Samvinnan - 01.12.1973, Blaðsíða 47

Samvinnan - 01.12.1973, Blaðsíða 47
að skreyta steypuna. Ef nokk- uð er hörmulegt og öfugsnúið í skipulagsmálum okkar, þá er það þetta að reisa vegg fyrir fallegasta útsýni i borginni og kasta svo nokkrum krónum i skreytingu á honum til að friða samvizkuna. Og það meira að segja eftir að ég var búinn að fara með kvikmyndatöku- vél um sömu slóðir fyrir nokkr- um árum með það sæmilegri athygli sjónvarpsgesta, að sið- an hafa ekki sézt islenzkir arkítektar þar á skermi — að sjálfsögðu. Stefán: Auðvitað er nauðsyn- legt að mála það sem hverfur! Jón: Samskonar röksemdir komu fram í sambandi við þetta fræga þjóðarbókhlöðu- mál. Þá báru háskólamenn og fleiri það á borð, að viðfangs- efnið væri það sérstaks eðlis, að ekki kæmi til mála að hafa hugmyndasamkeppni um það. Um bílskúr er þó sjálfsagt að hafa hugmyndasamkeppni, en þegar verkefni er sérstaks eðlis skulu fagmenn ekki fjalla um það. Að vísu sagði nú Frank heitinn Lloyd Wright, vinur minn, að góð list gæti aldrei orðið árangur af samkeppni, vegna þess að í dómnefnd sæti meðalmennskan og gæti þaraf- leiðandi aldrei verðlaunað ann- að en meðalmennskuna, enda tók hann aldrei þátt í sam- keppni. Hinsvegar hefur því ver- ið haldið fram með góðum rök- um, að til þess að geta ýtt við Jón: Sannleikurinn er sá, að drulla verður alltaf drulla, þó hún sé myndskreytt. Hörður: Það væri náttúrlega upplagt verkefni fyrir popp- listamennina að mála Esjuna og Viðey á þennan vegg. Jón: Betra væri nú sennilega að fá natúralískan landslags- málara til að mála þetta i rétt- um mælikvarða. Stefán: Röksemdirnar fyrir þessum vegg eru kannski það snjallasta af öllu saman. Þær voru eitthvað á þá leið, að öku- menn mundu láta truflast af hinu fagra útsýni og aka útaf. kerfinu, klofið það á einhvern hátt, eigi að hafa hugmynda- samkeppni um allar stærri byggingar í landinu, því það er ljóst mál, að ástandið get- ur aldrei orðið verra en það er nú. Svo er sýndur litur á þessu við og við, en aldrei í alvöru, enda tómt grín. Þegar Skipu- lag ríkisins átti 50 ára afmæli, var efnt til hugmyndasam- keppni. Það var horfið frá að taka eitthvert tiltekið verkefni fyrir, heldur er viðfangsefnið einfaldlega kaupstaður á ís- landi og umhverfi hans, hvaða kaupstaður sem er. Hingaðtil hefur þótt nógu erfitt að dæma í samkeppni um eitt tiltekið verkefni þar sem 10-20 menn skila hugmyndum, því það get- ur oltið á ákaflega litlu hvaða hugmynd sé bezt. Árangurinn af þessari samkeppni varð sá, að 6 eða 7 hópar skiluðu til- lögum, hver frá sinu plássi. Hvernig á að meta þessar úr- lausnir og bera þær saman? Árangurinn verður vitaskuld enginn annar en sá, að allar þessar úrlausnir liggja hjá Skipulagi rikisins og það getur gramsað í þeim að vild eða ráðinn hver hópur til hvers verkefnis án nokkurs saman- burðar á hæfni, sem er þó til- gangur sérhverrar alvörusam- keppni. Gylfi: Má ég að endingu segja, að ég trúi ekki að við getum haldið áfram að starfa að myndlist í landinu á þeim grundvelli sem nú er, semsé að láta markaðinn ráða hverjir spjara sig.Við hljótum að þrýsta á um, að tekinn verði upp svipaður háttur og með Sin- fóníuhljómsveitina, að mynd- listarmenn verði ráðnir til rik- isins til að búa til list, sem ríkið á síðan, að byggðar verði vinnustofur handa listamönn- um og þeim sköpuð mannsæm- andi aðstaða til starfa. SAM: Væntanlega þurfum við að gera róttækar breytingar á ríkisskipulaginu til að þetta nái fram að ganga. Guðrún: Þyrfti þá ekki að byggja slíkar vinnustofur í þessum nýju og vonlausu hverf- um okkar? Gylfi: Að sjálfsögðu. En spurn- ingin er náttúrlega, hver eigi að byggja vinnustofur fyrir listamenn? Guðrún: Það er nú byggt fyrir ýmsa aðila i þessu þjóðfélagi. Jón: Hvernig er með Kjarvals- húsið á Nesinu? Ætli standi til að fara að nota það? SAM: Þar höfum við talandi dæmi um íslenzka hégómann og pjattið. Þó er kannski enn átakanlegra dæmi nýja Mynd- listarhúsið á Miklatúni, þar sem mér skilst að arkítektinn hafi fengið algerlega frjálsar hendur. Sá óskapnaður er kannski til einhverra hluta nytsamlegur, en það er af og frá að hann geti nokkurntíma orðið nothæft myndlistarhús. Þar koma fram allir verstu eiginleikar mónúmentalismans, á sama tima og hlutverki húss- ins er algerlega gleymt eða það er að minnstakosti gersamlega misskilið. Á þeirri döpru nótu skulum við ljúka þessari um- ræðu. + Olafur Gunnarsson: HEIMUR brestur skauzt um rúðuna ískur [ hemlum og andlit afmyndað af reiði ég hljóp eins hratt og ég gat en þó fannst mér fætur mínir fastir við gangstéttina og stöðugt á eftir másið í þessum stóra manni dyrnar upp stigann heima í hendingskasti inní skáp og ég sit einn hræddur innan um skótau og skrúbbur þungt snöggt fótatak barið og reiðileg rödd: jú víst hljóp strákurinn hér inn ég skal lemja helvítið framrúðan fór í mask þetta er mörg hundruð króna skaði á bílnum en hann ver án þess að finna þig fótatakið vjarlægist og hurðin skellur þögn og löngu síðar læðistu fram ekki kom okkur til hugar að þú kastaðir snjó hvað þá klaka í bíla eins og götustrákur segja þau nú lætur lögreglan lýsa eftir þér í útvarpinu þú skalt vara þig á svonalöguðu kall minn það var leitt að vita ekki hvar þú varst við hefðum svo sannarlega látið manninn vá þig og með ótta í brjósti hlustar átta ára patti á útvarp um kvöldið — en verður undrandi og yfir sig feginn: þulurinn getur hans ekki í innlendum fréttum Bóla í Skagafirði. Dæmi um samkeppni 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.