Samvinnan - 01.12.1973, Blaðsíða 58
Koptar (nafnið er afbökun á gríska
orðinu yfir Egypta) eru afkomend-
ur hinna fornu Egypta og mál
þeirra runnið frá forn-egypzku.
Koptíska kirkjan var stofnuð kring-
um árið 500 af sýrlenzka munkin-
um Jakob Baradaí. Hún er enn-
fremur ríkiskirkja Eþíópíu. Mynd-
in er frá upphafi guðsþjónustu í
lok hátíðar heilags Georgs.
þessi óró sem fékk útrás í æsingunum og
eyðileggingunni í fyrra. Einnig er talið
að hún hafi verið undirrót fundarins sem
Sadat boðaði til með þeim Shenoute III
og helzta leiðtoga A1 Azhar-moskunnar
í júlí 1972. Hið opinbera tilefni fundarins
voru nokkur bréf, meðal annars frá
Bandaríkjunum, um meintar ofsóknir á
hendur kristnum mönnum í Egyptalandi,
og hefðu þau átt að hafa valdið sundr-
ung meðal þjóðarinnar.
Faðir Bishoi er töfrandi maður. Þegar
ég hitti hann á liðnu ári og spurði,
hvernig hann hagaði störfum sinum í
sambandi við trúboð meðal múhameðs-
trúarmanna, kvað hann það ekki vera
sitt verk, heldur verk Heilags anda. Hann
sagði að margir múhameðstrúarmenn
væru mjög trúhneigðir, og þeir kæmu til
kirkjunnar til að taka þátt í guðsþjón-
ustunni og hlusta á Guðsorð í textalestri
og prédikun. Margir þeirra læsu Bibliuna
daglega. Hann sagði að kirkjan gæti ekki
sjálf heimsótt múhameðstrúarmenn eða
leitað eftir þeim, en fyrir tilve:knað
Heilags anda kæmu þeir til kirkjunnar
og játuðust Kristi.
Þetta á líka við um aðra staði í Egypta-
landi. En það er erfitt fyrir múhameðs-
trúarmann að gerast kristinn, þvi það
felur í sér, að hann verður að slíta öll
tengsl við kunningja sína og fjölskyldu,
og oft getur það kostað hann bæði vinn-
una og félagslega aðstöðu hans. Nokkrir
múhameðstrúarmenn fara því til annarra
landa, meðal annars Grikklands, til að
skipta um trú. Það sem ræður úrslitum
um skilning múhameðstrúarmanna á
kirkjunni, sagði faðir Bishoi, eru lifnað-
arhættir kristinna manna, og það sem
skaðar kirkjuna mest er siðferði hinna
ríku, svokölluðu kristnu landa.
Faðir Bishoi er likamsgervingur þess
fróma lífernis sem margt ungt fólk er svo
hrifið af, og patríarkinn er líka formæl-
andi þess. Hér er um að ræða meinlæta-
hugsjónina. Faðir Bishoi lifir þannig
skírlífi í hjónabandinu. Eiginlega hefði
hann viljað vera munkur, en söfnuður-
inn hafði þörf fyrir hann, því hann var
þekktur sem góður sunnudagaskólakenn-
ari og mjög áheyrilegur prédikari. Hann
gekk að eiga unga konu, sem eiginlega
hefði helzt viljað vera nunna, og þannig
gátu þau í senn fullnægt þeim kröfum
kirkjuréttarins, að prestar skuli vera
kvæntir, og látið þá ósk rætast að lifa
skírlífi.
Ný sjálfsvitund
En skilningur kopta á sjálfum sér sem
þjóð fer vaxandi. Æ fleiri ungir stúdentar
byrja að nema koptisku. Shenoute gaf
út fyrir nokkrum árum kennslubók fyrir
byrjendur í kopítísku talmáli, og nú eru
komnar á markaðinn allmargar kennslu-
bækur samdar á koptísku. Menn hafa
áhuga á að læra tungumál guðsþjónust-
unnar og þeir vilja læra að tala sitt
eigið mál.
Áðurfyrr voru koptar mjög feimnir við
að halda uppá hátíðir sínar útávið, en í
þessu efni virðist einnig vera um að ræða
verulega breytingu. Heilagur Geo’-g er
einn dáðasti dýrlingur í Egyptalandi, og
síðustu dagana í ágúst er hátíð hans
haldin. Það var hrífandi reynsla að verða
vitni að henni. Sett voru upp markaðs-
tjöld, rólur, skottjöld o. s. frv. Hörunds-
flúrarar voru önnum kafnir, og næstu
daga gátu margir stoltir koptar sýnt
bláan kross á úlnliðnum — bæði karlar,
konur og börn. Myndir af heilögum Georg
umkringdar rafmagnsperum héngu fyrir
utan gluggana i kristna borgarhverfinu
Shoubra í Kaíró. Þessa daga var skrevting
gatnanna sífellt betur skipulögð. Stórir
blómsveigar voru hengdir yfir göturnar,
tignarhlið úr teppum voru reist, og á
krossgötum voru sveigar úr mislitum per-
um teygðir frá húshornum uppí sam-
eiginlegan odd, þannig að við augum
blöstu lýsandi pýramídar á náttþeli. Áð-
ur hafa einungis verið gerðar tilraunir á
víð og dreif með slikar skreytingar, ævin-
lega einkalegar, en í fyrra var þetta
í fyrsta sinn skipulagt. „Þetta er alveg
einstakt,“ sagði einn af vinum mínum.
Shoubra var eitt samfellt ljóshaf, og það
var unnt að ganga um þessar götur und-
ir stórum lýsandi krossum.
Þetta var játning: hér eigum við heima
og við erum kristnir! Nokkrir prestar,
sem ég hitti á kvöldgöngu, glöddust eins-
og ég yfir þessari geislandi játningu, en
hún fól i sér mikla fjárhagslega fórn,
sögðu þeir. Shoubra er fjarri því að vera
auðmannahverfi. Meirihluti íbúanna er
kristinn: 600.000 kristnir, 400.000 múha-
meðskir. Hátiðinni lauk 1. september með
fjögurra tíma langri guðsþjónustu. Þar
vígði Agaþon biskup 25 nýjar líknarsystur.
Kirkjan var yfirfull af fólki, og mikill var
fögnuðurinn þegar helgigangan með
kross, fána og mynd heilags Georgs fór
með erfiðismunum þrjár hringferðir um
fulla kirkjuna.
Koptíska kirkjan hefur semsé látið
mjög til sín taka siðustu tvö til þrjú árin.
Hún hefur játað og boðað trú sína með
opinskáari hætti en fyrr. Múhameðstrú-
armenn hafa snúizt til kristinnar trúar.
Koptar verða sér sífellt betur meðvit-
andi um sérkenni sín. Er nokkur furða
að til árekstra komi, jafnvel þó ríkis-
stjórnin hafi lýst yfir vilja sínum til að
tryggja friðsamlega sambúð trúarbragð-
anna? Eftir að faðir Bishoi hafði skírt
múhameðstrúarmennina til kristinnar
trúar, var honum þráfaldlega ógnað með
lífláti, og hann var hvattur til að hverfa
úr landi, en hann á að hafa svarað: „Ég
hef verið settur til að bera kross Krists
í þessu landi.“ 4
58