Samvinnan - 01.12.1973, Blaðsíða 63

Samvinnan - 01.12.1973, Blaðsíða 63
Heimspekilegt mikilvægi innhverfrar íhugunar Vestræn hugsun hefur nokkrar undan- gengnar aldir átt í vandræðum, og hún hneigist til að vísa á bug öllum tilburð- um í þá átt að mynda fræðikenningu um uppsprettu hugsunar í vitundinni. Fimm hliðar þessa vanda hafa verið ræddar. Þær eru, að þvílík reynsla vit- undar í sjálfri sér 1. sé ekki raunsönn, 2. sé ekki kleif, 3. hlyti að vera innantóm, 4. væri óvísindaleg, 5. hefði ekkert merkingarlegt gildi. Færð voru rök fyrir því, að engin þeirra útiloki í rauninni möguleikann á að setj a fram vísindakenningar um upp- sprettu hugsunar í vitundinni. En mikill munur er á að hrekja andmæli við möguleikanum einum á framsetningu slíkra kenninga og að koma sómasam- lega í verk raunhæfri gerð kenninganna. Nú verða leiddar að því líkur, að inn- hverf íhugun (transcendental medita- tion), eins og Maharishi Mahesh Yogi kennir hana, leggi traustan grundvöll að framsetningu slíkrar kenningar. 1. Innhverf íhugun er kerfisbundin tækni, sem sérhverjum áhugamanni er leikur einn að læra og iðka. Hún gerir engar kröfur til gáfnafars eða annarra hæfileika og krefst engrar sérstakrar lífsskoðunar. Tæknin er einungis komin undir nægum áhuga til að eyða nokkrum klukkustundum í að ná valdi á henni. Margir þeirra, sem iðka innhverfa íhugun, skýra fljótlega frá því, að þeir hafi öðlazt reynslu, er þeir lýsa ýmist sem „hrein vökuvitund“, „vakandi hið innra án nokkurs hugarstarfs", „var ekki sof- andi, en varð ekki var við neitt á- kveðið“, o. s. frv. Slíkar lýsingar benda til þess, að innhverf íhugun sé umtalsvert hjálpartæki til að reyna vitund í sjálfri sér. 2. Huglæg tilfinning fyrir tímarásinni er sögð hverfa algjörlega þegar farið er yfir mörk hugarstarfsins („trans- cending“), eins og komizt er að orði um reynslu þessa. Því virðist við fyrstu athugun ástæða til að ætla, að hér sé um að ræða ótímabundið innsæi. 3. Reynslan er sögð vera af engu sér- stöku — einungis „ég var þarna“, „hvílandi vaka“, o. s. frv. Ekki er skil- greint neitt efni við upprifjun reynsl- unnar, en engu að síður muna menn hana glögglega og geta greint hana frá tómi meðvitundarleysis. 4. Reynslunni er náð með því að fylgja aðferðum, sem fá hugann fyrirhafnar- laust til að hverfa frá öllu venjulegu viðfangi sínu við skilningarvit og rök- ræna hugsun yfirleitt. Það er því ekki að sjá sem reynsla þessi brjóti á nokkurn hátt í bága við þá viður- kenndu mælikvarða, er vísindin hafa tileinkað sér við mat á unninni reynslu. 5. Þessi reynsla djúprar íhugunar kem- ur fram þegar athyglin hefur smám saman verið leidd frá skilningarvitum og skýranlegum hugsunum. Sem hún er ljós orðin, er hún nefnd (ýmist „hvarf“ eða „tær vitund“) og rædd af fjölmörgum iðkendum innhverfrar íhugunar. Síðustu áratugi hefur verið sýnt fram á sambandið milli huglægrar draumreynslu og samsvarandi lífeðl- isfræðilegs ástands líkamans. Svip- aður samanburður hefur einnig verið gerður undanfarinn áratug á ástandi líkamans við iðkun innhverfrar íhug- unar, sem er huglæg tækni, og ástandinu við aðrar sérstakar aðstæð- ur. Rannsóknirnar ijá lýsingum mis- munandi hugarástands hlutlægni og virðast gefa þeim hlutlæga merkingu. En hafa verður hugfast, að fjallað hefur verið um drauma í ræðu og riti síöan sögur hófust og merkingarlegt gildi þeirra er gjörsamlega óháð ný- tízku lífeðlisfræðirannsóknum. f sama mæli hafa lýsingar á djúpu hug- leiðsluástandi sitt gildi án líffræði- legra rannsókna okkar daga. Á hinn bóginn lofa lífeðlisfræðilegar rann- sóknir á ástandi likamans, meðan á huglægri reynslu vitundar í sjálfri sér stendur, góðum stuðningi við gerð vísindakenninga um reynslu þessa, orsakir hennar og áhrif. Og vissulega má búast við örum vexti þesskonar rannsókna næstu ár. Með tilliti til ofangreindra atriða má með sanni segja, að iðkun og árangur innhverfrar íhugunar komi fyllilega til móts við sögulegar andbárur við mögu- leikanum á að reyna og fjalla fræði- lega um uppsprettu hugsunar eða vitund í sjálfri sér. Ætla mætti, að hornsteinn hafi verið lagður að uppbyggingu áhuga- verðrar vísindagreinar, sem fæst við sköpunargáfuna, þeirrar vísindagreinar sem fjallar um reynslu og skilning á upp- sprettu hugsunar í vitundinni. Athugasemdir 1. Þetta er einn höfuðþáttur kenninga Plat- ons um verðandina, þar sem segir, að „lægri svið“ vökuvitundarinnar séu aðeins svipir „æðri“ andlegra sviða, sem á hinn bóginn eru skuggsjá hins algjörlega góða. Sjá til- visanir í athugasemdum 2 til 5. 