Samvinnan - 01.06.1972, Síða 19

Samvinnan - 01.06.1972, Síða 19
hafa aðstöðu til að losa sig við hann. — Þegar ég talaði um, að forstöðumaður frystihúss réði öllu á staðnum átti ég ann- ars fyrst og fremst við það, að hann væri eini aðilinn sem væri líklegur til að fá fyrir- greiðslu um fjármagn, því það er ekki talið þjóðhagslega fýsi- legt að fleiri frystihús rísi á staðnum. Friðrik: Þú segir, Ólafur, að forstöðumaður frystihússins eigi greiðari aðgang að fjár- magni en aðrir. Látum það vera, en framhjá hinu verður ekki gengið, að frystihús verð- ur ekki rekið til lengdar nema það fái fisk, og þar koma sjó- mennirnir til skjalanna. Þeir geta einfaldlega sagt: „Við er- um ekkert uppá það komnir að leggja inn hjá þér, góðurinn, ef þú ætlar að fara að haga þér eitthvað ósæmilega.“ Ólafur: Þetta er á misskilningi byggt. Verðlag á fiski hefur yf- irleitt verið skráð lægra handa húsunum en það i raun og veru er, og með þessu er búið að fækka jafnt og þétt sjálfstæð- um útgerðareigendum sem eiga ekkert nema báta. Þróunin hefur orðið sú í vaxandi mæli, að eigendur frystihúsanna eru jafnframt eigendur bátanna. Þessvegna hafa sjómennirnir ekki þetta vald í smáþorpunum. Friðrik: Þetta kann að vera rétt þar sem frystihússtjórinn ræður líka yfir bátunum, en svo talaðir þú líka um það áð- an, að þeir sem stunduðu sjó- inn ættu líka hluta í frystihús- inu ásamt þeim sem ynnu afl- ann, og það virðist mér mjög líklegt til jákvæðrar þróunar og leiða til meira jafnvægis í plássinu. Ólafur: Það var það sem ég taldi æskilegt. Björn: Kjarni málsins er auð- vitað sá, að mörg sjávarpláss hér á landi eru það lítil, að þau þola ekki nema eina einingu í frystiiðnaði eða verzlun; með fleiri einingum yrði eintómt tap. Hvort hægt sé með einhverj- um ráðstöfunum í ætt við þær, sem nefndar voru, að sætta fjármagn og vinnuafl á þessum einangruðu stöðum, það get ég vel gefið eftir, ef fólkið finnur að það ráði einhverju um stjórn og rekstur fyrirtækjanna eða beinlínis eigi framleiðslutækin. Vitanlega hlýtur slíkt að draga úr þeim andstæðum sem ann- ars eru milli fjármagns og vinnuafls. Hinsvegar fylgja þessu vissar hættur, einsog hér kom fram. Sá sem ræður frysti- húsinu ræður öllu, og það er vissulega mikil hætta á veru- legu smákóngavaldi í þessu sambandi. Og þá erum við komin að þeirri grundvallar- spurningu, hversu mikið lýð- ræði ríkir í þessum félagsskap og í samvinnufélögunum yfir- leitt, hve virkt og lifandi lýð- ræðið er, hve lifleg þátttaka fólksins er í ákvörðunum og setningu markmiða. Erlendur: í sambandi við form- ið á uppbyggingu atvinnufyrir- tækjanna, sem er mjög merki- legt mál, langar mig aðeins til að geta þess, að fyrst þegar kaupfélögin fóru að reka frysti- hús á vissum stöðum útá landi, var þetta gert með sama sniði og gerðist í sveitunum: fiski- mennirnir lögðu upp afla, fengu áætlað verð útborgað og síðan fengu þeir það sem útúr þessu kom. Það mætti kannski segja að þetta væri hið ákjós- anlega samvinnuform, ef frysti- húsið er þá ekki beinlínis gert að samvinnufyrirtæki þeirra sem vinna við það og leggja aflann upp hjá því. En menn ráku sig á það, að víða í þess- um smáþorpum var aðstaðan þannig, að ekki var hægt að greiða sama verð til