Samvinnan - 01.06.1972, Qupperneq 50

Samvinnan - 01.06.1972, Qupperneq 50
Kristján Árnason: Inngangur að heimspeki Seinni hluti Descartes Hegel Við höfum nú í stórum dráttum reynt að gera grein fyrir ytri stöðu heimspekinnar á hinum ýmsu tímabilum sögunnar, með það í huga að heimspeki verður til i sögu- legu samhengi, enda hlýtur hugsun heim- spekingsins að mótast af stöðu hans í þjóðfélagi síns tíma. Ekki svo að skilja, að innihald heimspekinnar sé aðeins end- urspeglun þeirra þjóðfélagshátta, sem hún sprettur úr, þvi í rauninni kemur heimspekin fram sem sjálfstæður aðili gagnvart hinum þjóðfélagslega veruleika og hefur mátt til að umbreyta honum og móta hann upp að vissu marki. Hins veg- ar má segja, að heimspekin sé háð vissum grundvallarhugmyndum, sem geti verið forheimspekilegs eða trúarlegs eðlis, og ef við segjum, eins og við gerðum hér að ofan, að innihald heimspeki sé það, að maðurinn gefi heiminum og sjálfum sér innan hans merkingu, en á þessari merk- ingu grundvallist siðferðis- og þjóðfélags- hugmyndir hans, þá getum við enn skipt sögu heimspekinnar niður í tímabil eftir því, á hvaða grundvallarhugmyndum heimspekikenningar eru reistar í það og það skiptið. Og við getum enn talað um forn-griska heimspeki, sem er byggð á hugmyndinni um heiminn sem kosmos, það er guðlegri skynsemi gætt samræmi eða skipulag; miðaldaheimspeki, þar sem heimurinn fær merkingu út frá kristinni guðshugmynd sem sköpunarverk; og loks heimspeki nýaldar, sem á upphafspunkt sinn í vitund mannsins sjálfs, og þar sem heimurinn fær þá merkingu að vera við- fangsefni vísindalegrar og útreiknandi hugsunar, en sú heimspeki mætti flokk- ast undir húmanisma eða mannhyggju. En áður en við freistum þess að varpa ljósi á einkenni þessara tímabila hvers um sig, þá er ekki úr vegi að reyna að útlista nánar, hvað átt er við með þvi að „gefa heiminum merkingu". Ætla mætti, að merking jafnmikið notaðs orðs og „heimur“ ætti að vera einföld og öllum augljós. Við þykjumst að minnsta kosti vita, um hvað við erum að tala, þegar við segjumst vera „fædd inn í þennan heirn", þótt við eigum erfitt með að segja hvað- an, þvi það er eins og þetta „hvaðan“ hljóti á einhvern hátt að vera innan heimsins, sem umlykur það, sem er. Og eins þykjumst við viss um, að hlutirnir „séu í heimi“, þótt við komumst i vanda, ef við ætlum að hugsa okkur endamörk þessa íláts ins mikla í tíma og rúmi og getum hvorki hugsað okkur hann sem endanlegan né óendanlegan í tíma og rúmi án mótsagna. Heimur er ekki hug- tak, sem við höfum úr reynslunni, því hann hlýtur að ná út fyrir alla mannlega reynslu, en hins vegar er heimur forsenda hennar, því hinir einstöku hlutir birtast okkur „i heimi“, þ. e. við sjáum þá alltaf i einhverju heildarsamhengi, sem er ein- hvers konar sjóndeildarhringur okkar sjálfra, og ef betur er að gáð, höfum við ávallt gefið þessu heildarsamhengi — eða fengið gefna — ákveðna merkingu, og þannig getum við séð, að í upphafi vest- rænnar heimspeki, hjá Forn-Grikkjum, hafði þetta hugtak, heimur, talsvert aðra merkingu en nú, og við getum séð, að þar lifir enn hin forna heimskennd goðsög- unnar í hugmyndinni um kosmos, sem þýðir upphaflega skipulag eða regla og er andstæða við kaos eða ringulreið. Sú merking, sem við leggjum dagsdag- lega í orðið heimur og við teljum vísinda- legs uppruna eins og sjónvarpstækið okk- ar, á hins vegar ætt sína að rekj a til sköp- unarsögu Biblíunnar, til hugmyndarinn- ar um sköpun hlutveruleikans úr engu og að honum hafi verið sett lög ofan frá, sem hann hlýðir blint líkt og klukka úrsmiði. En Forn-Grikkir hugsuðu sér þennan merkisatburð, upphaf heimsins, á allt annan hátt, sem sé þann, að ringulreið frumefnisins, kaos, víki fyrir skipulagi og reglu, kosmos. Við sjáum, að hinn skap- andi eða öllu heldur niðurskipandi mátt- ur er falinn innan frumefnisins sjálfs, ekki utan þess eða ofan, og þegar t. d. einn spekingur segir vatnið upphaf ails, þá er honum vatnið annað og meira en það sem vísindamenn kalla HaO. Enda kemur og fram snemma í grískri sögu hugtakið Iogos, en það er sú skynsemi, sem býr að baki alls hins sýnilega og ræð- ur rás heimsins. Þau lögmál, sem ríkja í náttúrunni, eru því ekki eðlisóskyld þeim, sem rikja í mannlegu lifi, og okkur kemur ekki á óvart að heyra notuð hugtök úr mannlegu réttarfari til að skýra það, af hverju hlutirnir verði til og glatist. Mað- urinn sjálfur og hugsun hans verða aldrei andstæður hlutveruleikans eða náttúr- unnar; sem mikrokosmos eða smáheimur endurspeglar hann stórheiminn eða makrokosmos, og andstæður eins og hug- hyggja og efnishyggja koma þvíekki raun- verulega fram fyrr en á seinni timum. Þegar t. d. einn heimspekingur telur and- ann eða nous upphaf alls, þá er það ekki í skilningi seinni tíma hughyggju, að leiða megi hinn ytri veruleika út frá vitundinni, heldur er hugurinn eða nous frá öndverðu hugsaður sem alheimsafl, og eins, þegar aðrir heimspekingar tala um, að sálin sé efniskennd, þá verður að hafa það í huga, að sú staðhæfing felur ekki i sér, að lög- mál sálarlífsins séu vélræn, í skilningi efnishyggju siðari tima. Maðurinn er einn þáttur alheimsins, og það hvarflar sízt að honum að líta á sig sem herra náttúrunnar og yfirbjóðara eins og síðar meir, enda telur hann margt innan nátt- úrunnar sér æðra, t. d. stjarnheiminn, og dyggð hans fyrst og fremst sú að lúta lög- um þessa skynsemi gædda heims. Pólar grískrar heimspeki Hinir andstæðu pólar í grískri heim- speki verða þvi ekki maður og heimur, hugur og hlutveruleiki, subjekt og objekt, heldur verður spennan milli hins for- gengilega og hins varanlega, hins stund- lega og hins eilífa, hins einstaka og hins almenna, milli þess sem verður og þess sem er, og þessi spenna nær hámarki í kenningum Platons um heim frummynd- anna, sem þessi sýnilegi heimur sé aðeins endurskin af. Á þessari andstæðu er og hin forna siðfræði grundvölluð; hún bygg- 50
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.