2. Sjá Lýðveldið VI, 505 a—b. 3. Námskröfur Platons voru næsta strangar. Tvö eða þrjú ár voru tileinkuð íþróttum og tónlist til samstillingar á sál og líkama. Þá var mönnum gert að verja tíu árum til stærðfræðiiðkana í því skyni að eðla hug- ann. Því næst fékk nemandinn fimm ár til æfinga í rökleiðslu (dialectic). Gera varð hlé á rökleiðsluæfingunum í fimmtán ár til starfa í þágu almennings, áður en leyfi fékkst til endanlegs, stöðugs náms í rökleiðslunni. Lýðveldið, III, 410c—412d. Sbr. sama verk VII, 536d—537d, 539d—540c. 4. Rökrænt samhengi þessarar aðferðar kemur ekki aðeins fram í samlíkingu við sólina, heldur einnig í hinni frægu dæmi- sögu um hellinn. Sama verk, VI 509b—518d. 5. Ýtarlegar skýringar á þessu hlutverki rök- leiðslunnar er að finna í grein minni, „Plato’s Republic, a Treatise on Meditation“ í Journal Jor the Study of Consciousness, 4. hefti nr. 2. 6. Gaman er að bera saman hugleiðingu Descartes og rökleiðslutækni Platons. Báðum er ætlað að færa athyglina frá hversdags- legri einbeitingu við skynfærareynsluna og viðkvæmar hugsanir til undirstöðu hugar- starfsins. Hins vegar eru menn yfirleitt sam- mála um að Platon hafi í huga einhverja beina reynslu þar sem aftur á móti er álitið, að Descartes hafi beitt rökfærslu í bókstaf- legum skilningi. 7. Þetta er mjög einfölduð endursögn á af- stöðu Kants, en hún nægir efni þessarar hyglu, sem fjallar aðallega um möguleikann á innsæi óháðu tíma og rúmi. Þeim, sem vilja kynna sér skoðun Kants í smáatriðum, skal vísað á verk hans Critiques of Pure Reason, s. 83—90, 129—169, 229—383, í óstyttri þýðingu Norman Kemp Smith. (Þýðandi hyglunnar er ekki heimamaður í heimspeki og verða því tilvísanir höfundar í enskar gerðir frumtexta að nægja, þótt aðrar útgáf- ur kynnu að vera íslenzkum lesendum nær- tækari). 8. Sartre leikur sér samt sem áður stundum að hugmyndinni mn gjörsamlega ópersónu- gerða vitund, sem lægi öllum hugsunum til grundvallar. En einungis er unnt að reyna hana fyrirvaralaust, í skyndilegri birtingu. Sartre heldur því fram, að þar sem reynsla þessi valdi ótta, geti hið eiginlega sjálf ekki verið af þeirri ómenguðu vitund — því að hví skyldi sjálfið óttast eigið eðli? Sjá The Transcendence of the Ego, í þýðingu Willi- ams og Kirkpatriek, Noonday Press, New York, s. 91—93, 101—102. 9. Sbr. þá ítrekuðu skoðun Sartres, að „hver sem segir „vitund" hann segir „gjörvöll vit- undin““, sama verk s. 393. Það er að segja „vitund" inniheldur ekkert, sem megni að gefa því meira eða minna gildi en hverri annarri reynslu. 10. Sbr. bók P. F. Strawsons, Individuals, Doubleday Anchor, New York, s. 6—10, 31—2, 92—106, þar sem hann færir fyrir því rök, að tungumálið skírskoti til ákveðinna þekktra fyrirbæra, sem aðallega miðast við efnis- kennda hluti. Til vitundarstigs (og umfram allt til vitundar í sjálfri sér) er einungis unnt að skirskota með hliðsjón af þesskonar al- mennum áþreifanlegum hlutum. Þar eð hvorki er hægt að samsama vitund neinum efnisþáttum né heldur skilja hana skýrgrein- anlega frá þeim, virðist engin leið að bera á hana kennsl, tileinka sér hana og skírskota til hennar. 11. Sbr. bók Sidney Shoemaker, Self-Know- ledge and Self-Idendity, Cornell University Press, New York, s. 92—106. Þessi og aðrar skemmtilegar rökfærslur gegn möguleikanum á því að kynnast sjálfinu sem ómenguðum huga eru settar fram bókina endilanga. 12. Sbr. bók Gilbert Ryle, The Concept of Mind, University Paperbacks, Barnes & Nobble, N.Y., s. 245—56, 266. 13. Sama verk, s. 195—9 14. Staðhæfingin „til eru staðhæfingar, sem hafa merkingu“ er í álika sérstöðu: hún heldur ræka staðreynd, en getur þrátt fyrir það aldrei verið röng. Gaman væri að safna slíkum staðhæfingum og prófa þær með hliðsjón af beinni skírskotun þeirra til at- hugenda, sem hugsa, ætla, halda einhverju fram o. s. frv. Sigurþór Affalsteinsson þýddi. 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.