Samvinnan - 01.12.1973, Blaðsíða 22

Samvinnan - 01.12.1973, Blaðsíða 22
Hörður Ágústsson. Gisli B. Björnsson. Gylfi Gíslason. Stefán Snœbjörnsson. Enginn jarðvegur fyrir myndlist stíll íslendinga umfram aðrar stíltegundir, vegna þess að rómanski stíllinn er túlkun bændasamfélags, og bænda- samfélagið á 10., 11. og 12. öld er framsækið afl á þeim tíma. Gotneski stíllinn er síðan speglun á vexti borga og iðn- gilda, en á íslandi vaxa engar borgir. Siðan kemur renessans- inn með uppgangi borgara- stéttar, og við verðum útund- an, getum ekki fylgzt með í efnahagslegri þróun Evrópu og verðum úti. Samfara þessu er svo sú örlagarika staðreynd, að við verðum seinna nýlenda og herraþjóðin rúir okkur innað skinninu með því að taka meg- infjármagnið, sem hafði veriö undirstaða menningarlegs frumkvæðis, og flytja það úr landi. En maðurinn gefst ekki upp: Framá 16. öld er myndlist og húsagerð á íslandi hámenn- ingarlist, og með því á ég við, að þessi list er ekki stunduð í hjáverkum, heldur vinna lista- mennirnir algerlega við sína list. Þeir sem skera út, til dæmis Laufás-stoðina í Þjóðminja- safninu, eru atvinnulistamenn. En þeir sem skera út á 17. og 18. öld, til dæmis aska og því- umlíkt, eru bændur, sem vinna að list sinni í hjáverkum. List- in deyr semsagt ekki út. Þráð- urinn slitnar aldrei. Hann er bara miklu veikari. SAM: Endurreisnin í bók- menntunum hefst snemma á síðustu öld, en endurreisn myndlistarinnar kemur ekki fyrr en um síðustu aldamót. Hvernig ber að skýra það? Hörður: Þetta finnst mér líka rangt. Við skulum taka sem dæmi þegar Sveinbjörn Egils- son er að þýða kviður Hómers suðurá Bessastöðum: þá er fullt af handverksmönnum, þ. e. a. s. arkítektum í þeim skilningi að þeir eru bæði smiðir og arkítektar, m. ö. o. alþýðuarkítektar, sem eru að reisa nýjar kirkjur og timbur- hús útum allt land. Þeir láta sér ekki nægja að reisa þau, heldur mála þau líka og prýða. Mér er sérstaklega minnis- stæður dyrabjórinn á gömlu kirkjunni á Staðarfelli, sem nú er búið að henda. Hann er ein- mitt gerður sama árið og Svein- björn er að þýða Odysseifs- kviffu. Burstabærinn og timb- urkirkjurnar eru samskonar afrek og verk Fjölnismanna, en það erum við sem höfum hunzað þetta, og þá einkanlega eftir 1940. Við höfum ekkert hirt um þessa hefð, látið þess- ar kirkjur og þessi hús eiga sig og grotna niður. Við höf- um ekkert skrifað um hana. Það hafa verið skrifaðar bæk- ur um Sveinbjörn Egilsson, en ekkert um þessa menn. Helgi Helgason er sagður tónskáld. Hann er framúrstefnumaður í arkítektúr hér um aldamótin, og það var verið að rífa hans bezta hús í fyrrasumar, Amt- mannshúsið. Það skiptir engu máli. Jón: Hvernig stóð á því, að ekki var skrifað um það? Það var þó velbyggt og reisulegt hús. Var það kannski einmitt þessvegna? Guffrún: Það var búið að rífa það áður en nokkurn varði. Hörffur: Þetta er bara eitt dæmi um þá flokkun á hlutun- um sem hér tíðkast. Stefán: Hvernig er með þá að- ilja, sem vinna að tillögum um verndun gamalla húsa? Er þeirra álits alls ekki leitað, áð- ur en byggingum einsog Amt- mannshúsinu er einn góðan veðurdag ekið burt? Jón: Mér finnst nú ekki, að spurningu Sigurðar hafi verið svarað: Hvernig stendur á því að myndlist kemur ekki til skjalanna að neinu ráði fyrr en um síðustu aldamót? SAM: Og þá hafði ég fyrst og fremst í huga myndlist í þrengri skilningi. Jón: Við gætum lika tekið eldri byggingarlist. Einsog við vit- um, er íslenzk byggingarlist háð þeim efnum, jafnt and- legum sem þjóðfélagslegum, sem fyrir hendi eru á íslandi á hverjum tíma. Þó til hafi verið margir góðir og hagir smiðir um allar trissur á síð- ustu öld, meðan Sveinbjörn var að þýða Hómer á Bessastöðum, þá er það ekki eitt og það sama, að reist hafi verið hús um allt land og að byggingar- listin í landinu hafi verið öflug og skapandi. Það er tvennt ó- líkt að reisa hús og skapa byggingarlist. Þar er sami munur á og að vera rithöfund- ur og skáld. Gylfi: í sambandi við þessa myndlist, sem talað er um að komi hér upp um aldamótin, verðum við að hafa hugfast, að sú myndlist, sem hingað berst og hér er sköpuð, á ræt- ur suðrí Frakklandi, þ. e. immpressjónisminn, og hans fer ekki að gæta að ráði þar fyrr en um 1870. Hann er ekki viðurkenndur í Frakklandi fyrr en um 1890, þannig að þessi tegund myndlistar er ekki far- in að láta til sín taka suðrí Evrópu fyrr en þetta. SAM: Ekki þessi tegund, en það var ekki það sem um var að ræða. Gylfi: Já, þú átt við myndlist yfirleitt. Ég veit satt að segja ekki, hvernig á að skýra það, að málaralist kemur ekki til sögunnar fyrr. SAM: Fyrsta landslagsmál- verkið er víst eftir Sigurð Guð- mundsson, málað 1862 eða þar um bil sem leikmynd við Úti- legumenn. Og þessi fyrsti landslagsmálari okkar, sem var reyndar margt til lista lagt, deyr úr hungri í Reykjavík. Jón: Þó það hljómi kannski ó- skáldlega, þá hlýtur orsökin fyrst og fremst að liggja í þjóð- félagsástandinu. Við vitum, að það voru ekki nema sérstakir efnamenn eða þá efnilegir unglingar, sem voru svo heppn- ir að hljóta stuðning góðra manna, sem fóru út til náms. Og haldið þið að það hafi ver- ið tilviljun, að menn sem voru kostaðir til náms fóru í lög- fræði eða prestskap? Það voru einfaldlega einu embættin sem voru til á íslandi. Þó þessir menn eyddu margir áratugum í Kaupmannahöfn og drykkju út nokkrar jarðir, skildu eftir fjárþrota foreldra og kæmu svo próflausir heim, ef þeir drukknuðu þá ekki í dikjunum, hefðu það þótt miklu hörmu- legri endalok ef einhver þeirra hefði farið að mála. Það hefði verið talin örugg vísbending um, að maðurinn væri alger- lega kominn í hundana. Þetta sama á náttúrlega við um 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.