Samvinnan - 01.06.1972, Page 25

Samvinnan - 01.06.1972, Page 25
Ólafur: Er ekki líka spurning, hvort afsláttarkerfið geti orðið til þess, að hægt sé að hækka félagsgjöld kaupfélaganna og afla þannig óbeint ákveðins fjármagns? Þegar menn eru búnir að borga kannski eitt, tvö eða jafnvel þrjú þúsund krón- ur í inntökugjöld, þá finnst þeim hart ef þeir geta ekki hagnazt eitthvað á því. Erlendur: Er ekki árgjaldið 20 krónur einsog stendur? Ólafur: Ég held nú bara að al- menningsálitið sé á móti því, að menn sleppi með svo ódýrum hætti inní félagsskap. Jakob: En erum við þá ekki komnir inná þá braut, að fé- lögin séu í reynd ekki öllum opin? Ef menn eiga ekki tvö eða þrjú þúsund krónur af- gangs, komast þeir ekki inní félagið. Ólafur: Alls ekki, alls ekki. Nafngiftir Benedikt: í sambandi við þessa þróun, sem nú á sér stað, hvað finnst ykkur um það að reka verzlanir sem ganga undir allt öðru nafni en nafni félagsins? Þetta er útlend þróun sem hef- ur náð hingað. Þúsundir manna ganga um verzlanir hér i Reykjavík og hafa ekki hug- mynd um, að þær eru hluti af KRON, til dæmis Liverpool og Domus. Erlendur: Svíar lögðu útá þá braut að kalla verzlanir sínar ákveðnum nöfnum til að laða fólk að þeim, til dæmis Quickly, Domus og annað áþekkt. Adda Bára: Flestir í KRON voru dálítið efablandnir, þegar þetta kom til tals, en ég held að menn hafi vanizt Domus- nafninu, aukþess sem verzlun- in heitir Domus KRON. Ég held þetta sé svo fast tengt KRON i öllum auglýsingum, að öllum sé ljóst að þarna eru þeir að skipta við KRON. Erlendur: Þá er spurning hvort rétt hafi verið að hafa KRON í nafninu. Hvort ekki hefði ver- ið betra að hafa bara Domus einsog í Sviþjóð. Adda Bára: Ég tel að Domus hafi þjónað sínum tilgangi með því að vera Domus og minna á þessi stóru Domus-hús í Svi- þjóð, og ég held að KRON sé ekki orðin eins mikil fæla á vissan hluta Reykvíkinga og það var einusinni. Ég held það sé núorðið leitun að Reykvík- ingi, sem finnst það vera háskasamleg ákvörðun að stíga yfir þröskuldinn í KRON-búð. Benedikt: Sú breyting hugsun- arháttarins á nú lika nokkurn þátt í þeirri viðreisn sem hefur orðið í KRON. Erlendur: Það var ónefndur fé- lagsskapur i Reykjavík sem gerði samþykkt um að verzla aldrei í búð SÍS i Austurstræti, skömmu eftir að hún var opn- uð. Halldór: Mér finnst nú satt að segja illa farið, ef til þess kem- ur, að við þurfum að fela kaup- félagsnafnið. Benedikt: Þetta sama hefur gerzt með blöð verkalýðshreyf- ingarinnar og verkalýðsflokk- anna sumsstaðar erlendis. Ólafur: Þá er það spurning, hvort við þurfum að segja, að við séum að fela. Er það ekki anzi þurrt að segjast hafa far- ið í KRON og þurfa að til- greina staðinn í hverju ein- stöku tilviki? Er ekki eins gott að hafa ákveðin heiti á verzl- unum, sem um leið gefa til kynna hvar þær eru niður komnar, og hafa svo nafn fé- lagsins aftan við verzlunar- nafnið? Halldór: Við erum að byrja á því núna í öllum kaupfélögum landsins að taka upp sérstakt merki, sem sett verði á allar okkar verzlanir og önnur fyrir- tæki, bæði útá landi og