Samvinnan - 01.12.1973, Blaðsíða 66
Hrafnkels. Mér finnst Hrafnkatli farast í
þessum punkti líkt og sumum stjórn-
málamönnum okkar tíma, sem breyta um
stefnu eða skipta um stjórnmálaflokk
eftir því hversu byr horfir til valdaað-
stöðu. Sagan segir ótvírætt að skapferli
Hrafnkels hafi breyst, hann sé nú miklu
„vinsælli ok gæfari ok hægari en fyrr at
öllu."1!) Aftur á móti er það vægast sagt
hæpinn lesháttur á sömu bls. að segja að
skipan sé komin „á lund hans“ svo sem
textinn hljóðar í íslenzkum fornritum
XI. Jón Jóhannesson segir í athugasemd
neðanmáls: „lund svo leiðrétt í útgáfum,
misritað land í hdr.“ Ritháttur er bund-
inn í handritum eins og venja er að
binda orðið land, enda miklu rökréttari
texti þar sem með því lýkur lýsingu á
hinni nýju landareign Hrafnkels. Þá má
nefna það sem dæmi um að ekki hafi
maðurinn gersnúist að siðferðiskennd, að
hann leggur undir sig land utan þeirrar
landareignar er hann hafði fest kaup á.
Með leshættinum land en ekki lund er
klausan svona:
Lagði hann land undir sik allt fyrir austan
Lagarfljót. Þessi þinghá varð brátt miklu
meiri ok fjölmennari en sú, er hann hafði
áðr haft. Hon gekk upp um Skriðudal ok
upp allt með Lagarfljóti. Var nú skipan
komin á land hans. (12
Hugurinn hvarflar nú til söguupphafs
er Hrafnkell nam land í Hrafnkelsdal og
þröngdi svo undir sig Jökulsdalsmönnum.
Ætli eitthvað svipað hafi ekki gerst í
Fljótsdal. Er svo fjarri lagi að ímynda
sér að Hrafnkell hafi þröngt undir sig
mönnum austan Lagarfljóts? Aðferðirnar
hafa hins vegar trúlega verið aðrar en
áður. Mér virðist mega draga þá álykt-
un af orðalagi sögunnar að framganga
Hrafnkels hafi verið varkárari og mjúk-
legri í Fljótsdal. En markmið sýnast hin
sömu. Afstaðan markast vitanlega af því
að i Fljótsdal er Hrafnkell ekki höfðingi
og goði, heldur er hann í stöðu hins efnaða
bónda, að minnsta kosti fljótlega. Nú
hefur hann ekki lengur gagn af hofi og
trú. í Fljótsdal voru höfðingjar fyrir,
ekki smáir menn samkvæmt Landnáma-
bók, og þess vegna hefur Hrafnkell hlotið
að hegða sér öðru vísi í valdabaráttunni.
En með því að vinna áhrif í fjölmennri
byggð Fljótsdals varð aðstaða hans vita-
skuld miklu betri er að því kæmi að vinna
aftur sitt fyrra ríki.
Samkvæmt þeirri stéttgreiningu sem
fyrr er getið í þessum pistli, er Hrafn-
katli hrundið úr efsta þrepi, en fljótlega
vinnur hann sig upp í næstefsta þrepið
(efnaður bóndi) á ný. Og þar kemur að
hann nær sínum fyrri sessi, Hefnd
Hrafnkels er örugg og rækileg, hún ber
öll merki hins þaulæfða höfðingja. Sám-
ur hefur hins vegar aldrei verið neinn
höfðingi nema að nafni til. Og enn sem
fyrr á hann allt sitt undir Þjóstarsson-
um, utanaðkomandi öflum. Hann á til
einskis að leita í sínu héraði. En nú er
einnig stuðningur Þjóstarssona þorrinn.
Þorgeir segir honum á kurteisan hátt að
hann hafi ekki dugað til höfðingja. Visku-
munur hans og Hrafnkels sé slíkur að til
einskis sé að hjálpa honum aftur. Hann
hefur fengið sitt tækifæri, en ekki haft
til að bera þá fyrirhyggju sem þarf til
að stjórna héraði. í sögulok er Hrafn-
kell í öllum skilningi meiri höfðingi en
í upphafi.
Hrafnkels saga er þá ekki um þjóðfé-
lagslega uppreisn sem tekst, heldur um
þjóðfélagslega uppreisn sem verður að
engu. Allt er komið í hinar fyrri skorður,
og er að sjá sem höfundi líki það vel,
enda trúlega tilgangur sögunnar, a. m. k.
að einhverju leyti. Ég kemst að minnsta
kosti að þeirri niðurstöðu að Hrafnkels
saga sé fremur þjóðfélagslegs eðlis en
siðfræðilegs. Þá vaknar sú spurning, ef
menn geta fallist á slíka heildarniður-
stöðu, hvort sagan geti sagt okkur eitt-
hvað um samtíð höfundarins. Hvort vak-
að hafi fyrir höfundi að gera skil ein-
hverjum samtíðarvandamálum eða hvort
einhverjir þættir úr þjóðfélagi 13du aldar
kunni að speglast í sögunni þótt höfund-
ur hafi ekki beinlínis hugsað sér slíkt. Ég
hef áður13) leitt rök að því að Laxdæla
saga kunni að geyma meðvitaða eða ó-
meðvitaða gagnrýni á samtíð höfundar-
ins, m. ö. o. að höfundur þeirrar sögu noti
greinilega samtímaviðburði í sögunni og
að sá tími er höfundurinn lifði speglist
að einhverju leyti í sögunni. Það mun
reynast hverjum höfundi harla erfitt að
losna undan áhrifum samtíðar sinnar
þótt hann láti sögur sínar gerast á öðru
tímaskeiði við aðrar menningarlegar og
þjóðfélagslegar aðstæður.
