Samvinnan - 01.06.1972, Qupperneq 17

Samvinnan - 01.06.1972, Qupperneq 17
félög. Og ég man sérstaklega eftir því orðalagi, sem var við- haft, að samvinnuhreyfingin ætti að „plægja gróðann inní starfsemina“. Þessi orð urðu nokkuð fleyg í þann tíð. Þetta er einmitt það sem mér finnst samvinnuhreyfingin eigi ekki að gera. Hún á ekki að plægja gróðann frá þessum höfuðand- stæðingum sínum, stóra einka- fjármagninu, inní hreyfinguna. Það sem hún á að plægja inní sína starfsemi er miklu fremur virkt framlag frá sínum eigin meðlimum. Það eru þeir sem hún á að byggja á; og ég held hún hafi gert rangt þegar hún stofnaði þessi félög, ekki fyrst og fremst vegna þess að þau séu hlutafélög, heldur framar öðru vegna þess að þarmeð er hún að stíga þetta villuspor að tengjast fjármagnsvaldinu í landinu. Gagnrýnin vegna þessa kom ekki bara utanfrá, afþví menn sæju ofsjónum yfir því hve stórt Sambandið var orðið, heldur kom hún lika inn- anfrá og þá kannski ekki sízt frá þeim sem voru í neytenda- félögunum hér í Reykjavík og nágrenni. Ég held við verðum að gera okkur ljóst, að þetta var ekki bara utanfrá, og ekki hef ég á móti því að samvinnu- hreyfingin verði sem allra máttugast afl og nái sem allra sterkastri stöðu í þjóðfélaginu. Björn: Það er kannski ekki til- viljun, að það eru einmitt þessi félög sem hafa haft forgöngu um þá stefnu, sem því miður var síðar tekin upp í ríkara mæli, að ganga inní vinnuveit- endasamtökin og beita með vissum hætti áhrifum sínum gegn verkalýðsfélögunum. Ólafur: Ég skil ekki þessa gagn- rýni á olíusölu samvinnufyrir- tækja. Mér vitanlega eru engir framleiðendur olíu í stórum stíl til í heiminum nema auðhring- ar. Og hafi það verið ætlun Sambandsins að sjá viðskipta- vinum sínum fyrir öllum þeim vörum, sem í þess valdi stóð að útvega, þá varð það bókstaflega að selja olíu, og það var ekki framkvæmanlegt með öðru móti en því að taka að sér um- boð fyrireitthvertstórfyrirtæki. Björn: Það er löngu liðin tið, ef þetta átti að þjóna þeim til- gangi að útvega mönnum ódýra olíu. Ólafur: Við vitum það báðir, að verðlagseftirlitið í landinu er búið að setja því algerar skorður, á hvaða verði olían er seld. Allir helztu olíusamningar íslands eru gerðir af stjórn- völdum eða fyrir milligöngu þeirra. Halldór: Þetta er vitanlega spurning um það, hvort við eig- um að sleppa tilteknum vöru- tegundum, sem notaðar eru af samvinnufólkinu um allt land. Það getur varla samrýmzt þjónustuhlutverki hreyfingar- innar. Jakob: Ef ég mætti aðeins leið- rétta það sem Adda Bára minntist á áðan. Ég held hún hafi staðhæft að það væri fjár- magnið sem réði í hlutafélög- um samvinnumanna, en ekki einstaklingurinn einsog í venjulegum samvinnufélögum. Kaupfélag Eyfirðinga, sem varð fyrst samvinnufélaganna til að taka upp rekstur með hlutafélagsformi, var vissulega gagnrýnt fyrir það, ekki bara af andstæðingunum, heldur líka af félagsmönnum. En ég held satt að segja að félags- mennirnir hafi ekki athugað það, að öll hlutafélög Kaupfé- lags Eyfirðinga eru þannig upp byggð, að það er aðeins vegna laganna og formsins sem fimm einstaklingar eru í þeim með hundrað króna hlutafé hver, en svo er það Kaupfélag Eyfirð- inga sem á allt hitt. Það á ca. 99% af öllu hlutafénu. Þannig rennur ágóðinn af rekstri þess- ara hlutafélaga beint til félags- manna kaupfélagsins í gegnum bættan hag félagsins sjálfs. Adda Bára: