Samvinnan - 01.12.1973, Blaðsíða 19
6'ara SAM
V1NNAN
EFNI HÖFUNDAR
3 Lesendabréf og Af gömlum blöðum
18 Ritstjórarabb
20 SJÓNMENNTIR Á ÍSLANDI (hringborðsumræða) Gísli B. Björnsson Guðrún Jónsdóttir Gylfi Gíslason Hörður Ágústsson Jón Haraldsson Sigurður A. Magnússon Stefán Snæbjörnsson
47 Heimur (Ijóð) Ólafur Gunnarsson
48 SAMVINNA: Eru hugsjónirnar gleymdar? Kristján Ármannsson
49 Nokkrar hugdettur um leikritið Hrafn Gunnlaugsson
50 Tréð (smásaga) Örn H. Bjarnason
52 Á jólanótt 1972 Sigurður Guðjónsson
52 Sorgarljóð „sjötíu og þrjú“ Einar Björgvin
53 Horfur sósialismans í Rómönsku Ameríku Halldór Sigurðsson
56 ' Koptarnir í Egyptalandi þokast til nýrrar sjálfsvitundar Ole Skjerbæk Madsen
59 Uppspretta hugsunar í vitundinni Jonathan Shear
61 Þrjú bókmenntanleg kvæði Þórarinn Eldjárn
64 Hrafnkels saga I pólitísku Ijósi Njörður P. Njarðvík
66 Tvö Ijóð í þýðingu Thors Vilhjálmssonar Bertolt Brecht
68 Heimilisþáttur Bryndís Steinþórsdóttir
Um þátttakendur í hringborðsumræðunni um sjónmenntir á íslandi er
meðal annars það að segja, að Gísli B. Björnsson gegnir nú skólastjóra-
störfum í Myndlista- og handíðaskólanum jafnframt þvi sem hann rekur
eina stærstu auglýsingastofu landsins; Hörður Ágústsson er listmálari
og skólastjóri Myndlista- og handíðaskólans, en er í leyfi frá störfum til
að Ijúka miklu verki um íslenzka byggingarlist. Flestar myndirnar, sem
birtast með umræðunni, eru úr hinu mikla og fjölbreytilega myndasafni
hans. Guðrún Jónsdóttir er arkítekt og fyrrum formaður Arkítektafélags
íslands. Gylfi Gíslason er teiknari, málari, kennari og útvarpsmaður. Jón
Haraldsson er arkítekt og hefur oft látið frá sér heyra á opinberum
vettvangi um bygginga- og skipulagsmál. Stefán Snæbjörnsson er hús-
gagnahönnuður.
Ólafur Gunnarsson er ungt Ijóðskáld sem hefur gefið út eina Ijóða-
bók. Kristján Ármannsson er kaupfélagsstjóri Kaupfélags Norður-Þing-
eyinga á Kópaskeri. Hrafn Gunnlaugsson er Ijóðskáld og nemandi í leik-
listarfræðum í Stokkhólmi. Fyrri hugdettur hans um leikritið birtust í 3.
hefti Samvinnunnar á þessu ári. Örn H. Bjarnason dvelst í Kaupmannahöfn,
en hefur á liðnum árum birt allmargar smásögur í blöðum og tímaritum.
Sigurður Guðjónsson er ungur höfundur, sem er nýbúinn að gefa út sína
fyrstu bók, „Truntusól". Einar Björgvin er ungur blaðamaður sem nokkuð
hefur fengizt við Ijóðagerð og er að gefa út bók um reynslu sína af
blaðamennsku. Halldór Sigurðsson er íslenzk-danskur blaðamaður sem
kunnur er um öll Norðurlönd og víðar fyrir skrif sín um Rómönsku
Ameríku og portúgölsku Afríku. Hann hefur gefið út þrjár bækur um
þessi efni. Ole Skjerbæk Madsen er danskur guðfræðistúdent sem hefur
lagt sig eftir að kynnast koptísku kirkjunni. Hann er sonur hins kunna
íslandsvinar Axels Madsens, formanns danska organistafélagsins. Jon-
athan Shear er Bandaríkjamaður og nam stærðfræði og heimspeki við
Brandeis-háskóla, þar sem hann lauk BA-prófi 1962. Á árunum 1962-64
nam hann vísindaheimspeki við London School of Economics á Fullbright-
styrk. Hann lauk MA-prófi við Kalíforníu-háskóla í Berkeley árið 1966 og
hefur unnið að doktorsritgerð við sama háskóla, jafnframt því sem hann
kennir heimspeki við Lone Mountain College í San Francisco. Þýðandinn,
Sigurþór Aðalsteinsson, er við nám í Braunschweig í Vestur-Þýzkalandi
og birti fyrir rúmum tveimur árum grein í Samvinnunni um „Jóga—inn-
hverfa ihugun" ásamt félaga sínum. Þórarlnn Eldjárn er við nám í Lundi
í Svíþjóð. Njörður P. Njarðvík er lektor í bókmenntum við Háskóla Islands
og formaður útvarpsráðs. Bertolt Brecht er eitt áhrifamesta leikrita-
skáld þessarar aldar, upprunninn í Þýzkalandi, en flæktist víða áður en
hann fann aftur hæli í heimalandinu. Bryndís Steinþórsdóttir er mat-
reiðslukennari í Langholtsskóla og meðal kunnustu sérfræðinga hérlendis
á sínu sviði.
Nóv.—des. 1973 — 67. árg. 6.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður A. Magnússon.
Blaðamaður: Eysteinn Sigurðsson.
Afgreiðsla og auglýsingar: Reynir Ingibjartsson.
Uppsetning: Teiknistofa Torfi Jónsson.
Útgefandi: Samband íslenzkra samvinnufélaga.
Ritstjórn og afgreiðsla að Ármúla 3, sími 28900.
Verð: 700 krónur árgangurinn; 125 krónur í lausasölu.
Gerð myndamóta: Prentmyndastofan h.f. Brautarholti 16.
Prentverk: Prentsmiðjan Edda hf.