Samvinnan - 01.12.1973, Blaðsíða 26

Samvinnan - 01.12.1973, Blaðsíða 26
Upphaf bárujárnsmenningar Gama.lt bárujárnshús við Þingholtsstrceti sem brann jyrir allmörgum árum. Stefán: Mig langar þá aS varpa hér fram spurningu til að fá fram, að hve miklu leyti torf- arkítektúr okkar er frumlegur. Við byrjum á því að flytja með okkur viði til landsins til að reisa hús. Að hve miklu leyti eru húsin á öllu þessu tíma- bili eiginlega innflutt og jafn- vel kannski tilsniðin? Það er til dæmis mjög sennilegt, að hús landnámsmanna og ann- arra fornmanna hafi verið byggð eftir gefnu kerfi eða sniði, að gefin mál og stærð- arhlutföll hafi verið notuð í ríkara mæli en síðar. Jón: Við vitum um ótal mörg dæmi þess, að tilsniðin hús hafi verið flutt hingað, til dæmis dönsku og norsku hús- in á Akureyri, Seyðisfirði, í Stykkishólmi, Reykjavík og víð- ar. Norski panelarkítektúrinn er svo augljóslega innfluttur til íslands, ekki bara sem fyrir- mynd. Hörður: Þetta er bæði rétt og rangt. Það eru til hér i Reykja- vik tvö tilsniðin hús frá Noregi. Þau standa við Þingholtsstræti og voru flutt inn 1898 og 1899, en þau hafa slík áhrif, að þau skapa íslenzka bárujárns- menningu eða bárujárnskumb- aldana svokölluðu. Þau gefa með öðrum orðum tóninn. Það sem gerist er, að Norðmenn fara að flytja út timburhús, og mér er kunnugt um, að á iðn- aðarsýningum seinni hluta 19. aldar eru Norðmenn og Svíar með þessi hús á sýningarskrám og til sýnis. Þessar sýningar- skrár eða verðskrár berast til íslands, og þegar hvorttveggja kemur, húsin og skrárnar, þá eru karlarnir hrifnir af þessu, en við höfum ekki efni á að kaupa þessi hús, vegna þess að það er of mikið timbur í þeim og þau því of dýr. Á sama tíma flytur Geir Zoéga inn báru- járn í fyrsta skipti, og þar með er lausnin fundin. Við höfum eins litið timbur og vant er og notum bárujárn í staðinn fyrir timbur. Það er semsé hliðstætt torfinu. Hinsvegar nota þeir sömu hlutföll og sama útskurð kringum glugga, og þarmeð er sköpuð þessi íslenzka hefð, sem við erum að eyðileggja hérna í miðbænum. Jón: Nú eru mörg þessara húsa panelhús í upphafi. En miðað við þessa heimsfrægu veðráttu á íslandi ásamt slæmu við- haldi, sem hefur alltaf ein- kennt íslendinga bæði að því er snertir híbýli, vélar og verk- færi, þá þurftu þessi timbur- hús, sem hefur kannski verið illa við haldið, meiri hlífð; það varð að tygja húsin með þessu ágæta bárujárni. Hinsvegar geta þeir líka farið útí það, einsog Hörður nefndi, að spara sér fína panelinn og nota gróf- ari panel undir og setja síðan bárujárn utaná, þannig að þá sér enginn hvort það er fínn panell eða ekki. Hörður: Tölfræðilega lítur það þannig út, að 80-90% eru eins- og ég sagði, er hin 10-20% eins- og Jón segir. Jón: Það fer semsé eftir því, hvorumegin horft er á það, frá leikmanns sjónarmiði eða fag- manns. Hörður: Ég veit um þetta afþví ég hef skoðað hvert einasta hús í miðbænum. Jón: Ég mundi þvi segja 90% að því er snertir íslenzkan arkitektúr og spurninguna um, hvort við séum ólistrænasta þjóð veraldar. Þá er ekki átt við eftirlíkingar, heldur sjálf- stæða þróun byggingarlistar. Við erum komnir að því, að þau hús, sem hafa verið reist og ötullegast er gengið fram í að vernda núna — eða eyða — eru hús sem eru komin utanlands frá og íslendingar líkja síðan eftir með ýmsum þessum ný- klassísku afbrigðum af súlurn hér, gaflhyrnum þar, skraut- röndum enn annarsstaðar og svo framvegis. Það er alveg eins- og með bóndabæinn, að við megum ekki gera lítið úr verk- um forfeðranna, hvorki á einu sviði né öðru, en við megum ekki heldur drekkja okkur í ímynduðu ágæti þeirra. Það eru þjóðfélagslegar aðstæður sem skapa ákveðna hluti útfrá ákveðnum forsendum. Forsend- urnar koma að utan, og síðan reyna hugur og hönd að gera það bezta úr þeim, en við get- um ekki talað um þróaða ís- lenzka byggingarlist í sama skilningi og til dæmis márísk- an, arabískan arkítektúr, sem líkist engu öðru. Hörður: Þegar ég var á mínu námsferðalagi í gamla daga og var búinn að vera í Danmörku, Svíþjóð, Englandi og Frakk- landi og fór síðan suðuryfir Múndíufjöll og var á ítaliu í hálft ár, þá fannst mér eftir að ég kom aftur norður, að öll byggingarlist í Evrópu væri eft- irliking ítalskrar byggingar- listar. Guðrún: Enda var það svo um langt skeið. Jón: Við vitum ósköp vel að ítalskur renessans-arkítektúr veður hér uppi. Skoðið þið bara banka hérna í Reykjavík, á Selfossi eða hvar sem er. Þeir eru nýklassískar eftirlíkingar, hluti af öldunni sem reið yfir alla álfuna, enda fyrirmyndin frá Kaupmannahöfn. Gylfi: Þessi skreyting á kata- lóghúsunum, sem nefnd var, er hún ekki flutt inn í listum frá Noregi? Hörður: Nei, hún var gerð eft- ir mynsturbókum. Jón: Það var Marks& Spencers Noregs sem gaf út bæklinga, og síðan pöntuðu kerlingarnar eftir þeim. Gylfi: í sambandi við þessi panelhús, sem voru klædd með panel í Noregi, þau eru ekki þéttklædd hérna uppá íslandi. Þau eru með langböndum og járnið kemur utaná langbönd- in. Það er mjög algengt. Jón: Það er forsenda fyrir þvi að loft komist undir járnið, ekki satt? Stefán: Við verðum líka að at- huga það, að þóað við lærum af öðrum, þá á það líka við um aðrar þjóðir, því þróunin hefur gengið norður alla álf- una. Uppsprettan var við Mið- jarðarhaf. Hörður: Svo við vikjum aftur að upphaflegu spurningunni, þá sé ég ekki að íslendingar séu neitt ólistrænni en aðrar þjóðir, og það má bæði sýna og sanna. En á umbyltingar- tímum fer margt í glatkistuna, og auðvitað er ekkert við því að segja. 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.