Samvinnan - 01.02.1977, Síða 12

Samvinnan - 01.02.1977, Síða 12
Flest þessi verkefni í þágu Sambandsfélaganna og samvinnufólksins leysir Sambandið beint sjálft. Önn- ur eru þannig vaxin, að nauðsynlegt hefur þótt, að Sambandið gengist fyrir því að leysa þau í samstarfi við aðra í sérstökum félögum. Hafa þá kaupfélögin oft komið til og stundum aðrir aðilar. Þessi félög eiga það sammerkt, að þau starfa í þágu samvinnufélag- anna og samvinnumanna og í nógu nánum tengslwm við Sambandið til að það sé tryggt. Það má fullyrða, að viðskipta- og þjónustustörf samvinnuhreyfingarinnar liafa reynzt farsæll og áhrifa- mikill þáttur í lífskjarabaráttu almennings á Islandi, í sókn þjóðarinnar úr örbirgð og fátœkt til bjargálna. Þar sem samvinnan nýtur sín bezt, búa lslendingar við minni dreifingar- og þjónustukostnað en margir aðrir, þótt búast mætti við því gagnstœða vegna erf- iðra staðhátta. Engum liugsandi manni dylst, að samvinnufélógin hafa orðið undirstaða mikilla framfara í öllum byggð- arlögum landsins og víða styrkustu stoðir liéraðanna og afkomu almennings. 1 mörgum byggðarlögum hafa samvinnufélögin ver- ið sú kjölfesta, sem aldrei liefur haggazt, á liverju sem oltið hefur. A þetta við um ýmis þau byggðarlög, sem mest leggja í þá undirstöðu, sem þjóðin byggir á, land- búnað, sjávarútveg og iðnað. Þá hefur Sambandið haft með höndum iðnaðar- framkvæmdir, sem œtlað er að stuðla að nýtingu ís- lenzkra hráefna, fjölbreytni í atvinnulífi þjóðarinnar og traustum þjóðarbúskap. Er þá haft i huga, að þœr framkvæmdir miði. einnig að stuðningi við eðlilegt byggðajafnvœgi í landinu. Það leiðir af því, sem samvinnuhreyfingunni er ætlað að leysa af hendi, að hún verður stór í sniðum, ef sœmilega telcst til, og Sambandið stór stofnun, þar sem það leggur sig fram um að koma því í verk, sem því ber að annast fyrir Sambandsfélögin og samvinnu- menn. Sambandið tekur þátt í alþjóðlegu samvinnustarfi. Hefur verið í Alþjóðasambandi samvinnumanna síðan 1927. Þau samtök vinna m. a. að aðstoð við þróunar- löndin af liálfu samvinnumanna. 1 Norræna samvinnu- sambandinu hefur Sambandið starfað síðan 19Jj9. Þar fara m. a. fram sameiginleg innkaup á ýmsum vörum fyrir samvinnusamböndin á Norðurlöndum. Sambandsfélögin og Sambandið starfa á lýðræðis- grundvelli. Það er látlaust viðfangsefni samvinnu- lireyfingarinnar að tryggja tengsl félagsmanna hennar við fyrirtœkin og kjórna og ráðna stjórnendur þeirra. Þarna kemur til frœðslustarfsemi, fréttaþjónusta, fé- lagslíf og fundahöld af mörgu tagi. I kaupfélögunum eru það deildafundir, aðalfundir og víða rnargs konar aðrir fundir um einstök verkefni. Sambandsfélögin mynda Sambandið og kjósa fulltrúa til aðalfundar þess, sem kýs stjórn Sambandsbis. Aðalfundurinn er fjölmennur og fer með æðsta valdið. 1 Sambandinu eru fundahöld tíð. Koma þar til stjómarfundir, framkvæmdastjórnarfundir og sameig- inlegir fundir stjórnar og framkvœmdastjórnar. Kaup- félagsstjórafundur er lialdinn árlega með mörgum starfsmönnum Sambandsins til þess að ráðgast um reksturinn og samrœma störfin. Þá má nefna funda- höld um sérverlcefni Búvörudeildar og Sjávarafurða- deildar með fulltrúum þeirra Sambandsfélaga, sem hafa með höndum verkun og sölu landbúnaðar- og sjávarafurða og fleira kemur til, fundir og ráðstefnur. Nýlega hefur sá háttur verið upp tekinn, að tveir full- trúar kjömir af starfsfólki Sambandsins eiga setu á stjórnarfundum með málfrelsi og tillögurétti. Lýðrœðið stendur föstum fótum í samvinnulireyf- ingunni. Það breytir eklci því, að framkvœmd þess er vandasöm þar eins og annars staðar og vinnuaðferðir þurfa sífellt endurskoðunar við. Þátttaka í sjálfu fé- lagsstarfi samvinnuhreyfingarinnar þyrfti að eflast, og heppilegustu leiðirnar þarf að finna til þess að treysta félagsböndin í samvinnuhreyfingunni og sem nánast samband stjórnenda og félagsmanna. Þetta er samvinnumönnum ríkt í huga, og einmitt þess vegna verða félags- og frœðslumál aðalmál Sam- bandsins í vor. Nú á sjötíu og fimm ára afmœli Sambandsins er þess gott að minnast, að margt hefur vel lánazt og að Sambandið er traust stofnun, sem mikils má af vænta til stuðnings heilbrigðu samvinnustarfi. Þetta kemur sér vel, því að mörg verkefni eru óleyst framundan, sem si?ma þarf. Þess er ekki síður gott að mhmast, að samvinnuhreyfingin er nú orðin ein styrkasta stoðin í íslenzkum þjóðarbúskap og augljóst að hún hefur miklu hlutverki að gegna í látlausri baráttu þjóðar- innar fyrir efnahagslegu og atvmnulegu sjálfstœði og viðunandi lífskjörum. Þessu riti er œtlað að gefa 7iokkurt yfirlit um það se7n gert liefur verið — og jafnfrmnt ætti að mega vænta þess, að þœr upplýsingar, sem það færir um samvimiustarfið og árangur þess, verði mÖ7inum hvatn- ing til þess að notfæra sér úrrœði samvinnu og sam- hjálpar við laus^i vandasamra verkefna á sem flestum sviðum þjóðlífsins. 8
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.