Samvinnan - 01.12.1973, Blaðsíða 33

Samvinnan - 01.12.1973, Blaðsíða 33
Hörður: Og alls ekki mennta- málaráðuneytiö'. SAM: Er það skortur á þekk- ingu sem veldur þessari þögn? Jón: Nei, þetta eru nú eigin- lega einu vitsmunamerkin sem maður verður var við hjá þess- um menningarlegu amöbum. Þeir hafa vit á að svara ekki, því að öðrum kosti yrðu nátt- úrlega stóru byssurnar teknar fram. Það má segja að þetta sýni ákveðið lífsmark einsog hjá amöbunni. Hún til dæmis hreyfir sig ef kemur vatns- straumur. Það grípur enginn amöbu. Að reyna yfirleitt að gagnrýna arkitektúr eða sið- Gylfi: í sambandi við mónú- mentalismann, sem minnzt var á, langar mig að minna á, að á kreppuárunum var reist tals- vert af myndarlegum opinber- um byggingum. En hvaða tæki- færi hafa arkítektar fengið til að spreyta sig á stórum opin- berum byggingum undanfarin 30 ár? Jón: Áður en ég kem að þessu langar mig til að víkja að því sem Guðrún sagði um íslenzk- an arkítektúr. Hún var óánægð með ákveðinn mónúmental- isma, sem manni virðist ekki vera fullkomlega ljóst hugtak í þessari umræðu, einkanlega með hliðsjón af spurningu Gylfa. Þó held ég að við get- um verið sammála um eitthvað ákveðið, sem má ímynda sér að Guðrún hafi haft i huga. Á sama tíma gagnrýnir hún þessi nýju slömm, sem við erum öll sammála um, að séu hryllileg. Ég álít, að á þessum síðustu árum, siðan ég kom heim frá námi, hafi verið byggð Ijótari borg fyrir meiri peninga á skemmri tíma heldur en ég þekki til nokkursstaðar annars. Og þá vil ég koma að ábyrgð byggingameistarans. Ég hef gengið frá hverfi eftir hverfi, enda er ég guðisélof yfirleitt hættur að teikna í Reykjavík, vegna þess að skilmálamir segja: Það á að vera þetta langur veggur, það á að vera þetta gluggaplan, mænirinn má ná fjóra sentímetra útfyrir þarna og á að vera svona lang- ur, þakið á að vera flatt. í öðrum hverfum, til dæmis þeim gæði eða mengun menningar í landinu er ekki einsog að berja í gúmmívegg, sem gefur eftir og réttir sig eftir höggið, held- ur er það einsog að berja i tyggigúmmivegg, sem hangir við mann á eftir. Veggurinn breytist ekki, en maður verð- ur skítugur og verður að þvo sér oftar. Gylfi: Eru ekki húsin, sem reist eru á hverjum tíma, spegil- mynd þess hugsunarháttar sem ríkjandi er? Jón: Það er sagt, að hver kyn- slóð fái þá arkítekta og þann arkitektúr sem hún verðskuld- sem hörmulegast eru útleikin núna, er ákveðinn þakhalli á byggingunum. Þetta er ekki á ábyrgð byggingameistaranna, heldur arkítektanna, „skipu- lagssérfræðinganna.“ Það er svo sannarlega enginn mónú- mentalismi. Það er sjálft lát- leysi einfaldleikans. En látleysi einfaldleikans er ekki fólgið í auðn. Mies van der Roe talaði um að „less is more“, sem nátt- úrlega var liður í andófi Bau- haus-manna gegn stílruglingi þeim sem ríkti um alla Evrópu. Þá átti þetta rétt á sér og var ein merkasta hreyfing sem upp vaktist, að minnstakosti á þess- ari öld. En Frank Lloyd Wright svaraði náttúrlega glósu van der Roes um að „less is more“ með annarri glósu: „but only if more is no good“. Ef við vilj- um vera djörf, getum við líkt þessu við kvenmann, sem er eitt það huggulegasta sem við karlmenn þekkjum: Vitaskuld skaðar ekki að beinabyggingin sé í lagi, en við vildum ekki bara fá beinagrindina, eða hvað? Spurningin er svo ekki einungis, hvort eitthvað sé ut- aná beinunum, heldur hvernig þetta liggur í forminu. Að gagnrýna annarsvegar mónú- mentalisma, sem virðist vera óskilgreinanlegt hugtak, og kenna byggingameistaranum hinsvegar um þau ákvæði, sem arkítektar hafa þó sett sjálfir, tel ég meira en vafasamt. Arki- tektar hafa svo sannarlega komizt í ákveðna aðstöðu hjá Reykjavíkurborg, nokkrir þeirra, og það eru þeir sem setja ákvæðin í byggingarsam- þykktina. Það er siður að kenna stjórnmálamönnum um alla hluti, og víst má segja að stjórnmálamaður, hvort sem hann er