Samvinnan - 01.12.1973, Blaðsíða 36

Samvinnan - 01.12.1973, Blaðsíða 36
Sigvaldi Thordarsen: Einbýlishús viö Ægissíðu. Hannes Davíðsson: Langholtsapótek. Irrrrrrfrmr Irrmrrrm trrrrrrrm jrrrrr'n afstaða til forms og lita, og það er þessi afstaða sem ég bið þá um að horfa á og reyna síðan að skapa verk sem falla inní þann tíma, sem þeir lifa á. Verkin á safninu eru sá mæli- kvarði sem þeir eiga að mæla sín eigin verk við. Jón: Þetta var vel sagt og hár- rétt. Hörður: í sambandi við listiðn- aðinn verðum við að hafa hug- fast, að iðnvæðingin kemur upp á milli mannsins og verks- ins. Þessir gömlu hlutir voru gerðir með handtækjum. Mað- urinn, sem bjó þá til, var beint fyrir framan verkið. En svo kemur vélin til sögunnar, og hún kemur upp á milli manns og verks, með þeim afleiðing- um að hvort fer sína leið. Aðal- hugsjón Bauhaus-hreyfingar- innar var að tengja manninn aftur verki sínu. Þetta er nauð- synlegt að hafa í huga til að skilja stöðu okkar í dag. Við vorum með bændasamfélag og handverk, en erum nú komnir með iðnaðarþjóðfélag og vél- Hörður: Hér verðum við líka að taka stjórnmálin inní dæm- ið. Hverskonar þjóðfélag ætlum við að skapa og til hvers ætl- um við að nota listina? Við verðum að gera okkur grein fyrir því, að hér eru að koma fram ungir menn, harðsoðnir marxistar, sem eru frelsaðri en hvítasunnumenn, og þeir segja: „Listin fyrir fólkið! Við vilj- um bylta kapítalismanum, Jón: Og þjóðfélag sem breyt- ist örar en nokkurntíma fyrr í sögu mannsins. Það er ekki hvað sízt vandamálið. Við töl- um um þrjár og fjórar víddir í arkítektúr og skipulagi og lífi mannsins, en síðan kemur til sögunnar fjórða eða jafnvel fimmta víddin sem nefnist tími, þ. e. a. s. hraði og örar þjóðfélagsbreytingar, fjölgun mannkyns, breytilegir lifnaðar- hættir. Það er þessi vandi sem steðjar að nútímanum. Hörður: í þvi sambandi meg- um við gjarna hugleiða, að það eru þó ekki nerna 20 til 30 ár sem við höfum haft til stefnu hér á landi. Við verðum að vera sanngjarnir við sjálfa okkur. Jón: Við höfum ekki verið vondir við okkur, öllu fremur alltof góðir. En forsenda allra góðra hluta er sjálfsgagnrýni, og við höfum verið að reyna að ástunda hana í þessari um- ræðu. Þegar við lítum á heild- ina, verðum við að miða hærra, taka mið af tindinum, ef við ætlum að þoka okkur framá- við og uppávið. breyta þjóðfélaginu og gera það samvirkt.“ Við verðum að taka afstöðu til þess í umræðu okkar, hvernig þjóðfélag við viljum fá. Jón: í sambandi við öll svona vígorð getum við líka rifjað upp endurreisnartímabilið þeg- ar hinn almenni borgari í Firenze fór og ræddi um Gilbeti eða árangurinn af samkeppn- inni um Paradísarhliðið. Á end- urreisnartímanum var þó vak- andi áhugi á lifandi list, sem var þáttur í daglegu lífi fólks- ins, einsog hún á vitaskuld að vera. Gylfi: Hörður talaði áðan um hefðina og skilgreindi hana mjög skemmtilega. í því sam- bandi langar mig til að benda á, að þessi nútímamenning, sem ég tel að hefjist kringum aldamótin síðustu, hafi gengið í bylgjum á myndlistarsviðinu og einmitt núna séum við að eignast einhverja hefð í ís- lenzkri nútímamyndlist. Ég segi fyrir mig, að ég leita mjög mikið aftur til gömlu karlanna og skoða verk þeirra, leita miklu meira til þeirra en út- fyrir landssteinana, afþvi nú er búið að vinna að þessum hlutum í 70 ár, og ég held að svipað sé að segja um aðrar listgreinar. Nú fyrst getum við farið að pæla í íslenzkri nú- tímamenningu. Það var minnzt á þessa háfrelsuðu marxista, og ég var að tala við einn þeirra í gær, ungan mann með blóð í augum og geislabaug yfir höfðinu. Ég hafði að mörgu leyti gaman af að kynnast sjónarmiðum hans, og ég hef að undanförnu kynnzt viðhorf- um ungs fólks mjög vel. Það er eitt sem veldur mér nokkrum kvíða í þessu samhengi, og kannski er þó rangt að kalla það kvíða, en gæðamat þessa unga fólks er allt annað en við eigum að venjast. Þetta unga fólk er að flykkjast niðrí mið- bæ og taka á leigu íbúðir við Laugaveginn, Grettisgötuna, Njálsgötuna og um allan gamla bæinn. Það er að fara inní miðbæinn. íbúðirnar sem það tekur á leigu þykja ekki fínar, þær eru yfirleitt lélegar. Það kaupir sér ekki húsgögn, heldur býr sér til fleti á gólfinu og gerir sér einatt húsgögn úr kössum, oft frá Áfengisverzlun- inni. Jón: Svona hefur þetta verið á Norðurlöndum undanfarin 40 ár, ef ekki lengur. Gylfi: Já, en það er að koma fram núna hjá okkur, og hér er um að ræða næstu kynslóð, og ég held að þetta komi til með að hafa geysimikil áhrif, ef það nær einhverri útbreiðslu, til dæmis á markaðinn, við skulum segja húsamarkað, húsgagnamarkað og annað slíkt. Jón: Þetta fólk mundi síður borga háa húsaleigu, heldur nota féð til annars. En forsend- an fyrir því, að fólk er að flytja til baka inni gamla bæ- inn, er meðal annars sú, að frá sjónarmiði listamanna og félaga þeirra er öllu æskilegra að búa í slæmu húsnæði heldur en í híbýlum með silkiáklæði á veggjum, fyrir utan hvað það er miklu geðslegra. Þetta hef- ur ekki aðeins átt sér stað meðal námsmanna á Norður- löndum, heldur hefur það ver- ið venja öldum saman, að lista- maðurinn búi við bág kjör. Rómantík. Gylfi: En þetta eru ekki lista- menn. Jón: Eða þá menntamenn og menningarvitar. Gylfi: Það eru ekki heldur menntamenn. Þetta er venju- legt fólk upp og ofan. Jón: Það geta verið fleiri en ein forsenda fyrir þessu. Ein gæti verið sú, að fólkinu líði bara ar. Breytt verðmætamat 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.