Samvinnan - 01.12.1973, Blaðsíða 51

Samvinnan - 01.12.1973, Blaðsíða 51
einhverja góða hugmynd. Og nú sat hann þarna og glennti í sundur bréfaklemmu. Ekki hafði svefninn orðið honum til liðsinnis. Öðru nær. Hann var ráðvilltari núna en í gær og hann misþyrmdi klemmunni og fann hvernig oddurinn stakkst í fingurinn. Blóð spratí fram, fyrst hægt, en svo stækkaði blóðdropinn æ meir og minnti á blöðru á sautjánda júní og hann sleikti blóðið og fann járnbragð uppí sér. Afhverju þurfti þetta leið- indaverk endilega að lenda í hans hlut? hugs- aði hann, eins og honum þótti vænt um þetta tré. Hann spyrnti í gólfið og ók sér á stólnum út að glugganum. Já, honum þótti vænt um þetta tré og enn meir núna, af því að hann vissi hvað til stóð. Þetta tré hafði gefið almanakinu líkt og aukna dýpt. Það sagði fyrir um komu vorsins og þegar sölnuðu laufin feyktust ráðvillt til og frá um portið, þá vissu menn að vetur fór í hönd. Oft hafði Þráinn undrazt, hvernig það hafði getað náð slíkum þroska hér í þessu umhverfi, stofninn svo gild- ur og blöðin iðgræn. Rætur þess hlutu að teygja sig um allt portið og langt undir þetta stóra hús. Djúpt ofan í moldina sótti það nær- ingu sína, óx og dafnaði, líkt og vildi það storka öllum heiminum. Á hverju vori kom þröstur og bjó sér hreiður I trénu, alllaf I sama krik- anum ár eftir ár, og hann söng af jafnmiklu skeytingarleysi og tréð óx, söng hátt og dill- andi, eins og hann væri að reyna að segja fólkinu I þessu húsi frá einhverjum fögnuði, sem því hafði yfirsézt. Þrösturinn söng um víðáttuna, mjúk, flögrandi ský, dögg á strái og lyngi. En aðallega söng hann um frelsið og tónarnir ýfðu við einhverju innan I Þráni, líkt og kæmu þeir þar við kristalsögn. Hve margan vetrardag hafði Þráinn ekki horft út um þennan glugga, grandskoðað nær- liggjandi hús, rannsakað hverja sementsörðu, eða horfí á fólkið á gangstéttunum, fólk sem hann þekkti nú orðið eins og buxnavasa sinn, þekkti næstum því hvert andlit. Mest hafði hann þó starað fram fyrir sig og óskað þess að eitlhvað gerðist, sem myndi rjúfa þetta hræðilega tilbreytingarleysi, eitthvað . . . óeirð- ir, loftárás, sama hvað það var, bara að líf hans færi I gang á ný. Þannig leið veturinn, fullur af döprum, köld- um hugsunum. En svo kom vorið og þrösturinn settist að I trénu. Söngur fyllti loftið, og bjöllu- kliður frá ritvélum og þessi söngur kölluðust á, og fólkið í húsinu varð næstum glatt í bragði. Þrösturinn söng um lífið eins og Þrá- inn mundi það frá því hann var lítill drengur. Handan við endalausa daga og nætur var smá Ijósop, gluggi út í veröldina eins og hún hafði verið, áður en þessir fjórir glerveggir luktust um hann. Já, svona hafði þetta verið og nú átti hann að sjá um að eyðileggja þetta tré, deyða það eina, sem gerði lífið í þessu húsi einhvers virði. Innanhússíminn tók að hringja og Þráinn hrökk í kút. Kannski var það forstjórinn, hugs- aði hann . . . Hvað myndi gerast ef hann neitaði að svara, ekki aðeins í þetta eina skipti, heldur alltaf, bryti sér leið út úr hringn- um, út úr þessari pappírsveröld, þar sem ó- kennilegar tölur og stafir iðuðu líkt og maur- ar á þúfu? Ef hann neitaði að svara í símann og ekki eingöngu það, heldur neitaði að fara eftir fyrirmælum forstjórans, neitaði að fara