Hvernig skyldi þá 13da öldin speglast
í Hrafnkels sögu? Ég vil taka fram að ég
vil aðeins varpa fram hugmyndum án
nokkurra fullyrðinga. Ég hef áður getið
þess að mér virðist sagan fyrst og fremst
snúast um völd og höfðingjatign. Höf-
undur Hrafnkels sögu hefur lifað mestu
upplausnartíma íslenskrar sögu og vænt-
anlega fjörbrot íslenska þjóðveldisins, ef
marka má hefðbundna tímasetningu sög-
unnar. Á þessum tímuin gerbreytist
valdakerfi hins islenska þjóðfélags. Meðal
annars fer goðaveldið algerlega úr sín-
um föstu skorðum og líður loks undir lok.
Óþarft ætti að vera að rekja þá sögu hér.
Mér virðist sagan vilja sýna fram á að
hinar fornu höfðingj aættir séu eðlileg-
astir leiðtogar þjóðfélagsins. Höfðinginn
hefur vitsmuni, áræði, reynslu og afl til
að veita öðrum forsjá. Þrátt fyrir á-
kveðna galla Hrafnkels er hann samt sá
sem á að ráða.
í þessu sambandi vil ég benda á þrjú
atriði. Goðaveldinu er ógnað utan frá.
Á 13du öid eru tvö utanaðkomandi öfl
sem raska hlutföllum goðaveldisins, ann-
ars vegar hið alþjóðlega kirkjuvald, hins
vegar norska konungsvaldið. Þó má segja
að fulldjarft sé að skoða þá Þjóstarssyni
sem tákn erlendrar ógnunar við goða-
veldið, sem Hrafnkell er þá fulltrúi fyrir.
Eftir þjóðveldislok urðu biskupar flestir
norskir. Þar eru komnir valdamenn sem
settir eru yfir íslendinga af utanaðkom-
andi aðilja. Þeir eru ekki sprottnir úr
röðum landsmanna og eiga sér engan
grundvöll meðal þess fólks sem þeir eru
settir yfir. Hér má einnig segja að hæpið
sé að álykta að Sámur sé tákn slíkra
yfirmanna og Þjóstarssynir fulltrúar
hins erlenda kirkjuvalds. Loks má benda
á að togstreita verður á 13du öld milli
goða og bænda.14) Dæmi eru um bændur
sem urðu býsna sjálfstæðir gagnvart goð-
unum, og sú skoðun bænda kemur meira
að segja fram að best væri að hafa enga
goða. Efnaðir bændur hafa stundum að
nokkru leyti komið í stað goða hvað for-
ystuhlutverk snertir eftir að goðorðin
söfnuðust á fárra manna hendur. Væri
ekki hugsanlegt að höfundur Hrafnkels
sögu vildi sýna fram á vangetu bænda í
höfðingjahlutverki og yfirburði goðanna?
Ég hef að minnsta kosti tilhneigingu til
að líta á höfund Hrafnkels sögu sem mál-
svara hinna fornu höfðingjaætta. 4
1) Hrafnkatla. Studia Islandica VII (1940).
2) Landnámabók. islenzk fornrit I 2 (1968),
bls. 397.
3) Sama rit 396.
4) Hrafnkels saga Freysgoða. íslenzk úrvals-
rit 1. Þriðja prentun (1971) 9.
5) Hrafnkels saga og Freysgyðlingar (Rvik.
1962); Siðfræði Hrafnkels sögu (Rvík.
1966); Art and Ethics in Hrafnkels Saga
(Copenhagen 1971).
6) Etiken i Hrafnkels saga Freysgoða.
Scripta Islandica 21, bls. 31.
7) Hrafnkels saga, íslensk fornrit XI, 124.
8) Siðfræði Hrafnkels sögu, 66.
9) íslensk fornrit XI 100.
10) Íslensk fornrit XI 99.
11) íslensk fornrit XI 125.
12) Sama rit, sama bls.
13) Laxdæla saga — en tidskritik? Arkiv för
nordisk filologi 86 (1971).
14) Sjá grein Gunnars Karlssonar: Goðar og
bændur. Saga 1972.
Bertolt Brecht:
Homer átti ekkert heimili
og Dante hlaut að yfirgefa sitt
Lí Pó og Tú Fú ráfuðu gegnum borgarastyrjaldir
sem kostuðu 30 milljónir lifið
Evripides var hótað málsókn
og hinn deyjandi Shakespeare mýldur
Frangois Villon fékk ekki bara listagyðjuna
í heimsókn
heldur lögregluna líka
Lucretius var nefndur „hinn heittelskaði"
en líka færður í bann
Þannig fór og fyrir Heine
og þannig varð líka Brecht að flýja
undir hið danska stráþak.
Brecht: Ég hef frétt aS kóngurinn drekki ekki
Ég hef frétt að kóngurinn drekki ekki
éti hvorki svínakjöt né reyki
að hann búi í venjulegu húsi.
Ég hef líka frétt að herinn
svelti og bíði ósigur á vígvellinum.
Hve miklu betra væri þá ekki að vera í landi
þar sem menn segðu:
Kóngurinn situr fordrukkinn I ríkisráðinu
eftir pípureyknum breytir hann lögunum.
Herinn er ekki til.
Thor Vilhálmsson þýddi.
66