Samvinnan - 01.12.1973, Blaðsíða 5

Samvinnan - 01.12.1973, Blaðsíða 5
SAMVINNUBANKINN ÁVAXTAR SPARIFÉ YÐAR MEÐ HÆSTU VÖXTUM LITIBÚ ÚTI Á LANDI AKRANESI GRUNDARFIRÐI KRÓKSFUARÐARNESI PATREKSFIRÐI SAUÐÁRKRÓKI HÚSAVÍK KÓPASKERI VOPNAFIRÐI STÖÐVARFIRÐI VÍK í MÝRDAL KEFLAVÍK HAFNARFIRÐI SAMVINNUBANKINN BANKASTRÆTI 7, REYKJAVÍK sími 20700 - ÚTIBÚ HÁALEITISBRAUT 68, RVÍK HBS Ekki held eg, að sterkir menningarstraumar hafi kom- ið með fransmönnum á skút- unum, en rétt er, að þeir komu víða við, og liklega hefur þetta með kynbæturnar verið orðum aukið. Þá er komið að „hreintungu- móðursýkinni". Ljótt er orðið. Víst eigum við hreintungu- mönnunum mikið að þakka, þó þeir hafi kannski átt til að vera öfgafullir stundum. Eg vil spyrja: Er það ekki uppgjafarstefna, að halda því fram, að ekki sé annars kostur en brúka svo og svo rnikið af útlendum orðum? Þó vil eg segja, að stundum hitti orð að utan betur naglann á hausinn en íslensk, sem falla ekki alveg að hugsuninni. Hvað gerir ekki Þórbergur stöku sinnum, við- urkenndur ritsnillingur? Þeim hefði þótt það skrýtið í minni sveit að mega ekki segja brúka, svo eg nefni dæmi, sbr. brúk- unarhross. En nú skal nýta allt í tíma og ótíma. Áttu þeir etv. að segja nýtingarhross? Annars slettu sveitungar mín- ir dönsku án þess að vita af því. Þeir töluðu um forskil á hinu og þessu og sögðu for- skillegt, hús voru brostfeldug, þeir auglýstu ekki heldur plak- ötuðu, fóru á axjón en ekki uppboð o. s. frv. og töluðu um kamesið í húsinu (er ekki her- bergi líka danska?). Eg held, að það sé skárri kostur að nota enn um sinn útlend orð heldur en tildursleg nýyrði gleypt hrá. Nú dugar ekki lengur að tala um kenn- ara í lögfræði, svo dæmi sé tekið, hann skal vera kennari í lögfræðiskor. Þá þarf væntan- lega innan tíðar kennara í hjúkrunarskor í háskólanum. Þessi tilgerðlarlqga orðasmíði hefur svipuð áhrif og lélegur brandari. Gæti ekki verið, að íslensk- unni stafi meiri hætta af stór- um dvínandi máltilfinningu heldur en nokkrum útlendum orðum sem slæðast inn í texta? Nú er orðið algengt í töluðu máli og prenti, að fólk fer rangt með orðtök og talshætti og skilur ekki merkingu þeirra. Flatneskju í máli og orðafá- tæktar gætir meir og meir. í fjölmiðlum heyrast rangar áherslur flesta daga, enskur framburður þykir fínn, setn- ingar bitnar sundur (hjakk), og „eg mundi segja“-lág- kúran bunar útúr hinum ábúð- miklu viðmælendum útvarps og sjónvarps. Hvernig líst mönnum á að fá sér „fjölómettaðar" feitisýrur til heilsubótar (dagblað í Reykjavík). Nú eru allar á- ætlanir langtímaáætlanir eða skammtímaáætlanir, ljót orð og klúðursleg. Þá er nú allt staðsett, enn ein lágkúran sem ríður húsum. Ekki má velja neinu stað eða ákveða stað, staðsetja allt. Staðsetningin lengi lifi! Fyrir nokkru las eg í póli- tísku mánaðarriti grein eftir háskólalærðan mann. Hann var að fræða okkur um „fjölþjóða- fyrirtæki" og lýsir svo fyrir okkur fávísum lesendum „fjöl- þ j óðaf y rirtæk j af yrirkomulag- inu“! Haraldur Guffnason. Af gömlum blöðum ÚR TÍMARITI KAUPFJELAG- ANNA 1897. 1. Samvinna og sjávarútvegur Það virðist eins og menn sjeu að átta sig betur og betur á þeim atriðum, sem sjávarút- vegurinn, sjerstaklega þorsk- veiðarnar, byggist á, eigi hann að keppa við aðrar þjóð- ir. Flestum kemur saman um þessi atriði: 1. Landsmenn þurfa að eign- ast nægilegan þilskipastól (seglskip eða gufuskip) til þorskveiða. 2. Innlend þilskipaábyrgðar- fjelög þurfa að fjölga eða eflast og allir að nota þau, sem skip eiga. 3. Sjómannaskólinn þarf að 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.