Samvinnan - 01.12.1973, Blaðsíða 52
leið og hann sleppti orðunum fann hann,
hversu ólíkur hann var sjálfum sér. Það var
eins og annar maður stæði við hlið hans og
það væri sá sem talaði.
„Bölvað rugl er þetta,“ sagði forstjórinn.
„Það er búið að standa þarna svo lengi og
okkur hér I húsinu þykir orðið vænt um það.“
„Ég hef aldrei heyrt annað eins. Við erum að
hefja hér framkvæmdir uppá tugi milljóna,
svo eruð þér að vola út af einni hríslu."
„Þetta er engin hrísla, heldur stórt tré og
þrösturinn er kominn og búinn að byggja
hreiðrið sitt.“
„Hvaða þröstur?"
„Þrösturinn." . . . Forstjórinn var nú farinn að
ganga um gólf og hann var ekki með þumal-
fingurna í vestisvasanum.
„Þér gerið þara eins og yður er sagt,“ þrum-
aði hann.
„Ég get það ekki.“ . . . Forstjórinn kleip sig
í kinnina eins og til þess að athuga hvort hann
væri lifandi eða heyrnin að svíkja hann og öll
stilling var farin úr augnaráðinu.
„Þá getið þér pakkað saman og farið,“ sagði
hann.
„Hvað eigið þér við?“
„Annað hvort hypjið þér yður út í port og
stjórnið þessu verki eða ég segi yður upp á
stundinni.” Þráinn stóð þarna í sömu sporum,
og teppið líkt og sogaði úr honum allan
mátt. Hann hafði gengið slginaxla og undir-
gefinn í gegnum þetta líf og nú var of seint
að rísa upp. Að vísu var konan á hans bandi,
en hvað stoðaði það úr því allir aðrir voru á
móti honum? Og nú ótti að reka hann úr
starfi, ef hann væri ekki auðsveipur og hlýð-
inn. Hann kunni ekki á neitt nema þetta
pappírsrusl. Skóflu hafði hann ekki séð í
mörg ár og fiskur var eitthvað, sem lá sundur-
skorið á fati og maður setti á diskinn sinn og
borðaði síðan. Hann átti engan leik.
„Ja — ja, eins og þér viljið,“ sagði hann og
fyrirleit sjálfan sig óendanlega. Hann fann
hvernig hælarnir á skónum drógust eftir tepþ-
inu og yfir þröskuldinn.
Þegar hann kom út í portið var kranabíllinn
að þumlungast að trénu og fjórir menn að
vappa í kring. Einn klifraði uppí tréð og
teygði sig í krikann og sótti þrastarhreiðrið.
Hann hélt varlega á því eins og hann væri
þjónn að bera bakka með ótai kokkteilglösum.
Þegar hann var kominn niður aftur, fór hann
með hreiðrið út undir húsvegg og lagði það
á svart malbikið. í því voru tvö litil egg.
Mennirnir brugðu stiálvir utan um tréð og
voldugur krókur seig úr hárri bómu. Þráinn
leit uppí gluggana. Þar var andlit við andlit og
sólargeislarnir brotnuðu í rúðunum og tvístr-
uðust. Andlit við andlit, en lamaður vilji.
Krókurinn nam nú við lykkju á vírnum og
kranamaðurinn beið þess að Þráinn gæfi merki.
Hve oft hafði hann ekki gefið fyrirskipanir, sem
brutu í bága við eigin sannfæringu? Samt stóð
hann nú þarna og tvísté. Hjartað í brjósti hans
lamdi ótt og það minnti á litinn fugl, sem hefur
villzt inní hús og einhver að reyna að hand-
sama hann. Þráinn gaf merkið og um leið
rifjaðist upp fyrir honum löngu liðinn atburð-
ur, er hann hafði verið viðstaddur kistulagn-
ingu á litlu barni.
Kraninn tók að erfiða, en tréð vildi ekki
gefast upp baráttulaust og flugbeittar axir hóf-
ust á loft. Það glampaði á þær er þær klufu
þennan yndislega sumardag. Þráinn sá hvar
ræturnar teygðu sig í angist ofan í moldina,
en um síðir hrukku þær í sundur. Sem snöggv-
ast fannst honum öll veröldin æpa, gluggarnir
á húsinu, fólkið og þetta tré, þar sem það hékk
niður úr bómunni og moldin sáldraðist ofan á
malbikið. Nú var ekkert eftir nema djúp hola
og tréð var settt á vörubíl og keyrt í burtu.
