Samvinnan - 01.12.1973, Blaðsíða 49

Samvinnan - 01.12.1973, Blaðsíða 49
ku hafa sýnt sig í útlandinu, að þetta geti stóraukið afköstin, hagvöxtinn og á- góðann. Byggja sumarbústaði, koma á fót aðstöðu til félags- og tómstunda- starfa, bregða sér út meðal starfsmanna og ræða við þá um rekstur fyrirtækisins o. s. frv. Það er alveg ótrúlegt hvað slíkt er fljótt að borga sig, segja þeir. Jú, það er ugglaust rétt að einhverju marki, en vei samvinnuhreyfingunni ef hún geng- ur til slikra hluta með áðurnefndu hugar- fari. Hver gæti árangurinn orðið ef rétt hugarfar fylgdi máli og gerðum? Fræðslu- og félagsmál íslenskrar sam- vinnuhreyfingar eru í dag í algjöru lág- marki, svo ekki sé meira sagt. Er það ekki furðuleg staðreynd að félagsskapur sem telur tugi þúsunda félagsmanna skuli ekki hafa einn einasta erindreka eða fé- lagsmálafulltrúa í sinni þjónustu? Það virðist þurfa að liggja fyrir, að slíkt kunni að auka hagvöxtinn, til að það sé talið fært. Fjármagn og steinsteypa Hvernig hefur samvinnuhreyfingin staðið sig frammi fyrir vandamálinu, sem áður var um getið, þ. e. landsbyggðin sem „þriðji heimurinn“? Því verður ekki á móti mælt, að þar hafa samvinnufélög- in úti um land unnið mikið verk. í fjöl- mörgum byggðarlögum má segja, að kaupfélögin hafi beint og óbeint bjargað þeim frá auðn. Þau hafa verið þröskuld- ur í vegi fjármagns- og fólksstreymis til Suðvesturlands. Út frá því mætti ætla að sameinuð væru þau sterkt afl í þróun þessara mála. En það undarlega er, að sú virðist ekki raunin hjá ýmsum for- ráðamönnum Sambandsins, og það jafn- vel svo að þeir virðast álíta kaupfélögin til þess komin að verða Sambandinu til framdráttar, en ekki öfugt. Veitti slíkum mönnum vissulega ekki af að lesa sam- vinnusögu Jóns í Ystafelli. Stöðugt er verið að breyta því fjármagni, sem kaup- félögin skapa, í steinsteypu í Reykjavík. Þar fást hæstu fáanlegir vextir fyrir steynsteypu, segja þeir. íslenskir bændur hafa margir fyrir sið að ganga út á hlað að morgni og gá til veðurs, og eftir þeim blikum sem eru á lofti haga þeir gjarnan störfum dagsins. Hið sama þyrftu einkum forráðamenn samvinnumanna að gera stöku sinnum, og gera sér grein fyrir að það er fleira en blikur verðhækkana og eftirspurnar sem á lofti eru. Þar má sjá fyrirbæri eins og breytt lífsgæðamat, vantrú á stjórnmála- mönnum, leit að markmiðum og tilgangi o. s. frv. Það gengur ekki lengi að leggja fyrir róða helgustu hugsjónir samvinnu- manna undir þeim blekkingaráróðri, að það sé til að bjarga og verja hreyfinguna. Samvinnuhreyfingin þarf engu að kvíða um, að hún standist ekki í samkeppninni, ef hún er trú upphafi sínu og tilgangi, og ef svo er, er það ekkert mannlegt sem á að vera henni óviðkomandi. Samvinnu- hreyfingin var og er til þess að láta gott af sér leiða, og að því ber henni að fara sínar leiðir, en ekki lúta hjálparvana óheillaþróun þjóðfélagsmyndunar. 4 Hrafn Gunnlaugsson: nOKKRAR HUGDCTTUR UIR IflHRITH) 11 Ætlaðu ekki einu atriði of marga at- burði. Atburðirnir fæðast í núinu eða koma utan að. Fréttir af atburðum utan sviðsins eru oft miklu áhrifameiri en þeir sem fæðast fyrir augum okkar. Véfréttin blæs eldi í imyndunarafl áhorfandans. Atburðir frá öðrum tíma sem búa yfir samsvörun í núinu gefa ástandi núsins nýtt inntak: horfðu á gömlu konuna sem rifjar upp ástarævintýri frá sokkabands- árunum og ungu stúlkuna sem situr hug- fangin við hlið hennar og hlustar. í lát- bragði gömlu konunnar býr undiralda liðins tíma, hún lemur hlæjandi á lær sér og augun ljóma, eins og hún væri aftur ung og ástfangin. Leitaðu að hlið- stæðu í núinu við sögur leikveranna. 