borgarstjóri, ráðherra, kóngur eða keisari, verði ekki einungis metinn fyrir eigin af- rek eða verðleika, heldur ekki síður fyrir það, hve hygginn eða lánssamur hann hafi verið í vali sínu á ráðgjöfum og sam- starfsmönnum. Góður herfor- ingi kann að velja sér liðsfor- ingja. Það má kannski segja að sökin liggi ekki beinlínis hjá stjórnmálamönnum, heldur stafi ófremdin af alveg óvenju- legu lánleysi íslenzkra ráða- manna í vali á ráðunautum. — En svo ég viki að spurning- unni um íslenzkan arkítektúr, þá er það mín persónulega skoðun að við eigum ekki neitt sem kallazt geti íslenzkur arkí- tektúr. í þessum nýju hverfum, þar sem voru fágætir mögu- leikar til að láta arkítekta spreyta sig á áhugaverðum við- fangsefnum, var svo ramm- byggilega gengið frá öllum skilmálum, að enginn arkitekt með sjálfsvirðingu gat komið nálægt þeim. Þá er betra að slá fleiri víxla og sofa sæmi- lega á nóttinni. Kjarni málsins er sá, að rithöfundur getur skrifað bók, málari getur mál- að mynd, tónskáld getur sam- ið tónsmíð, ánþess nokkur hafi beðið hann um það. Hann leysir sínar fjárkröggur með einhverju móti og listaverkið Gísli: Ég er sammála Jóni um það, að ábyrgðin liggur tals- vert mikið hjá arkítektunum. Það er talað um, að arkítekt- arnir hafi ekki áhrif á, hverjir stjórni þessum herrum, hverjir stjórni uppbyggingu borgarinn- ar. Það var sérstakur sam- starfshópur arkítekta sem var látinn skipuleggj a Breiðholts- hverfið. Ég bý í einni þessara slömmbygginga og mér er kunnugt um, að það voru arkí- tektar sem teiknuðu allar byggingar i mínu nágrenni, stærstu byggingarnar, lengstu byggingarnar, breiðustu bygg- ingarnar, hæstu byggingarnar. Þarna er hópur arkítekta sem koma frá námi i ýmsum lönd- um, ég veit ekki hve mörgum, og þeir fá alger völd og að- stöðu til að ganga frá þessu einsog þeir halda að það eigi verður til. En höfuðforsenda þess að arkitekt skipuleggi borg eða bæ eða hverfi eða teikni hús, er sú að hann sé beðinn um það. Menn teikna ekki nýj- an miðbæ nema samkvæmt pöntun. Hinsvegar er pólitísk- um kettlingum leyft að leika sér að því að teikna ráðhús fyrir 30-40 milljónir króna, sem verður aldrei byggt i Tjörninni. Það sem þessir kútar gera sér ekki grein fyrir er, að dugandi arkítekt getur framfleytt fjöl- skyldu sinni ánþess að selja sig eða ganga á mála. En þótt arkí- tekt geti lifað án ráðamanna ríkis eða borgar þá getur ríki eða borg ekki lifað með sóma án arkítekts — einsog dæmin sanna vissulega átakanlega. Oftlega hef ég og margir aðrir góðir menn varpað fram þeirri spurningu, hvaða áhrif nýju hverfin muni hafa á sálarlíf barnanna sem alast upp í þessu umhverfi. Ég ætla ekki að tala með hótfyndni um þá harmleiki sem átt hafa sér stað i Breiðholtshverfinu, en dettur nokkrum heilvita manni í hug, að þetta sé tilviljun? Að þetta sé bara spurning um lýs- ingu? Nei, það er verið að búa til slömm og mynda annars flokks borgara i Reykjavík, og það sem verra er: þetta fólk fær þá félagslegu tilfinningu, að það sé lakara heldur en annað fólk, jafnvel það ágæta fólk sem býr þarna að mestum hluta. að vera. En þá vantar rótina. Þeir hafa ekki hugmynd um, hvar þeir eru staddir. Grund- völlinn hlýtur að vanta. Ég er sammála því að arkitektúr í Reykjavík er mjög slæmur, en það er ekki hægt að gera endalaus mistök nema grund- völlinn vanti. Ef við förum í gegnum borgarhverfi til dæmis á Norðurlöndum, segjum út- borgir Kaupmannahafnar, þá er þar allt annar arkítektúr, miklu heillegri, fallegri, víðara á milli húsa, allskonar þjón- ustumiðstöðvar komnar upp. Jón: Þær kenningar, sem hér eru í gildi, eru 40 ára gamlar, og það á við um allar kenning- ar, og eftir að þær koma hing- að, eru þær gerðar algildar. Gísli: Það var minnzt á það, að arkítektar hefðu ekki feng- ar. íslenzkur mónúmentalismi Arkítektar bera líka ábyrgð á ófremdinni 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.