hér í Reykjavík. Það var semsé á- kveðið að hafa bara þetta merki og síðan orðið KAUPFÉ- LAGIÐ á verzlununum. Erlendur: Svíar kalla sína stór- markaði Obs! Halldór: Merkja ekki danskir samvinnumenn öll sín fyrirtæki með BRUGSEN? Erlendur: Nei, þeir eru komnir með vöruhúsakeðju með á- kveðnu nafni. Þeir eru til dæm- is með vöruhúsið ANVA sem er komið víða. Kf. Ingólfur, Sandgerði Kf. Suðurnesja, Keflavík Verksmiðjur Sambandsins, Akureyri Kf. Hafnfirðinga, Hafnarfirði Framtíðarskipulagið Benedikt: Það er nú stytting á Andelsvarehus. En úrþvi minnzt er á Danmörku, hvað segið þið þá um framtiðar- skipulag kaupfélaganna hér? Á seinni árum hafa orðið breyt- ingar hér; sum kaupfélögin hafa hreinlega helzt úr lest- inni; i öðrum tilvikum hafa stærri kaupfélög tekið við rekstri minni kaupfélaga sem stóðu höllum fæti. Verður þró- unin hér einsog í Danmörku: miklu færri og miklu stærri fé- lög? Erlendur: Þetta er ákaflega stórt mál sem hefur verið mikið á dagskrá. Við stígum aldrei eins stórt skref og Danir, sem eru búnir að gera samþykkt um, að í Danmörku verði eitt allsherjarkaupfélag, ekkert samband, heldur aðeins eitt fyrirtæki. Hér er ekki tóm til að skýra, hvernig þeir hugsa sér síðan að tengja lýðræðið þessu nýja formi. Ég held hinsvegar að það liggi alveg ljóst fyrir hérlendis, að við þurfum að sameina einingar okkar meira en gert hefur verið. Ég held að Kaupfélag Reykjavíkur og ná- grennis hafi verið á undan í þessu efni einsog ýmsu fleiru. Það var á sínum tíma eitt fé- lag fyrir Reykjavík og Suður- nes, og ég held að við verðum knúðir til þess, þar sem um samkeppni er að ræða, einsog til dæmis hérna á Stór-Reykja- víkur-svæðinu, að sameina ein- ingarnar í stærri heildir. Útá landsbyggðinni verðum við- líka knúðir til að þokast i þessa átt, vegna þess að litlu félögin lifa ekki til frambúðar. Ég held að hreyfingin treysti sér ekki til að standa í þvi að borga með mörgum kaupfélögum. Halldór: Þarna kemur vitan- lega margt til greina, en við sjáum það ljóslega af skýrsl- um, að þegar verzlunin nær ekki ákveðinni stærð, þá er bullandi tap á henni. Eftir því sem samgöngur í landinu batna hlýtur að vera hægt að tengja okkur nánar saman, en hitt er gefið mál, að útí hér- uðunum eru menn ákaflega í- haldssamir að því er varðar það að halda utanum sitt gamla félag, jafnvel þó það sé pínu- lítið og hafi hreinlega engan rekstrargrundvöll. Við getum ekki látið þessi heimasjónar- mið ráða framvindunni. Benedikt: Blessaðir karlarnir eru nú oft ennþá íhaldssamari, ef þeir eru með stór og sterk félög. Ég veit eitt dæmi sem gjarnan má nefna hér, þar sem í ljós kemur viss árekstur. Lítil félög á Akranesi og Snæfells- nesi hafa orðið að hætta starf- semi sinni. Kaupfélag Borg- firðinga er mjög stórt og öfl- ugt félag, og það hefur hlaup- ið í skarðið og rekur verzlanir þarna, en það er eitt öflugasta bændakaupfélag landsins og er hikandi að gera sjávarþorpin að fullum meðlimum, því að mannfjöldinn er það mikill í sjávarþorpunum, að meðlimir 25

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.