eftir öðrum kröfum en þeim, sem hjartað í eig- in brjósti gerði til hans? í huganum sá hann fyrir sér nýjan heim. Þar voru ekki þessi yfirþyrmandi glerbákn, engar götur, engin umferðarljós. Hann gat heyrt trén vaxa og dýrahjarðir fóru um slétt- urnar og hann sá sjálfan sig reika um I nátt- úrunni, vissulega svangur, en engu að síður frjáls maður. Hann myndi vakna til hungurs að morgni, endalaust hungur, og sofna út frá því á kvöldin. Ekki þó samskonar hungur og þjakaði hann núna. Stundum var engu likara en hann væri þakinn áli að innan, ekki aðeins maginn, heldur einnig brjóstholið, höfuðið, allt. Þakinn þessum steingráa málmi og verið að skrapa hann allan með skörðóttu dósaloki eða bitlausum hníf. Já, hvað myndi gerast ef hann neitaði að svara, neitaði að gera það sem honum var sagt? Skyldu þeir ekki rífa hann á hol? . . Þeir hverjir? . . . þeir, bara þeir . . . ÞEIR. Rífa hann á hol, hæðast að honum, þangað til hann kæmi aftur, skríðandi á fjórum fótum, auð- mjúkur, biðjandi, og hringurinn myndi lokast um hann á ný. Síminn hélt áfram að hringja, burr. . . urrrrrr og minnti á villidýrin I skóginum og flugurn- ar lágu afvelta I gluggakistunni. Hann tók upp tólið, en varð að halda því með báðum hönd- um. Það var eins og hann hefði rétt sem snöggvast stigið út úr mannheimi, en væri nú kominn aflur. Allt var svo framandi og röddin I símanum óvinveitt. „Mætti ég koma með reikning til uppáskrift- ar?“ sagði þessi rödd. „Gjörðu svo vel,“ sagði hann og lagði tólið á. Hann leit út úr glerbúri sínu og sá hvar stúlka kom gangandi I gegnum stóra salinn, framhjá bókhaldsvélum, sendisveini að gant- ast við vélritunarstelpur og fulltrúum með lítil, grá nafnskilti á borðinu hjá sér, eins og þessir fulltrúar væru vélar, sem þyrfti að merkja vandlega vegna vörutalningar um áramót. Stúlkan opnaði dyrnar og afhenti honum reikn- ing. Hann var yfir tíu þúsund pappírsrúllur og Þráinn skrifaði upphafsstafi sína neðst til hægri og rétti stúlkunni síðan reikninginn aftur. Bros lifnaði I munnviki og sem snöggvast gleymdi Þráinn trénu og forstjóranum. Honum sýndist brjóstin titra innan I peysunni og augun kalla á sig. Hann langaði að faðma þessa stúlku og gleyma sér andartak. En svo rankaði hann við sér, . . . dauðans vitleysa. Þessar hugsanir voru úr lausu lofti gripnar, allt var gagnsætt, veggirnir, húsið og jafnvel fólkið sjálft. Stúlk- an var farin og Þráinn fór aftur að horfa út um gluggann, horfði á tréð í portinu, þar sem það teygði greinarnar í áttina til hans, einn stór faðmur, titrandi eins og brjóst stúlkunnar. Aftur var bankað á dyrnar, enn eitt kvabbið. Það var Margrét, gjaldkeri hjá fyrirtækinu. „Viltu gjöra svo vel að skrifa uppá þessa peningabeiðni?“ sagði hún. Aftur setti hann upphafsstafina neðst til hægri, alltaf á sama stað, vissi naumast uppá hvað hann var að skrifa, vissi aðeins að þetta var grænn, ílang- ur miði, þess háttar sem komið var með til hans mörgum sinnum á dag. Upphæðin hefði alveg eins getað verið hundrað milljónir. Það breytti engu, bara skrifa nafnið sitt, segja já, aldrei snúa þversum. Hann fékk Margréti beiðnina aftur. „Takk fyrir,“ sagði hún og brosti. Alltaf þetta sama, „takk fyrir," og svo bros. Þó hann hefði rekið rýting í bakið á henni, hefði hún ekki gleymt brosinu og svo, „takk fyrir.