Samvinnan - 01.12.1973, Blaðsíða 28

Samvinnan - 01.12.1973, Blaðsíða 28
arkítektúr er ekki verri þó hann sé danskur. Jón: Það er nú ekkert danskt við Búnaðarbankann. í sinum stærstu verkum hefur Dönum tekizt sæmilegast upp með því að líkja eftir öðrum. Hörður: í stórum dráttum get- um við sagt að menntun ís- lenzkra arkítekta hafi verið bundin við Danmörku. Jón: Það er engin ástæða til að áfellast Dani fyrir eitt eða annað verk sem hér hefur verið unnið af íslenzkum. Þar er við okkur sjálfa að sakast að hafa ekki vaxið uppúr Dönum. Hörður: Ég var ekki að áfellast Dani, heldur einungis benda á, að einn arkítekt heldur því fram að annar arkítekt líki eftir dönskum arkítektúr. Jón: Það var ekki um það að ræða, heldur fluttum við inn norsk og dönsk hús. Stefán: En gengum við ekki í gegnum þessar sömu þrenging- ar til dæmis á bókmenntasvið- inu? Voru ekki flestir staddir erlendis sem skrifuðu á ís- lenzku á síðustu öld? SAM: Það ætlar að ásannast að íslendingum sé tamara að fjalla um fortíð sína en nútið! En nú held ég við ættum að reyna að koma inní nútimann. Með fyrri heimsstyrjöld og full- veldi verður greinilega hugar- farsbreyting eða hvað á að kalla það, menn taka upp með tvíefldum krafti þjóðernis- og þjóðræknisstefnu síðustu aldar, og nú er ákveðið að búa til sérstakan íslenzkan byggingar- stíl, sérkennilegan fyrir land okkar og menningu. Menn fara uppi fjöll og skoða stuðlaberg, hamraborgir, fjallatinda, og komast að þeirri niðurstöðu að þar sé fundin fyrirmynd nýrr- ar húsagerðar. Þarna er semsé um að ræða meðvitaða tilraun til að skapa séríslenzkan arkí- tektúr. Hörður: Við förum of fljótt yfir sögu. Ég vil koma að því sem Gísli hefur verið að orða hér. Þróunin er sú, að íslenzk- ur arkítektúr, íslenzk listiðn og islenzk höggmyndalist á 19. öld eiga vöggu sína í Kaupmanna- höfn. Og hve lengi varir það á- stand? Þessar listir eiga vöggu sina í Kaupmannahöfn alveg framtil 1940. Jón: íslenzk byggingarlist á auðvitað sína vöggu í Noregi, fyrr og vonandi síðar. Hörður: Nei, ég er að tala um þetta tímabil. Fyrsti íslending- ur á seinni hluta 19. aldar, sem fer að hugsa um byggingarlist sem slíka, en ekki sem alþýðu- arkítekt, er Helgi Helgason tón- skáld. Síðan kemur Rögnvaldur Ólafsson, síðan Guðjón Sam- úelsson sem er alinn upp í ó- mengaðri nýklassík, og á eftir honum kemur Sigurður Guð- mundsson. Eftir það verða skil, og það má segja að nútíminn í þessari grein verði kringum 1930. Öll þessi deigla, hugsana- tengsl og samskipti eiga sér stað í Kaupmannahöfn. Síðan skeður það, að eftir 1940 hætt- um við að hafa samband við þessar gömlu og grónu mennta- stofnanir og höfum ekkert fyr- ir í landinu. Þá byrjar ballið fyrst fyrir alvöru. Þessvegna eru stríðsárin seinni örlagaár- in. Guðrún: Við erum að tala um, að ekki hafi verið mikið um íslenzka arkítekta hér áðurfyrr. En á sama tima voru arkítekt- ar ákaflega fátíðir i þessum löndum, sem við erum að tala um. Yfirleitt voru það trésmið- ir, sem höfðu lagt sig eitthvað svolitið eftir því að teikna, sem byggðu húsin. Það var í mesta lagi að fenginn væri arkítekt til að setja aðeins snitt á hús- in. Þannig var ástandið líka í nágrannalöndunum. Það er eiginlega það sama sem gerist með Rögnvald Ólafsson: hann er fyrst og fremst í þessu fínna dóti hér, eftir að hann kemur heim. Guöjón Samúelsson SAM: En mig langar að fá fram, hvað gerist í íslenzkri byggingarlist með Guðjóni Samúelssyni. Hann fær völdin, og hvernig beitir hann þeim? Gylfi: Hann tengist Jónasi Jónssyni og fær einstæða að- stöðu. Jón: Hann byrjar náttúrlega að teikna stórbyggingu, áður en hann er búinn að ljúka prófi, sem er dæmigert fyrir meðferð þessara mála hér á landi og hefur svo sannarlega ekki breytzt. 