleiðendum sem allra bezt viðskiptakjör og sporna gegn hringavaldi og einokun. Ég get ekki séð, að þátttakan í „her- var búið að ná 40—50% af tryggingum landsmanna á fá- um árum; það var búið að koma sér upp stóru og myndar- legu skipafélagi, næststærsta skipafélagi íslendinga, á örfá- um árum. Þetta olli því að menn fóru að sjá ofsjónum yfir velgengni og útþenslu sam- vinnuhreyfingarinnar. Mönn- um fannst á tímabili að Sam- bandið ætlaði að gína yfir öllu sem það gæti náð í, en sam- vinnumenn áttuðu sig á þessu og settu undir þann leka. í blönduðu hagkerfi verður nátt- úrlega að notast við ýmiskonar rekstrarform, og þá getur í sumum tilvikum verið heppi- legra að beita hlutafélagi en kaupfélagi. Sum þessara félaga hafa kannski tekizt betur en önnur. Olíufélagið hefur gert sína stóru hluti í stórverzlun, i viðskiptum við samlög útgerð- armanna og kaupfélög. Mér hefur alltaf fundizt Olíufélagið sinna litla neytandanum of lít- ið. Það hafa Samvinnutrygg- ingar einmitt gert í ríkum mæli. manginu" hafi á nokkurn hátt samrýmzt þessum sjónarmið- um, þó ég viðurkenni að það sé mannlegt að reyna að taka gróðann þar sem hægt er að fá hann, og þá sérstaklega með tilliti til þess að kaupfélögun- um og Sambandinu hefur ver- ið fjár vant. Mér finnst ekki heldur Olíufélagið hafa þjónað samvinnustefnunni, þegar litið er á heildina. Adda Bára: Mig langar rétt að- eins til að rifja það upp, að ég man eftir deilunum sem urðu þegar verið var að stofna þessi Ólafur Þórðarson og Jakob Frímannsson. Olíusalan 16

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.