“ Klukkan var tíu og um ellefuleytið myndi kranabíllinn koma. Þráinn fór nú í alvöru að hugsa um, hvernig hann gæti snúið sér í þessu. „Þú lætur ekki traðka á þér,“ hafði konan sagt þegar hann fór að heiman í morgun, „alls ekki.“ „En atvinnan?“ hafði hann sagt. „Þú getur fengið þér aðra,“ sagði hún. Það vantaði ekki að hún skildi hann og að því var mikill léttir. En að skipta um starf eftir tuttugu og fimm ár á sama stað, það var hægara sagt en gert. í fyrstu datt honum í hug að fara til for- stjórans og segja honum eins og var, hann gæti því miður ekki tekið þetta að sér. En svo sá hann, að það var engin lausn, iréð myndi engu að síður verða fellt. Þá kom honum til hugar að safna undirskriftum. Já, því ekki það, fá fólkið sjálft til að mótmæla. Húsið mætti reisa annars staðar, nóg var landrýmið í þessari borg. Auðvitað myndi þetta jafngilda trúnaðarbroti. Hann hafði lofað for- stjóranum að láta ekkert opinskátt um hvað til stóð. En allt um það, eitthvað varð til bragðs að taka. Hann sótti stóra pappírsörk ofan í skúffu og rissaði upp smá formála, „við undirritaðir" og svo framv. Fyrir neðan áttu síðan nöfnin að koma og hann setti sitt þar efst. Svo fór hann fram í salinn og bað fólkið að hlusta á sig andartak. Hann sagði því hvað til stóð, látlaust, en ekki í neinum ræðustíl, fannst það ástæðulaust, málið lægi Ijóst fyrir. Fólkið var greinilega mjög slegið, sumir jafn- vel reiðir, afar reiðir. En að skrifa undir, það var önnur saga. Það gat bitnað á því síðar meir. Hvað um eftirvinnuna? Hún yrði kannski felld niður. Eða sumarferðalagið, sem var á næsta leiti, með ókeypis rútuferð og máltíð á einhverju fínu hóteli? „Já, en tréð,“ sagði Þráinn, „það er hundrað ára gamalt eða meira.“ . . . Ekkert svar. „Það er ekki stingandi strá hér i mílu fjar- lægð,“ sagði Þráinn og vélritunarstelpurnar voru farnar að greiða hver annarri eða snyrta á sér neglurnar. Þráinn hélt áfram að tala, en hópurinn fór að tvístrast og hinir reiðu laumuðust líka burtu. Stelpurnar byrjuðu að hamra á ritvélarnar á ný og orð hans köfnuðu í hávaðanum. Enginn hafði fengizt til þess að skrifa undir. Var það eftirvinnan eða ferðalag- ið eða voru menn kannski hræddir um að fá ekki gullúr, þegar þeir yrðu sjötugir? Þráinn fór aftur inn til sín og í gegnum þunna rúðuna sá hann samstarfsfólkið. Það var þarna rétt hjá, en samt svo óralangt í burtu. Hver og einn að þvælast um í eigin veröld, enginn snertipunktur, líkt og tvær sam- síða línur, sem ættu það aldrei fyrir sér að mætast. Hann settist niður og byrjaði að spila með fingrunum á borðplötuna, líkti eftir hesti á harðastökki og reyndi að hugsa í takt við það. Svo hringdi síminn. Það var forstjórinn. „Ja— ja, þá er kranabíllinn kominn," sagði hann. „Mætti ég finna yður andartak?" stundi Þráinn. „Þá verðið þér að flýta yður.“ Þráinn lagði tólið á, reif upp hurðina og hálf hijóp í gegn- um aðalsalinn, þaðan fram á gang, síðan upp stiga, pall af palli. Fólk hrökklaðist undan og pappír þyrlaðist úr höndum þess. „Hvað get ég gert fyrir yður?“ sagði for- stjórinn, þegar Þráinn kom inn til hans. „Ég vil ekki að þetta tré verði fellt," ruddi Þráinn út úr sér og hann var lafmóður. Um 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.