fiskimann- anna fyrir aflann og hægt var að borga til dæmis í Vest- mannaeyjum eða öðrum þeim stöðum sem lágu betur við fiskimiðunum. Það er ákaflega mikið vandamál, þegar fisk- verð er ákveðið hið sama um land allt, hve aðstöðumunurinn er misjafn. Við höfum tvö dæmi þess, að kaupfélög hafi greitt sjómönnum uppbót fram- yfir hið skráða fiskverð. Það gerist bæði á Hornafirði og í Húsavík. Á mörgum öðrum stöðum er barizt í bökkum eða beinlínis um að ræða taprekst- ur. Þegar þannig er ástatt, er tæplega við því að búast að sjómennimir vilji fara að leggja eigið fé í frystihúsin. Björn: Mig langar að minnast örlítið nánar á uppbótagreiðsl- urnar. Ég held ég fari rétt með það, að til dæmis á Hornafirði sé þvi þannig háttað, að eftir ársuppgjör fái ekki einungis þeir sem lagt hafa inn fiskinn, þ. e. a. s. sjómenn og útgerðar- menn, uppbætur, heldur einnig verkafólkið sem vinnur í frysti- húsinu á staðnum. Erlendur: Má ég leiðrétta þetta? Þeir hafa látið verka- lýðsfélagið á staðnum fá á- | ilÁiiPrHLÚG JfíiS í2lí m Kf. Hrútfirðinga, Borðeyri . * Je P ** : jjf | W«|OT8»'*P Kf. Húnvetninga, Blönduósi kveðna upphæð, sem það notar í orlofsfé. Halldór: Það hefur ekki verið greitt beint til fólksins. Björn: Það er nú skylt skeggið hökunni með það. Á Húsavík hafa afurámóti smáútvegs- mennirnir skoðað þetta fyrst Björn: Já, vissulega. í þessu sambandi dettur mér í hug, að í þessum stóru fyrirtækjum, sem samvinnuhreyfingin rekur, einsog til dæmis verksmiðjun- um á Akureyri, virðast kjör og aðstæður ekki vera neitt veru- lega frábrugðin því sem tíðkast hjá einkafyrirtækjum, þannig að örðugt getur verið að finna norckum mun á því að vinna hjá samvinnufyrirtæki og einkafyrirtæki. Þó að vel gangi, sem ég vona að eigi sér stað að minnstakosti stundum, þá er ekki sjáanlegt að fólkið njóti þess á neinn beinan og áþreif- anlegan hátt, þó það geri það náttúrlega óbeint með því að fyrirtækin geta aukið fjárfest- ingu og atvinnu þegar vel gengur. Jakob: Og búið vel að fólkinu með góðu húsnæði og öðru slíku. m SBpgJpa Kf. Vestur-Húnvetninga, Hvammstanga \ ■!RKI J iBc— w ... Kji »■’ 1 •*w mmm Kf. Skagfirðinga, Sauðárkróki og fremst sem sitt fyrirtæki og fengið uppbætur á sitt fiskinn- lag, þegar vel hefur gengið, en hinsvegar aldrei neitt sérstakt gert fyrir verkafólk, þó vel hafi gengið. Ólafur: Þarna er Hornafjörður greinilega kominn framúr Húsavík. Björn: Jú, að vísu, og þó er ég ekki viss um, að það sé sannan- legt eða áþreifanlegt, að aðbúð hjá samvinnufyrirtækjum sé betri en gerist og gengur hjá öðrum góðum atvinnurekend- um. Erlendur: Þetta ættum við kannski að ræða nánar. Þegar vel hefur gengið hjá verksmiðj- unum á Akureyri, þá koma bændurnir gjarna fram á aðal- fundum okkar og segja: „Þess- ar verksmiðjur voru reistar fyr- ir okkur, og því er eðlilegt að þið getið greitt aðeins hærra verð fyrir gærurnar og ullina.“ Það er nokkuð til í því, að þann- ig hófst verksmiðjureksturinn hjá Sambandinu. Hitt er vissu- lega umhugsunarefni, hvernig fara beri að því að láta starfs- fólk samvinnuhreyfingarinnar njóta þess, þegar vel gengur. Við höfum engin raunveruleg Er munur á samvinnufyrirtækjum og einkafyrirtækjum? 19

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.