Samvinnan - 01.12.1973, Side 22

Samvinnan - 01.12.1973, Side 22
Hörður Ágústsson. Gisli B. Björnsson. Gylfi Gíslason. Stefán Snœbjörnsson. Enginn jarðvegur fyrir myndlist stíll íslendinga umfram aðrar stíltegundir, vegna þess að rómanski stíllinn er túlkun bændasamfélags, og bænda- samfélagið á 10., 11. og 12. öld er framsækið afl á þeim tíma. Gotneski stíllinn er síðan speglun á vexti borga og iðn- gilda, en á íslandi vaxa engar borgir. Siðan kemur renessans- inn með uppgangi borgara- stéttar, og við verðum útund- an, getum ekki fylgzt með í efnahagslegri þróun Evrópu og verðum úti. Samfara þessu er svo sú örlagarika staðreynd, að við verðum seinna nýlenda og herraþjóðin rúir okkur innað skinninu með því að taka meg- infjármagnið, sem hafði veriö undirstaða menningarlegs frumkvæðis, og flytja það úr landi. En maðurinn gefst ekki upp: Framá 16. öld er myndlist og húsagerð á íslandi hámenn- ingarlist, og með því á ég við, að þessi list er ekki stunduð í hjáverkum, heldur vinna lista- mennirnir algerlega við sína list. Þeir sem skera út, til dæmis Laufás-stoðina í Þjóðminja- safninu, eru atvinnulistamenn. En þeir sem skera út á 17. og 18. öld, til dæmis aska og því- umlíkt, eru bændur, sem vinna að list sinni í hjáverkum. List- in deyr semsagt ekki út. Þráð- urinn slitnar aldrei. Hann er bara miklu veikari. SAM: Endurreisnin í bók- menntunum hefst snemma á síðustu öld, en endurreisn myndlistarinnar kemur ekki fyrr en um síðustu aldamót. Hvernig ber að skýra það? Hörður: Þetta finnst mér líka rangt. Við skulum taka sem dæmi þegar Sveinbjörn Egils- son er að þýða kviður Hómers suðurá Bessastöðum: þá er fullt af handverksmönnum, þ. e. a. s. arkítektum í þeim skilningi að þeir eru bæði smiðir og arkítektar, m. ö. o. alþýðuarkítektar, sem eru að reisa nýjar kirkjur og timbur- hús útum allt land. Þeir láta sér ekki nægja að reisa þau, heldur mála þau líka og prýða. Mér er sérstaklega minnis- stæður dyrabjórinn á gömlu kirkjunni á Staðarfelli, sem nú er búið að henda. Hann er ein- mitt gerður sama árið og Svein- björn er að þýða Odysseifs- kviffu. Burstabærinn og timb- urkirkjurnar eru samskonar afrek og verk Fjölnismanna, en það erum við sem höfum hunzað þetta, og þá einkanlega eftir 1940. Við höfum ekkert hirt um þessa hefð, látið þess- ar kirkjur og þessi hús eiga sig og grotna niður. Við höf- um ekkert skrifað um hana. Það hafa verið skrifaðar bæk- ur um Sveinbjörn Egilsson, en ekkert um þessa menn. Helgi Helgason er sagður tónskáld. Hann er framúrstefnumaður í arkítektúr hér um aldamótin, og það var verið að rífa hans bezta hús í fyrrasumar, Amt- mannshúsið. Það skiptir engu máli. Jón: Hvernig stóð á því, að ekki var skrifað um það? Það var þó velbyggt og reisulegt hús. Var það kannski einmitt þessvegna? Guffrún: Það var búið að rífa það áður en nokkurn varði. Hörffur: Þetta er bara eitt dæmi um þá flokkun á hlutun- um sem hér tíðkast. Stefán: Hvernig er með þá að- ilja, sem vinna að tillögum um verndun gamalla húsa? Er þeirra álits alls ekki leitað, áð- ur en byggingum einsog Amt- mannshúsinu er einn góðan veðurdag ekið burt? Jón: Mér finnst nú ekki, að spurningu Sigurðar hafi verið svarað: Hvernig stendur á því að myndlist kemur ekki til skjalanna að neinu ráði fyrr en um síðustu aldamót? SAM: Og þá hafði ég fyrst og fremst í huga myndlist í þrengri skilningi. Jón: Við gætum lika tekið eldri byggingarlist. Einsog við vit- um, er íslenzk byggingarlist háð þeim efnum, jafnt and- legum sem þjóðfélagslegum, sem fyrir hendi eru á íslandi á hverjum tíma. Þó til hafi verið margir góðir og hagir smiðir um allar trissur á síð- ustu öld, meðan Sveinbjörn var að þýða Hómer á Bessastöðum, þá er það ekki eitt og það sama, að reist hafi verið hús um allt land og að byggingar- listin í landinu hafi verið öflug og skapandi. Það er tvennt ó- líkt að reisa hús og skapa byggingarlist. Þar er sami munur á og að vera rithöfund- ur og skáld. Gylfi: í sambandi við þessa myndlist, sem talað er um að komi hér upp um aldamótin, verðum við að hafa hugfast, að sú myndlist, sem hingað berst og hér er sköpuð, á ræt- ur suðrí Frakklandi, þ. e. immpressjónisminn, og hans fer ekki að gæta að ráði þar fyrr en um 1870. Hann er ekki viðurkenndur í Frakklandi fyrr en um 1890, þannig að þessi tegund myndlistar er ekki far- in að láta til sín taka suðrí Evrópu fyrr en þetta. SAM: Ekki þessi tegund, en það var ekki það sem um var að ræða. Gylfi: Já, þú átt við myndlist yfirleitt. Ég veit satt að segja ekki, hvernig á að skýra það, að málaralist kemur ekki til sögunnar fyrr. SAM: Fyrsta landslagsmál- verkið er víst eftir Sigurð Guð- mundsson, málað 1862 eða þar um bil sem leikmynd við Úti- legumenn. Og þessi fyrsti landslagsmálari okkar, sem var reyndar margt til lista lagt, deyr úr hungri í Reykjavík. Jón: Þó það hljómi kannski ó- skáldlega, þá hlýtur orsökin fyrst og fremst að liggja í þjóð- félagsástandinu. Við vitum, að það voru ekki nema sérstakir efnamenn eða þá efnilegir unglingar, sem voru svo heppn- ir að hljóta stuðning góðra manna, sem fóru út til náms. Og haldið þið að það hafi ver- ið tilviljun, að menn sem voru kostaðir til náms fóru í lög- fræði eða prestskap? Það voru einfaldlega einu embættin sem voru til á íslandi. Þó þessir menn eyddu margir áratugum í Kaupmannahöfn og drykkju út nokkrar jarðir, skildu eftir fjárþrota foreldra og kæmu svo próflausir heim, ef þeir drukknuðu þá ekki í dikjunum, hefðu það þótt miklu hörmu- legri endalok ef einhver þeirra hefði farið að mála. Það hefði verið talin örugg vísbending um, að maðurinn væri alger- lega kominn í hundana. Þetta sama á náttúrlega við um 22

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.