12 Það sem við segjumst ætla að gera, og það sem við gerum, er tvennt ólíkt. Tefldu þessum andstæðum saman og láttu spennuna vaxa út úr þversögninni; manni nokkrum hefur verið misboðið og hann móðgaður, — maðurinn segir: Nú er nóg komið, ég fer, ég fer (hann fer ekki en snýst í kringum sjálfan sig) — mælirinn er fullur, ég get ekki látið bjóða mér þetta, ég fer . . . (hann veit ekki hvað hann á af sér að gera og sezt loks yfir- bugaður í djúpan stól) ég þoli þetta ekki . . . ég, ég fer . . . ég get ekki setið undir þessu! — Orð og framkvæmd vinna hvort gegn öðru og skapa spennu. Dæmi sem þetta getur i senn verið tragiskt, kómískt eða tragíkómískt — allt eftir samheng- inu. 13 Tefldu saman tvenns konar ástandi í sama núinu og búðu til togstreitu á milli andstæðnanna. Lítum á Macbeth; kon- ungurinn hefur verið myrtur á laun i svefni og áhorfandinn bíður þess að dauði hans fréttist. Dæmið er augljóst. Shakespeare notar sprengikraft ástands- ins og teflir skripalátum gegn óhugnað- inum: þegar bankað er á hlið hallarinn- ar og riddararnir koma til að vekja kon- unginn, lætur snillingurinn drukkinn trúð vakna — trúðurinn ætlar aldrei að koma sér til dyra og segir drephlægilegar fylliríssögur, sem kreista hlátur úr áhorf- andanum þó honum sé allt annað í huga. Síðan teygir Shakespeare þennan fífla- skap þar til ástandið er orðið svo eitrað að áhorfandinn nær naumast andanum. Nú er rétti tíminn til að losa hnútinn; ekki með því að slaka á, heldur með því að höggva á hann: atburðirnir sem á- horfandinn beið eftir gerast allir í einu og leiftursnöggt. Atburðurinn sjálfur er ekki dínamískur, heldur aðdragandinn. 14 Leikveran kemur höfundi sínum ein- lægt á óvart, eins og það mannfólk sem við þekkjum úr lífinu sjálfu. Ef þú vilt, geturðu gert einhvern eðlisþátt hennar afgerandi, t. d. nízku, uppskafningshátt, þukl, græðgi o. s. frv. — en gleymdu þá ekki, að þú ert ekki lengur með leikveru í deiglunni, heldur hugtak og að hug- takið vinnur vélrænt eftir inntaki sínu. 15 Leikveran segir ekki: Við höfum verið gift í tuttugu ár, — eða: Hann er pabbi minn! Viðmót þeirra til hvorrar annarrar sýnir að þær hafa verið giftar í tuttugu ár o. s. frv. Leikveran ber með sér sögu sína. Útskýrðu aldrei ástandið með orð- um, því öðlist leikverur þínar líf, eru allar útskýringar óþarfar. 16 Varastu 1. persónufornöfn í eintölum. Sá sem hugsar eða talar við sjálfan sig, raðar saman ákveðnum myndum og spurningum án ávarpsliðar. Komi 1. per- sónufornafn fyrir í eintali er hætt við að það hljómi spaugilega og hafi hjá- kátleg áhrif. Berðu saman eintöl Hamlets og trúðsins Falstaffs — eintöl þeirra beggja eru byggð upp samkvæmt þess- ari reglu. 11 í skopleiknum Tartuffe eftir Moliére fréttum við af ástarsambandi tveggja unglinga i samtölum leikveranna. Frá upphafi er áhorfandinn sannfærður um að ástarsamband þeirra sé eins gott og frekast verði á kosið og þar beri engan skugga á. Hvað eftir annað undirstrikar Moliére þetta í textanum. Til hvers? Jú, loks þegar parið unga hittist á sviðinu og áhorfandinn gerir fastlega ráð fyrir að elskendurnir fallist i faðma, þá verð- ur smáatvik til þess að koma af stað þrætu þeirra i milli, sem verður síðan að heiftarlegu rifrildi. Áhorfandinn situr felmtri sleginn í salnum án þess að vita hvaðan á sig stendur veðrið. — Rás at- burðanna á alltaf að koma á óvart; sé þráðurinn sléttur og felldur missir verkið allan lífrænan kraft og dínamík. Leitaðu að samsvörun í þínum eigin verkum, og láttu þá hlið koma upp er sízt mætti bú- ast við. Hin auðvelda lausn og sú er fljótt á litið virðist eðlileg er ekki leik- hús, leikhúsið er óútreiknanlegt eins og lífið sjálft: í gær elskaði ég hana, í dag fer hún í taugarnar á mér, á morgun rek 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.