Samvinnan - 01.12.1973, Blaðsíða 48

Samvinnan - 01.12.1973, Blaðsíða 48
KM samvinna Kristján Ármannsson: Eru hugsjónirnar gleymdar? Á aðalfundum samvinnumanna undan- farin ár hefur mikið verið rætt um mál- gagn þeirra, Samvinnuna, og sitt sýnst hverjum. Eitt af því, sem er aðallega deilt á, er hversu lítið sé þar að finna um samvinnumál, einkum íslensk. Þetta út af fyrir sig, að vinsælasta deilumál þess- ara funda sé um Samvinnuna, ber henni gott vitni. En aftur á móti hitt, að um hreyfinguna sem slíka er alltof lítið rætt og ritað, og jafnvel andstæðingar hennar hættir að beina spjótum sínum að henni, ber vitni um hið gagnstæða, og er það öllu verra. Það er brýn nauðsyn hverri hreyfingu, að dyr hennar standi ætíð opnar frjálsum og tæpitungulausum umræðum um mál- efni hennar. Þar þurfa vindar að geta blásið að vild, og um leið hlýtur andar- drátturinn að verða léttari innan dyra. Ekki er ætlunin með þessari stuttu grein að gera neina úttekt á íslenskri samvinnuhreyfingu í dag, heldur langar mig að benda á nokkur atriði, sem væru verð umhugsunar hverjum samvinnu- manni, að mínum dómi, og einnig mætti kalla þetta tilraun til að fá fleiri til að draga penna sína úr slíðrum. Ömurleg þjóðtélagsmynd Áður en lengra er haldið, er nauðsyn- legt að reyna að gera sér grein fyrir þeirri þjóðfélagsmynd sem blasir við íslenskri samvinnuhreyfingu í dag. Við íslendingar viljum gjarnan telja okkur í hópi svokallaðra vestrænna menningar- og velferðarþjóðfélaga, þar sem lýðræði og kristin hugsun eru talin í öndvegi. Ávarp Alþjóðasamvinnusam- bandsins fyrir fáum árum lagði sinn dóm á þennan hóp, þar sem sagði frá útreikn- ingum, sem reynt var að gera á viðskipt- um þessara þjóða við þriðja heiminn. Niðurstaðan bar nú ekki vitni um af- burða jafnréttishugsjón né kristna hegð- un. Ekki hefur okkur skort vandlætingu á stjórnarfari ýmissa þjóða, sem stjórnað er að baki byssukjöftum, og víst er um það, að á okkur verkar það nokkuð harð- leikið og við sættum okkur betur að því er virðist við okkar stjórnarfar, þar sem vopnin eru ekki byssur, heldur blekking, enda meir í anda diplómatískra vinnu- bragða. fsland er vissulega lítið peð á borði þessara þjóða, en virðist þó fylgjast mjög vel með í leiknum. Mörg dæmi væri hægt að nefna. Eitt lítið en táknrænt. Ekki er langt um liðið síðan hrópað var upp vegna vandamáls sem upp var komið í íslenskum landbúnaði. Offramleiðsla á mjólk. Já, offramleiðsla á mjólk, þeirri fæðutegund sem % hluta mannkyns skortir hvað mest. Mikið getur kapítal- íska boðorðinu um framboð og eftirspurn verið þröngur stakkur skorinn. Þessi við- skipti við þriðja heiminn höfum við einn- ig mörg dæmi um hér heimafyrir. Nær- tækast er landsbyggðin og höfuðborgar- svæðið. Það er nú í dag svo margþvælt umræðuefni, þar sem allir eru sammála um, að mikið vandamál sé á ferðinni, og einnig jafnsammála um að gera ekkert því til lausnar. Þetta er nú ekki mjög fögur né ýtarleg þjóðfélagsmynd, sem hér er upp dregin, en er hún ekki jafnsönn og hver önnur? Unga fólkið og hugsjónirnar Margt misjafnt er rætt og ritað um unga fólkið eins og sennilega oft áður. Eitt er, að það skorti hugsjónir. Þetta henda ýmsir samvinnumenn á lofti og vilja segja út frá því, að hugsjón sé því miður að verða úrelt fyrirbrigði hvað hreyfinguna snertir. Þetta held ég að sé reginmisskilningur. Hitt álít ég nær sanni, að það séu þessir sömu menn sem hafa lagt hana til hliðar, því hún hafi íþyngt þeim um of á spretti þeirra eftir braut „sýndargróðahagfræðinnar“. Það var ekki unga fólkið í dag, sem stóð að því að brjóta á bak aftur tvö helgustu boðorð samvinnumanna, og á ég þar við það sem á að einkenna sam- vinnuhreyfinguna öðru fremur, þ. e. að hver félagsmaður hafi fullan rétt á við hvern annan. Þetta er brotið við fulltrúa- kjör á aðalfundi hreyfingarinnar. Hitt boðorðið er pólitískt hlutleysi. Nei, unga fólkið í dag gleypir ekki við fullyrðing- um um, að þessi eða hinn sé vondur og hættulegur af þeirri ástæðu ef til vill einni, að hann hafi ekki sömu skoðun á hlutunum. Ekki er það unga fólkið sem myndað hefur hið sterka miðstjórnarafl tveggja stærstu félagsmálahreyfinga landsins. Miðstjórnarafl sem æ meira fjarlægist fólkið, og er úr nær öllum tengslum við það. Eitthvað þætti athugavert við mann, sem stæði fyrir framan spegil og rifi kjaft við sjálfan sig. En er það ekki einmitt það sem forustumenn samvinnuhreyfing- ar og verkalýðshreyfingar gera, þegar þeir leiða saman hesta sína um kaup og kjör, óvitandi um það að því er virðist, að umbjóðendurnir eru nánast þeir sömu. Rétt hugarfar Er ekki kominn tími til fyrir samvinnu- hreyfinguna að hún fari í ríkara mæli að líta á starfsmenn sína og félagsmenn sem manneskjur, en ekki tönn í hag- vaxtarhjóli? Maðurinn i öndvegi, atvinnulýðræði og fleiri fögur slagorð hljómuðu 1. maí s. 1. Það þyrfti ekki að koma á óvart þó svo- kallaðir atvinnuveitendur tækju þessu með skilningsríku brosi á vör, þvi það 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.