Þrösturinn flögraði yfir portinu og tveir smá-
strákar voru þarna eitthvað að slóra og annar
þeirra pikkaði í hreiðrið með spýtu. En það
skipti engu máli. Ekkert skiptir máli á svona
degi og Þráinn fór aftur inní stóra húsið, til
þess eins að bíða, bíða eftir því að klukkan
yrði fimm og reyna að gleyma þessari djúpu
holu útí porti, sem minnti hann á augntóftina
í manni sem hefur misst annað augað. Gleyma
. . . bara gleyma, hugsaði Þráinn og þröstur-
inn flögraði yfir portinu. +
andi barnsaugu. Þar var vínið sætt eins og
hunang og konurnar fagrar eins og ófundnar
perlur í djúpu kóralhafi. I glæstum höllum
hinnar miklu borgar skemmtu þeir sér í dýr-
indis sölum sem glitruðu og glóðu af silki og
skrauti. Og fagrar meyjar með rauðar varir og
bylgjandi hrafnsvarta lokka komu svífandi eft-
ir seiðandi hljómfalli strengja og gígju. Hver
nótt leið við dans og vín, kossa og hlátra,
faðmlög og ástir. Þetta var fyrirheitnalandið
sem farmennina hafði dreymt um í útlegðinni
í landi hinna dauðu. En eitt kvöld þegar dans-
inn dunaði sem hæst í ólgandi hafi af hvítum
örmum og mjúkum lokkum, tindrandi augum
og glampandi steinum verður þessum norræna
farmanni litið út í gluggann. í myrkrinu fyrir
utan sá hann fölt barnsandlit sem brosti til
hans. Yfir þessu andliti var einhver friðsæl
birta og kyrrð og línur þess voru mjúkar eins
og nýfallin mjöll og augun tær og djúp eins
og heiðalind. í þessum mildu barnsaugum sá
hann allt í einu speglast sína eigin ásjónu.
Hann horfði inn í sín eigin augu sem eitt sinn
höfðu verið eins og skyggður kristall í Ijós-
broti en voru nú eins og gruggugar dreggjar
eitraðs víns. Og þá opnuðust augu hans. Hann
sá að þessi glæsti salur var aðeins kölkuð
gröf þar sem bleikar afturgöngur stigu trylltan
dauðadans. Hann skildi að land skugganna
var land lífsins. Það voru aðeins augu hans
sem voru blind. Ævintýralandið fagra varð að
skrælnaðri eyðimörk sem hrævareldar lífsins
höfðu gyllt fyrir augum hans. Og hann grýtti
frá sér bikarnum svo hann skall í gólfið og
hrökk í þúsund mola. Þá gekk hann út, kraup
á kné við fætur barnsins, tók í hönd þess og
sagði:
Ég lýt þér í lotningu. Hver ert þú?
Ég er sál þín, hvíslaði barnið.
í sömu andrá stóð hann einn á götunni. Og
hann gekk út úr borginni til hæðanna fyrir
handan og hóf augu sín til himins. Aldrei höfðu
stjörnurnar blikað jafn bjart né litir þeirra
bragað jafn skært. Hann fann að nú var hann
auðugur. Því nú átti hann sjálfan himininn. 4
Sigurður Guðjónsson:
jdlanótt
1972
Það var heita sumarnótt fyrir nokkrum ár-
um að ungur farmaður drakk vín úr gullnum
bikar í fjarlægu landi. Hann hóf ferð sína
á hvítasunnudag frá útskögum íslands. Þá
geisaði stórhríð og napur vindur blés af heim-
skauti. Þeir sigldu enn lengra í norður í átt
að ókunnugu landi þar sem fólk kann ekki að
hlæja og getur ekki grátið. Þeir hrepptu storma
og hafvillur á leið sinni. En eftir miklar þreng-
ingar og erfiðar raunir komu þeir loks til
hafnar í óþekkta landinu. Þar börðu hregg og
hríðar utan lágvaxin bjálkahús sem kúrðu hníp-
in og dapurleg í dimmum, þéttum skógi sem
var þögull eins og tíminn og kaldur eins og
eilífðin. En mannlífið streymdi áfram eins og
þung elfa, hægt og sígandi, þar til hún sam-
einaðist á endalausu úthafinu. Svo hafði hver
kynslóð troðið sína þjáningastigu. Þannig var
það í árdaga og þannig mun það verða þegar
hringrás eilífðarinnar hefur aftur náð til upp-
hafs síns. í landi hörmunganna dvöldu þeir
fjörutíu daga og fjörutíu nætur. Og það skein
aldrei sól og það blikuðu aldrei stjörnur. Fólk-
ið var eins og gráar fjarlægar vofur og tal þess
hljómaði í eyrum þeirra eins og djúpar stunur.
Síðan léttu þeir akkerum og sigldu í gegnum
þoku og hafís í átt til suðrænna stranda. Með
hverjum degi urðu geislar sólarinnar hlýrri og
litir næturhiminsins skærari.
Loks reis ævintýralandið úr sæ eins og hvolf-
þak hins eilífa musteris. Þar skyggði aldrei ský
á sólu og stjörnurnar voru bjartar eins og blik-
Einar Björgvin:
SORGARLJÓD „SJÖTÍU OG ÞRJÚ“
það var sólskin daginn sem Jóhann missti
höfuðið í færibandið
sólin skein að sjálfsögðu jafn glatt og
áður þrátt fyrir slysið og ekki sá á fyrir-
tækinu enda greiddu tryggingafélögin ríflega
fyrir höfuðið
— það er um að gera að tryggja þessa stráka
nógu vel sagði forstjórinn
Jóhann var góður drengur og reglusamur var
hann
með sparsemi sinni og dugnaði var hann búinn
að kaupa sér hraðbát og bíl og svo átti hann
líka 310 þúsund króna hlutabréf í nýju tízku-
fataverzluninni á torginu
hann var líka búinn að tryggja sér umboð fyrir
nýrri heimsfrægri skótegund frá London
foreldrar Jóhanns höfðu aldrei áhyggjur af
honum
þau vissu að hann myndi spjara sig og það
er ekki
alveg nógu gott þegar drengir sem Jóhann
missa höfuðið í færiband
Hanna og Hannes voru æskuvinir Jóhanns
og skrifuðu minningargrein um hann
52