28 Guðjón Samúelsson: Þjóðleikhúsið. Hörður: Sjáið þið bara hvernig hann teiknar. Það er þýzka sendiráðið við Túngötuna. Það er skólaverk, hrein eftirlíking danskrar húsagerðar. Jón: Ekki nóg með það. Hann er gerður að hirðarkítekt, og það þoldi hann ekki. Ég veit ekki hvort það stafaði af því, að hann hafði ekki til að bera nógu djúpa og víðtæka mennt- un í sínu fagi — eða að það þarf sterk bein til að þola góða daga — en hann verður nokk- urskonar „þjóðarkítekt", að visu hirðarkítekt undir öruggri stjórn. Mér kom hann í hug þegar ég var að lesa um Speer, þýzka arkitektinn sem Hitler gerði að sínum persónulega arkítekti. Það sem hann gerði var ekki til umræðu, og hann var af eðlilegum ástæðum ekki sérlega vinsæll af starfsbræðr- um sínum. í sinum beztu verk- um sýnir Guðjón Samúelsson vilja sem er framar þeim vilja sem ég hef enn í dag séð hjá íslenzkum arkítektum: Hann reyndi að skapa eitthvað. Ég nefni bara Sundhöllina, Mjólk- urstöðina við Snorrabraut eða jafnvel Þjóðleikhúsið, með öll- um sínum göllum. Það var á- kveðinn vilji og styrkur í hon- um, sem maður saknar átakan- legast hjá kollegum hans í dag. Gísli: En eru þetta nema tvær eða þrjár byggingar? Jón: En það er ekki fjöldinn, ekki magnið, heldur gæðin sem skipta máli — eða hvað? Gísli: Ekki mundi ég segja, að þessar byggingar sem þú nefndir væru arkítektúr. Jón: Það er spurning um það, hvernig þú byggir upp hús, hvernig þú tjáir hugmyndir þínar arkitektónískt, bæði að því er varðar skipulag og list- rænt útlit. Við þurfum ekki annað en bera saman skipulag Laugardalssundlaugarinnar og Sundhallarinnar. Einföldustu skipulagsatriði eru ekki leyst af hirðarkítektunum núna, en þau leysti Guðjón, hvort sem hann hafði fyrirmyndir ann- arsstaðar frá eða ekki. Hörður: Mér finnst það rétt sem Jón segir, að við getum ekki farið að brjóta Guðjón Samúelsson til mergjar sem listamann. Eftir að ég er far- inn að eldast og stillast finnst mér hann mjög merkilegur maður, og aðalatriðið til skil- greiningar á honum finnst mér vera það, að hann fæðist sem nýklassiker og verður rikis- arkítekt, fær mikið að gera og einn áhrifamesti stjórnmála- maður i landinu dáir hann, en það er meira sem skeður: upp- úr 1930 fara að koma ungir arkítektar inná skrifstofuna til hans með allt aðrar hugmynd- ir, og þeir hafa síðan áhrif á hann og breyta hans stíl. Jón: Nei, þetta er algerlega í andstöðu við söguna og yfirleitt útlit allra húsa í Reykjavík, mér liggur við að segja guðisé- lof, þar sem styrkleiki hans var ekki á nægilega traustum grunni. Guðrún: Ég tek undir það. Jón: Það sem ég sagði um, að hann hefði ekki þolað góðu dagana, skírskotaði meðal ann- ars til þess, að hann varð ekki viðmæ'andi, eftir því sem mér hefur skilizt. L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.