En eru þá ekki þessir fimm menn óeðlilega sterkir aðilar? Jakob: Þeir hafa bara atkvæði fyrir þessar hundrað krónur, en Kaupfélag Eyfirðinga hefur atkvæði fyrir ca. 99% hluta- fjárins. Björn: Má nokkur einn aðili fara með nema tvo þriðju í hlutafélagi? Jakob: Það er nú orðið svo, að samvinnufélög og hreppsfélög geta farið með allt sitt fjár- magn í hlutafélagi. Björn: Já, það er rétt, en þann- ig var það ekki áður. Kf. Arnfirðinga, Bíldudal Kf. Dýrfirðinga, Þingeyri Kf. Önfirðinga, Flateyri Kf. Súgfirðinga, Suðureyri Jakob: Það er því augljóst mál, að allur ágóði af rekstri þess- ara hlutafélaga rennur beint til félagsmanna, en ekki til ein- staklinganna sem slíkra. Ólafur: Er ekki rétt, að hér komi fram, hversvegna hluta- félagsformið er valið? Þetta form er náttúrlega fyrst og fremst notað vegna þess að bankakerfið hefur samþykkt að lána aðilum útá þá tryggingu, sem hlutafélagsformið veitir, þráttfyrir það að sú trygging er vitaskuld miklu minni held- ur en ef um persónulegar á- byrgðir samvinnufélaga væri að ræða. Hvaða sanngirni er í því, að kaupfélag hætti öllu sínu fyrir sinn rekstur, ef það getur með stofnun hlutafélags komizt hjá stórum hluta á- hættunnar? Jakob: Vafalaust hefur þetta átt stóran þátt í þróuninni. Björn: Mér finnst alveg útilok- að, að kaupfélögin og sam- vinnuhreyfingin hafi verið að spekúlera í því að láta hluta- félögin sín fara á hausinn og standa eftir lítt eða ekki sár. Jakob: Það var að minnsta- kosti möguleiki. Björn: Það var möguleiki, já, en ég trúi ekki, að það hafi ráð- ið úrslitum. Ólafur: Það er náttúrlega frá- leitt að nokkur maður stofni hlutafélag með það fyrir augum að láta það fara á hausinn. Flestir gera sér afturámóti grein fyrir því, að það getur verið eins gott að baktryggja sig gagnvart þeim möguleika. Erlendur: Afþví við erum að tala um hlutafélagsformið, þá hefur verið talsvert mikið til umræðu einmitt i samvinnu- hreyfingunni, hvernig hún eigi að byggja upp einn þáttinn, sem er nú orðinn nokkuð stór, en það er í sambandi við út- gerðina og fiskvinnsluna. Það hefur orðið misjöfn reynsla af þessum þætti. Sum kaupfélögin hafa lent í miklum kröggum og tapað stórfé á útgerð og frysti- húsarekstri, þannig að dæmi eru þess að kaupfélög hafi beinlínis farið á hausinn af þeim sökum. Nú eru menn mjög að velta því fyrir sér, hvert sé hið æskilega form fyrir þennan þátt. Nú er það svo, að bæjar- og sveitarfélög eru að taka meiri þátt i þessu en áður, enda er það svo víða útá landi, að verzlunin er í rauninni orð- in aukaatriði, en það sem máli skiptir er að skapa atvinnu, þannig að fólkið þurfi ekki að flytja úr bæjum og þorpum á þéttbýlissvæðið. Bæjarfélögin gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fá sem flest at- vinnufyrirtæki til sín. í mörg- um tilvikum eru frystihús kaupfélaganna rekin sem hlutafélög, og í nokkrum til- fellum er um að ræða sam- vinnu kaupfélags og bæjarfé- lags. Þetta er í deiglunni núna, en mér finnst auðsætt að finna beri viðeigandi form fyrir þenn- an þátt, ef samvinnuhreyfingin á að taka þátt i þessu. Ég tel að hún eigi að gera það, eða einsog Adda Bára var að segja: hún á að skipta sér af sem flestu þar sem hún getur orðið til gagns. Ég gæti vel hugsað mér, að kaupfélag og bæjar- félag rækju frystihús í sam- einingu og þá trúlega í formi hlutafélags. 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.