Samvinnan - 01.12.1973, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.12.1973, Blaðsíða 23
Guðrún Jónsdóttir. arkítektúr. Til fróðleiks og gamans rná geta þess, að fyrsti kennari í húsagerðarlist í Nor- egi var íslendingur og hét Ól- afur Ólafsson. Hann tók fyrst lögfræðipróf, en sneri sér síð- an að arkítektúr einsog aðrir góðir menn. Svo fer hann yfir til Tönsberg og gerist fyrsti kennari í þessari grein í Noregi. Hvað átti þessi rnaður að gera heim til íslands? Torfhús og burstabæir SAM: Áður en við hverfum meira'til nútímans, er kannski rétt að fara nokkrum orðum urn „sögualdarbæinn" annars- vegar, einkanlega úrþví að ráð- gert var að reisa slíkan bæ á þjóðhátíðarárinu, og hinsvegar torfbæinn, sem orðið hefur tákn íslenzkrar sveitamenn- ingar í hugum alþýðumanna. Hörður: Svo vikið sé að gömlu byggingunum, þá er það rétt sem Jón var að segja, að ís- lendingar hafa haft sérstöðu, ekki vegna þess að þeir vildu hafa sérstöðu, heldur vegna þess að landið sem slíkt skóp þeim sérstöðu. Meginhlutinn af öllum húsum á íslandi er torfhús, þ. e. a. s. timburlaup- ur með torfþekju. Þessi svo- kölluðu torfhús taka gríðarlega miklum breytingum allt frá upphafi, og það er tómt blaður að segja, að ísland hafi staðið í stað, því þegar rýnt er ofaní söguna, þá eru stöðugar breyt- ingar á húsaskipan. En auk torfhússins eru til timburhús, og það eru kirkjur. Dómkirkj- urnar á Hólum og í Skálholti eru stærstu timburkirkjur í Vestur-Evrópu út allar miðald- ir. Jón: Þetta kann að vera rétt um timburkirkjur, þó mér þyki það ótrúlegt, en stærri timbur- hús voru til í Noregi. Jón Haraldsson. HörSur: Ég hef kannað þetta, og það er pottþétt. Ég gæti sýnt það í tölum, sem liggja heima hjá mér. Þú verður að athuga það, að stærsta timbur- kirkja í Noregi er Kaupvangur, og hún er bara einsog tittur við hliðina á dómkirkjunni á Hólum. En rétt er að taka fram, að Evrópa reisir meginhluta sinna kirkna úr steini. SAM: Hvenær kemur bursta- bærinn til sögunnar? Hörður: Hann er 19. aldar fyr- irbæri. Fullkominn burstabær er ekki til fyrr en svona kring- um 1820-30, og hann verður ekki algengur á íslandi fyrr en um aldamót. Burstabærinn er að mínum dómi þjóðfrelsis- tjáning íslendinga eða með öðrum orðum: hann er tján- ing þeirra þjóðfélagsbreytinga sem verða uppúr miðri 19. öld með baráttu Fjölnismanna og Jóns Sigurðssonar. Hann er tjáning þeirra efnahagsbreyt- inga sem eiga sér stað. Við verðum að hafa hugfast að ís- lendingar voru orðnir fámenn- ir um aldamótin 1800, komust niðurfyrir 40.000, og þeim fer ekki að fjölga aftur fyrr en 1823. Það er í kjölfar verzlun- arfrelsis, fyrst við Danaveldi og síðan alþjóðlegs verzlunar- frelsis, sem fjörkippur kemur í íslendinga og íslenzkt efna- hagslíf. Þá fer þjóðinni að fjölga verulega. Og í kjölfar þessa kemur burstabærinn. SAM: Hvað þá um 18. öldina, mesta niðurlægingarskeið þjóð- arinnar, hvernig bjó hún þá? Hörður: Það voru altorfhús. Jón: Þetta er mjög svipuð þró- un og átti sér stað í Noregi, enda hefur mér nú sýnzt ís- lenzkur arkítektúr eiga mjög hliðstæða þróun við þann norska, þó ekki sé farið eftir nákvæmlega sömu brautum. Það er byrjað með einstakt hús, síðan er annaðhvort hlaðið ut- aná það til hliðar eða byggt í allar áttir. Möguleikinn til þessa er háður þjóðfélagsað- stæðunum. SAM: Áttu við að við höfum haft norskar fyrirmyndir? Jón: Bæði á Skáni í Svíþjóð og í Noregi hafa verið reist hús sem svipar mjög mikið til ís- lenzka torfbæjarins. Forsend- urnar fyrir torfhliðunum í bænum eru fyrst og fremst tæknilegs eðlis. Þessar hliðar eru ekki byggðar til að húsið fari betur í landslaginu. Hins- vegar er það samvirkni hugar og handar sem gerir torfbæ- inn svo þekkilegan, þar sem saman fara látleysi einfald- leikans og samruni við um- hverfið. Þarna samverkar allt, efni og allar aðstæður. Hörður: íslendingar koma með torfhúsið á landnámsöld, og svo er ekkert samband milli Evrópu og íslands eftir það að því er varðar torfið, alls ekkert. Hinsvegar þegar maður sér bæi frá til dæmis Rogalandi, sem eru í safninu í Osló, og ber þá saman við Grænavatn í Mý- vatnssveit, þá er þetta sláandi líkt. Hversvegna er það líkt? Vegna þess að á jaðrinum í Noregi var byggt úr torfi allt framá 19. öld, en Norðmenn höfðu bara eitt langhús og aldrei gangabæinn, sem við sjá- um fyrir aftan frumhúsið á Grænavatni. Hér er því aðeins um að ræða hliðstæður, en ekki nein áhrif. Jón: Þetta má samt fremur kalla tæknilegt en arkítektón- ískt frávik og heldur betur vafasöm vísindaleg rök. Það er langt á milli beinnar sundur- greiningar og uppdráttar ann- arsvegar og húsagerðar sem formskyns og áþreifanlegs efnis. Þetta var fyrst og fremst það sem kalla mætti á skand- ínavísku „brugsarkitektúr". Gylfi: Já, þetta er sú tegund sem verður falleg vegna ein- faldleikans. Jón: Og vegna hefðarinnar. Þegar hugur og hönd vinna saman og formskynið er í eðli- legum tengslum við efnið og náttúruna, þá verður útkoman falleg. Við sjáum til dæmis þennan yndislega arkítektúr Miðjarðarhafslandanna, þar sem byggðin skríður um hlíð- arnar og allt fellur saman í eina órofa heild. Það er þessi hljóðláti, nafnlausi arkítektúr. Baöstofan SAM: Eitt áhugavert atriði í þróun sveitabæjarins á íslandi er baðstofan, sem upphaflega var það sem nafnið segir til um, baðherbergi, er verður smámsaman að setustofu, mat- stofu, svefnstofu og vinnustofu, þ. e. a. s. almenningi. Á þessi þróun skýringu sína í því, að baðstofan var síðasta upphit- 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.