Samvinnan - 01.12.1973, Blaðsíða 31

Samvinnan - 01.12.1973, Blaðsíða 31
nokkuð nýstárlegu og réttu ljósi. Ég held líka að um fyrir- sjáanlega framtíð sé það ó- raunhæf hugmynd og ófram- kvæmanleg að fá alla skóla inní landið, til dæmis lista- háskóla eða arkítektaskóla. Þetta er hugsýn, sem vissulega á rétt á sér, en einsog Jón benti á, vantar alla starfs- krafta til að inna þessi störf af hendi, og ég held að við för- um á mis við margt og mikið með þvi að flytja allt nám heim. Auglýsingadeild Mynd- lista- og handíðaskólans var tekin sem dæmi, og vissulega hefur hún komið geipilega miklu til leiðar, en ég vil þakka það mörgu öðru en þessari deild, að orðið hefur bylting á þessu sviði síðasta áratug- inn. Ég vil til dæmis þakka það þeim fjölda auglýsinga- teiknara sem hafa farið utan til náms og síðan komið heim til starfa. Öllu þessu fólki fylg- ir viss þróttur og viss krafa um betri vinnubrögð og betri smekk. Hörður: Þetta er ekki rétt hjá Stefáni, því Gísli B. Björnsson er hér í skólanum og fer síðan út, og sama er að segja um þá menn- sem hjá honum vinna og flesta teiknara hér. Gísli: Það sem við höf um hald- ið fram og það sem ég held að við höfum grætt á er það, að þegar við förum utan til fram- haldsnáms erum við búin að fá vissan undirbúning, sem ég held að margar aðrar stéttir vanti. Hörður: Má ég taka dæmi af arkítektúr? Þó við hefðum ekki nema fyrrihluta tilskilins náms í arkítektúr hér heima, þá væri það til mikilla bóta. Þeg- ar þetta unga fólk, og ég get tekið Guðrúnu og Jón með í það dæmi, fer utan til náms í arkítektúr, þá hefur það ekki hugmynd um, að nokkur merki- legur hlutur hafi verið unninn á þeirra sviði hér heima. Ef við hefðum skóla hér, þá mundum við koma upp þó ekki væri nema einum kennarastól í íslenzkri byggingasögu. Danskir arkítektar vita allt um danska byggingasögu og franskir sömuleiðis um sína sögu. Stefán: Ég held að við líðum mjög mikið fyrir þessa sjálfs- sefjun og þá ekki sízt á bók- menntasviðinu, að við erum bú- in að telja okkur trú um það alltof lengi, að við séum svo góð og skörum framúr öðrum. Árangurinn er sá að við fylgj- umst ekki með og drögumst afturúr. Við leitum ekki ann- að eftir innblæstri. Hörður: Hver segir að við fylgjumst ekki með? Jón: Þetta sem sagt var um, að við hefðum enga undirstöðu að heiman, þegar við færum til náms erlendis í arkítektúr, minnir mig á fyrsta fyrirlest- urinn hjá mínum bezta próf- essor, Arne heitnum Kosmo, þvi hann sagði eitthvað á þessa leið: „Krakkar mínir, ef eitt- hvert ykkar heldur, að það viti eitthvað um arkítektúr, þá er bezt að gleyma því. Forsenda þess að geta lært nokkurn skapaðan hlut hjá mér er sú, að þið hafið kastað fyrir borð öllu sem þið hafið ímyndað ykkur, að þið kynnuð.“ Gylfi: Það er athyglisvert, að við höfum tekið auglýsinga- deildina í Myndlista- og hand- íðaskólanum sem dæmi um á- kveðnar framfarir i sjónmennt eða hvað við eigum að kalla það. Þetta er vitaskuld nátengt því, að í þessu þjóðfélagi er það auglýsingin sem vex og dafnar, ekki skapandi myndlist í þeim gamla og góða skilningi, hvorki i málverki, höggmyndalist né húsagerð, heldur einungis aug- lýsingin. Hörður: Það eru auðvitað fleiri deildir sem við viljum setja á stofn í Myndlista- og handiða- skólanum. En afþví minnzt var á Hallgrímskirkju hér áðan, þá vil ég líta á hana sem tákn þess ástands og þeirra viðhorfa sem þið speglið. Það er þetta and- lega tómarúm. Það er hvorki til fortíð né framtíð. Ég er ekki að segja, að þið túlkið þessi viðhorf, en þið speglið þau. Þeir sem dá Hallgrímskirkju eru fullkomlega sannfærðir um, að á íslandi sé ekki til nein hefð í byggingarlist, og þeir eru sömuleiðis sannfærðir um, að allur módernismi sé tómt píp. Jón: Til að tengja saman bæði þetta og skólann og vegarnest- ið álít ég, að hollasta vegar- nesti hverjum ungum pilti eða stúlku, sem fer utan til að nema arkítektúr, væri að hafa alizt upp við góðan arkítektúr í heimahögum, þannig að hann hefði öðlazt formskyn og feg- urðarskyn í réttu umhverfi. Ég er líka sammála Stefáni um, að hollara sé að nema erlendis, vegna þess að þar lærir mað- ur að táka rétt mið af hlutun- um hér heima jafnframt því sem maður kynnist nýjum straumum og stefnum. Nonnahús á Akureyri, reist í hyrjun 19. aldar, sýnir sterk dönsk áhrif. Eitt hinna innfluttu norsku húsa, reist í Reykjavík áriö 1899, nú Þing- holtsstrœti 29. Hörður: Ég er sammála því sem Jón segir um vegarnestið. En þegar til er góður arkítektúr í Reykjavík og aldrei er talað um hann, hvað þá að hann sé sýndur upprennandi arkítekt- um, þá er það vegna þess að ekki er til í landinu nein stofn- un sem sinnir þessari fræðslu. Jón: Ég er hjartanlega sam- mála ykkur um það, að um- ræðuvettvang fyrir arkitektúr og myndlist yfirleitt vantar til- finnanlega hér á landi. Ann- arsvegar vantar fasta stofnun og ekki síður þann vettvang sem sjónvarpið ætti að vera, en það er rekið einsog hljóð- varpið áður en það tók sig á. Sjónvarpið virðist hafa komið sér upp óslítanlegum barns- skóm. Stefán: Ef við hugleiðum á- stæðurnar til þess, að auglýs- ingadeild Myndlista- og hand- íðaskólans er jafnblómleg og raun ber vitni, þá er það fyrst og fremst vegna þess að þar eru duglegir menn að verki, en einnig vegna þess að þetta er sennilega öruggasta námsleið- in fyrir þá sem vilja fá eitt- hvað að gera að námi loknu. Þið sem vinnið við skólann hljótið að vita það, að þið beinið góðu fólki inná þessa braut. Hörður: Nei, það ræður því alveg sjálft. Ég vil hinsvegar taka skýrt fram, að ég er ekki að prédika innilokun. Við Gísli höfum báðir áhyggjur af því, að fólk fari beint úr auglýs- ingadeildinni til vinnu á teikni- stofum i stað þess að fara utan til framhaldsnáms. Gísli: Það vantar einhverja festu eða rót. Jón var að tala um það áðan, að ekki væru til starfskraftar eða það væri ekki hægt að fá þá góðu menn sem við eigum til að vinna að kennslu. Þetta held ég að sé rangt. Guðrún: Það er hægt að fá starfskrafta til ákveðinna verkefna. Það er til dæmis hægt að fá allar þessar fínu 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.