Samvinnan - 01.12.1973, Blaðsíða 57

Samvinnan - 01.12.1973, Blaðsíða 57
kirknanna í Addis Abeba 1971 (hér er um að ræða þær kirkjur sem sögðu skilið við vesturkirkjuna eftir kirkjuþingið i Khalkedon árið 451). Segja má að með því hafi verið stigið fyrsta skref í þá átt að útkljá deiluna um, hver sé hinn sanni arftaki Markúsar. Shenoute III heimsótti grísk-orþódoxa patríaikann af Alexandr- íu, Nikólaos VI, á föstunni í fyrra, og þeir urðu ásáttir um raunhæft samstarf. Þannig tekur koptíska kirkjan nú við 30 yfirgefnum griskum kirkjubyggingum í óshólmunum. Koptískar útflytjendakirkjur Samskiptin útávið hafa sömuleiðis auk- izt eftir að patríarkinn heimsótti á liðnu ári höfuðstöðvar orþódoxu kirkjunnar: Moskvu, Búkarest, Istanbúl, Aþenu og Damaskus. Hinar mörgu koptísku út- flytjendakirkjur auka einnig samskiptin útávið. í Ástralíu búa til dæmis 5000 koptar, og víða annarsstaðar í heiminum hafa koptískir prestar verið fengnir til að þjóna söfnuðum útflytjenda. Það á við um Bandaríkin, Kanada og ýmis lönd Evrópu. Jafnframt fær Kenýa brátt eigin koptískan biskup, afríska munkinn Mark- ús sem stundað hefur nám í Kaíró. Hann á að stjórna fjölmennri innlendri kirkju- deild. Ég átti tal við hann í fyrrasumar, og hann lét í ljós mikla ást á hefðum koptísku kirkjunnar, en hann varaði við því að endurtaka mistök evrópskra kristniboða, semsé þau að reka kirkju- lega heimsvaldastefnu með því að þvinga form og hugsunarhátt framandi menn- ingar uppá fólk sem býr við eigin menn- ingarhefðir. „Það eru ekki formin, held- ur innihaldið sem þau miðla, sem ræður úrslitum,“ sagði hann. Fyrir tveimur árum var að frumkvæði Aþanasíosar biskups komið á fót samfé- lagi líknarsystra í Kaíró. Þær eiga að starfa að líknarstörfum og boða með- bræðrum sínum af öðrum trúarbrögðum fagnaðarerindið með kristindómi í verki. Þetta er eftirtektarvert framtak, þegar haft er i huga, að egypzku nunnuklaustr- in hafa eingöngu helgað sig íhugun. Það er einnig mikilvægt, að svæðið, sem heyrir undir biskupinn yfir Boheira og Tahrir í óshólmunum vestanverðum, hefur verið stækkað til þeirra muna, að það nær nú yfir gervalla Norður-Afríku og Spán. Snemma á siðasta ári fór Pakóm- ios biskup í fyrstu yfirreið sína um svæð- ið. Líbýa hefur fengið fyrsta koptíska prestinn, og ætlunin er að koma upp sálusorgunarmiðstöð i Alsír. Þetta fram- tak er athyglisvert. Svo virðist sem kopt- íska kirkjan sé að verða sér meðvit- andi um hlutverk sitt sem stærsta kristna kirkja í hinum múhameðska heimi. Ennfremur getur þetta framtak átt þátt í að skapa mótvægi gegn til- raunum múhameðskra ríkisstjórna til að kæfa kirkjuna. Kirkia og ríki Afturámóti hefur kirkjan ekki komizt hjá að láta nota sig í pólitísku augnamiði. Patríarkinn hefur orðið að styðja stefnu Eftir guðsþjónustu kveður söfnuðurinn föður Bishoi, sem hefur skírt 20 múhameðstrúarmenn. (Mynciir: Ole Skjerbœk Madsen). ríkisstjórnarinnar gagnvart ísrael. Þann- ig sagði Shenoute III patriarki við vígslu koptískrar kirkju í Líbýu, sem Libýu- stjórn hafði gefið, að kirkjan og mosk- an, kirkjuturninn og bænaturninn mundu taka höndum saman og standa sem einn maður gegn árás ísraels. Patríarkinn hef- ur einnig heimsótt vígstöðvarnar við Súez- skurðinn. Egypzka stjórnin hefur líka kunnað að færa sér í nyt ýmislegt sem gerist inn- an koptísku kirkjunnar. Þegar María hóf opinberun sína 1968 í kirkju í Zeitun, útborg Kaíró, sögðu egypzku blöðin ýtar- lega frá þessum viðburði — einnig A1 Ahram. Bæði múhameðstrúarmenn og kristnir menn höfðu séð sýnina, og menn af báðum trúarbrögðum höfðu hlot- ið lækningu. í augum stjórnvalda mátti nota þennan viðburð til að sýna einingu þjóðarinnar og að Guð væri með þjóðinni, þegar hún stæði einhuga gegn hinum ísraelska fjanda. Og þegar haldið var uppá fjögurra ára afmæli opinber- unarinnar í lok marz 1972, var ekki nema eðlilegt að ríkisstjórnin gæfi sem svarar um tveimur og hálfri milljón íslenzkra króna til að stækka þennan pílagríma- stað, þar sem meðal annars var ætlunin að koma upp pílagrimahæli. Sadat hef- ur þörf fyrir stuðning fólksins, einnig kristna minnihlutans. Eigi að síður hefur kirkjan látið mjög til sín taka. í fyrravor voru um 20 múha- meðstrúarmenn skírðir til kristinnar trú- ar í koptísku kirkjunni Marí Gírgis í Alexandríu af föður Bishoi. Þetta vakti nokkra óró, og talið er að það hafi verið 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.