Samvinnan - 01.06.1972, Side 57

Samvinnan - 01.06.1972, Side 57
þurfti að veita svar við nokkrum spurn- ingum: (1) að hve miklu leyti er tilkallið til landgrunnsins samræmanlegt kenning- unni um frelsið á úthafinu; (2) hver er lögfræðilegur grundvöllur slíks tilkalls; (3) að hve miklu leyti verður litið svo á, að hinar fjölmörgu yfirlýsingar hafi skap- að nýtt alþjóðlegt háttalag, og loks (4) hver eru hin nákvæmu takmörk eðlis og umfangs réttarins, sem ríki gera tilkall til samkvæmt kenningu þessari? Nýting botns landsgrunnsins og jarð- vegsins undir honum er þannig hin mikil- vægasta, eins og Alþjóðalaganefndin við- urkenndi 1950, ekki einungis í efnahags- legu og félagslegu tilliti, heldur jafnframt í lögfræðilegu tilliti.17) II. Samfélagshagsmunir og landgrunnið 1. Samræmingarstig kenningarinnar um landgrunnið og frelsisins á úthafinu Frelsið á úthafinu varð í meglnatrið- um tákn (a) frelsis til siglinga, (b) frelsis til fiskveiða, (c) frelsis til að leggja strengi og leiðslur neðansjávar og (d) frelsis til að fljúga yfir úthafið.18) Þrátt fyrir þá staðreynd, að í öllum þjóðaryfirlýsingunum væri berum orðum fram tekið, að rétturinn til landgrunnsins bryti að engu leyti í bág við þetta ferns konar frelsi, var auösætt, að krafa til fullveldisréttar yfir landgrunnssvæðinu ásamt uppsetningu borholuturna og var- anlegs útbúnaðar í því skyni að kanna og nýta náttúruauðæfi og í því skyni að halda uppi löggæzlu og varðbátaferðum á svæðum þessum hefði áreiðanlega í för með sér, að strandríki settu einhvers kon- ar reglur, sem settu skorður frelsinu á út- hafinu. Schwarzenberger hefur þannig ritað: „Nauðsyn ber þess vegna til, að sérhver slík krafa svari til tilburðar til að fara með óskoruð yfirráð á hluta af yfirborði úthafsins. Þannig hafa þær, prima facie, í sér fólgnar ögrun við eina helztu regl- una að baki meginreglunni um frelsið á úthafinu.... í reynd er krafan til óskoraðs eignarréttar yfir auðæfum landgrunnsins egg á hættulegum fleyg.“19) Á sömu forsendu taldi Gidel, að hafna bæri kenningunni um landgrunnið.20) Fyrir skömmu hefur japanskur fræði- maður einnig verið á þeirri skoðun, að kenningin um landgrunnið sé í grundvall- aratriðum ósamræmanleg hinu tryggilega grundvallaða ferns konar frelsi á úthaf- inu.21) Viðurkenning kenningarinnar um land- grunnið felur vissulega í sér skerðingu á frelsinu á úthafinu. En hafna þarf henni ekki einungis sakir þess, að i henni er fólgin sú skerðing, eins og ofannefndir lærdómsmenn hafa á bent. Landhelgin, landgrunnssvæðið og fiskveiðibeltið eru að sínu leyti og í eins ríkum rnæli skerð- ing á frelsinu á úthafinu, en samt sem áður eru þau talin vera sanngirnismál, að svo miklu leyti sem þeim er ætlað að stuðla að samfélagshagsmunum. Vanda- málið er þannig síður það, að kenningin um landgrunnið sé skerðing á frelsinu á úthafinu, en hitt, að hve miklu leyti það sé sanngirnismál. Það getur engum vand- kvæðum verið bundið að fallast á, að þjóðir um heim allan, einkum i vanþró- uðu löndunum, skuli njóta nýfundinna náttúruauðæfa og lifandi auðæfa í haf- inu. 2. Ósanngirni krafna S-Ameríku Ef kenningin um landgrunnið á i reynd að vera í þágu samfélagshagsmuna þarf að takmarka hana við sanngirnisleg mörk. Ef þannig er á þær litið, verður ekki fallizt á kröfur ríkja Suður-Ameríku til fullveldis, ekki aðeins yfir sjávarbotni og jarðvegi landgrunnsins, heldur einnig yfir sjónum yfir landgrunninu og loftinu yfir því. í yfirlýsingu rikisstjórnar Chile 23. júní 1947, til dæmis, þar sem krafizt var full- veldis yfir öllu landgrunninu, „á hvaða dýpt sem það kann að vera í sjónum“, sagði: „Vernd og yfirráð ... yfir öllu hafinu, innan beltis, sem myndað er af strönd- inni og stærðfræðilegri línu, sem hliðrað er út á hafið í 200 sjómílna fjarlægð frá ströndum landssvæðis Chile."22) Eyjar Chile eru einnig sagðar hafa áþekkan rétt umhverfis strendur sínar. Perú fylgdi í fótspor Chile með yfirlýsingu sinni 1. ágúst 1947. Eeuador gekk í lið með Chile og Perú, þegar ríkin þrjú féllust á það á ráðstefnunni í Santiago 1952, að þeirn væri nauðsynlegt að fara með full- veldi og lögsögu yfir hafinu, að minnsta kosti allt að 200 mílum út frá ströndum þeirra, til að þau gætu nýtt tilhlýðilega dýra- og jurtalíf, eins og þau ættu tilkall til. Costa Rica, Hondúras, Mexíkó, Argen- tína og nokkur önnur lönd Suður-Amer- íku tóku áþekka afstöðu. Bandaríki Norður-Ameríku höfðu sent mótmæli til Argentinu, Chile og Perú 2. júli 1948 á þá leið, að i yfirlýsingum þeirra væri vikið í ríkum mæli frá yfirlýsingunni í tilkynningu Bandaríkjanna og frá við- teknum meginreglum alþjóðalaga.23) Bretland sendi einnig mótmælaorðsend- ingu til Chile og Perú 1948. í útskýringum sínum á stefnu landa Suður-Ameríku benti Barry B. L. Auguste á, a'5 öll lönd Suður-Ameríku væru efna- hagsiega vanþróuð og að íbúar þeirra væru vannærðir og að þeim væri í reynd áhyggjumál gegndarlitil nýting fiskimið- anna undan ströndum þeirra af hálfu út- lendra fiskiskipa. Kröfur Suður-Ameríku verða þannig réttlættar, að mati þessa höfundar, á þeim forsendum, að þær séu sanngirnismál og nauðsynjamál.25) Menchaca við Lima-háskólann í Perú, Yepes við Bogota-háskólann i Columbíu og Garcia Sayan höfðu áður varið kröfur Suður-Ameríku á þessurn sömu forsend- um.20) UM LANDGRUNNIÐ 57

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.