Samvinnan - 01.12.1973, Blaðsíða 7

Samvinnan - 01.12.1973, Blaðsíða 7
' “ 'N Mulalundur Ármúla 34 - Símar 38400 - 38401 - 38450 Bréfabindi og lausblaðabækur í öllum stærðum, margir litir. Hulstur úr glæru plasti: fyrir félagsskírteini, nafn- skírteini, fyrstadags umslög, póstkort o. fl. A4 umslög og fólio með mismunandi lituðum kanti. Til fundarhalda: allskonar möppur og barmmerki. Kápur fyrir símaskrár. Haldið öllu í reglu á skrifstofu yðar, með því að nota vörur frá MÚLALUNDI. kenna nægilega mörgum skipstjóraefnum handa þessum skipastól. 4. íshús og frystihús þurfa a3 komast upp nægilega mörg, bæði til að geyma fisk ó- skemmdan til átu og sölu, en þó einkanlega til þess að hafa jafnan til nægilega síldbeitu. 5. Fiskverkunina þarf að vanda svo vel, að íslenzkur fiskur ryðji sjer til rúms á markaði, þar sem hann er beztur. 6. Blautfisksverkun þeirra, sem bátaútveg hafa, þarf að leggjast niður, því að hún heldur fátækum al- menningi við í amlóðaskap, niðurlægingu og basli. 7. Landssjóður þarf að hlaupa undir bagga með styrkveit- ingum og lánum, sjerstak- lega til þilskipakaupa og is- húsbygginga. Þessi meginatriði man jeg ekki til að sætt hafi eiginleg- um mótmælum og vil jeg leyfa mjer að athuga þau nánar. Það er nú auðsætt, að eigi menn að vinda bráðan bug að því að fjölga þilskipum svo miklu nemi, þá verður það ekki án lána og þeirra stórkostlegra. Þeir eru tiltölulega svo fáir, sem hafa bæði efni á að kaupa þilskip og um leið næga hvöt eða ástæðu til að verja fje sínu á þann hátt. Þess vegna er stór- fjölgun þilskipa undir því kom- in og þvi að eins æskileg, að þorri þeirra manna, sem sjáv- arútveginn stunda, sameini kraptana og eignist þilskip. En aðalagnúinn á því blasir þá undir eins við, og hann er sá, að einmitt þessir menn geta í fljótu bragði svo sáralítið lagt í slík fyrirtæki. Það þykja og, að sögn kunnugra manna, býsna mikil vandkvæði á að þilskipaútgjörð þeirra, sem að eins eiga eitt skip eða part úr skipi, borgi sig. Þeim verði öll útgjörðin svo dýr að þeir megi illa við skakkaföllunum. Útgjörðarmenn kvarta yfir dýr- um og ekki meira en svo trú- um hásetum, og hafa þeir við því ýms uppörfandi meðul. Á hinn bóginn kvarta hásetarnir yfir ljelegri aðbúð á skipunum, illa tilbúnum mat, ónógu rúmi o. s. frv. Loks fer það orð af mörgum þeirra, að þó þeir hafi ríflegt kaup og hlunnindi og þyki dýrir, þá komi þeir samt furðufátækir heim til sín. Allt þetta bendir á, að ráðdeildin sje minni en búast mætti við og að hagsmunir útgjörðarmanna og háseta sjeu ekki nógu sam- ferða. Öllum, sem jeg hef talað við um þetta efni, hefur borið saman um, að þilskipaútgjörð borgaði sig bezt fyrir kaup- menn. Þeim verði útgjörðar- kostnaðurinn að öllu leyti ljett- ari, svo sem vörukaup og þess konar, þeim sje fiskverkunin auðveldari, svo í góðu lagi fari, og þeim verði meira úr fiskin- um á markaði. Ekki má gleyma því, hver agnúi er á því fyrir fjelitla menn einn og einn eða örfáa saman að taka lán. Þó þingið vilji mikið til vinna að hjálpa sjávarútveginum, þá getur það þó ekki lánað fje án góðra trygginga. En góðar tryggingar eiga þessir menn hver fyrir sig óhægt með og jafnvel ómögu- legt. íshúsin ættu ekki að vaxa mönnum í augum út af fyrir sig; því að ekki þarf nema lltilf jörleg samtök til að koma þeim upp og það af fjelitlum mönnum. En þau eru samt ó- þægilegur ábætir fyrir þá, sem eru með veikum burðum að eignast þilskip eða koma sjer upp bátaútveg. Þá er margt athugavert við fiskverkunina og er hún þó, eins og allir vita, svo einkar- áríðandi. Það er alkunna um allar þær vörur, sem vjer ís- lendingar framleiðum hver i sínu koti, að þær hafa orðið oss til lítils sóma. Flestum hættir við að metast við náungann um að hafa ekki meira fyrir sinni vöru en hann, úr því hann fær ekki meira fyrir hana, og er það ekkert undarlegt. Niður- staðan verður því optast sú, að vandvirkni þeirra fáu, sem ekki hafa lundarlag til að láta lje- lega vöru frá sjer fara, ber þeim lítinn eða engan árangur. Auk þess vantar einstaklinginn optlega góða aðstöðu og hæfi- leg áhöld til að verka vöru sína sem bezt. Þegar nú þetta er heimfært upp á saltfiskinn, er það ljóst, að meiri trygging er fyrir góðri fiskverkun, þegar hún fer fram á fáum stöðum vel völdum, nægileg og góð á- höld eru fyrir höndum og þeim mönnum falin fiskverkunin, 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.