Samvinnan - 01.02.1977, Síða 20
Þensla og samdráttur
Nálægt aldamótum hófst umtalsvert þensluskeið ís-
lenskrar verslunar, og má einkum rekja það til auk-
innar peningaveltu og lánamöguleika í bönkum. ís-
lenskum verslunum fjölgaði óðum, urðu margar á öll-
um helstu verslunarstöðum og sumar mjög smáar.
Hinar gamalgrónu stórverslanir, flestar útibú danskra
fyrirtækja, áttu í vök að verjast. Samkeppni setti svip
sinn á viðskiptalífið; kaupmenn neyttu ýmissa ráða
til að draga til sín viðskipti, keyptu afurðir jafnvel á
ofurverði og söfnuðu skuldum við banka og heildsala.
Víða áttu kaupfélögin fullt í fangi með að halda sín-
um hlut af viðskiptunum, jafnvel við félagsmenn, og
sum freistuðust til ógætilegra samkeppnisbragða.
Viðskiptakreppan 1907 og þrengingar næstu ára
komu hart niður á íslenskri verslun. Margir kaupmenn
urðu gjaldþrota og aðrir hlutu að draga saman seglin.
Fáein nýstofnuð stórfyrirtæki eða verslanasamsteyp-
ur, að miklu leyti eign útlendinga, náðu miklum við-
skiptum svo að menn óttuðust endurkomu selstöðu-
verslunarinnar.
Kaupfélögin urðu einnig fyrir áföllum á þessum ár-
um. Fáein urðu að gefast upp, þar á meðal helstu kaup-
félögin á Snæfellsnesi, Vestfjörðum og Austfjörðum.
Af hinum grónu héraðsfélögum var það aðeins Pönt-
unarfélag Fljótsdalshéraðs sem hætti störfum, en var
í rauninni endurreist sem Kaupfélag Héraðsbúa.
Víðast hvar stóðst samvinnuverslunin, þótt varbúin
væri að mörgu leyti, kreppuna betur en einkaverslunin.
Einnig virtist mönnum samvinnuhreyfingin helst
megnug þess að veita mótvægi hinum miklu, hálfer-
lendu verslanasamsteypum. í reynd varð kreppan til
þess að auka fylgi íslendinga við kaupfélagsskapinn.
1908
Kreppunnar gætti nú til fulls á íslandi og fylgdu óhagstæð
viðskiptakjör, fallandi verð afurða, einkum ullar og gæra,
en innfluttar matvörur í háu verði. Því versnaði hagur
bænda og örðugt að verjast skuldasöfnun í kaupfélögunum
sem sjálf áttu undir högg að sækja með lánsfé.
Meginviðfangsefni Sambandsins á árinu var að samræma
kjötverkun og saltkjötssölu kaupfélaganna. Jafnframt var
undirbúið samstarf við samvinnumenn á Suðurlandi.
Gullfoss, fyrsta skip Eimskipafélags íslands, við bryggju í Kaupmanna-
höfn. Samvinnufélögin tóku þátt í stofnun Eimskipafélagsins og hugðu
á nánara samstarf við það en raun varð á.
1909
Viðskiptakjörum brá nokkuð til batnaðar, en voru þó örðug.
Aðalfundur Sambandsins var haldinn í Reykjavík og boðið
til hans fulltrúum frá kaupfélögum og öðrum samvinnufé-
lögum utan Sambandsins. Þar gengu í Sambandið Verslunar-
félag Steingrímsfjarðar, Verslunarfélag Hrútfirðinga og
Sláturfélag Vestur-Húnvetninga, en sjö önnur félög sendu
áheyrnarfulltrúa, flest þeirra starfandi á Suðvesturlandi. Á
hinn bóginn voru Pöntunarfélag Fljótsdalshéraðs og Kaup-
félag Eyjafjarðar (útfjarðarfélagið) að leysast upp og hverfa
úr Sambandinu. Ályktað var um breytingar á lögum Sam-
bandsins. Kjötsölumál voru helsta viðfangsefni aðalfundar
og lögð á ráð um samstarf Sambandsins og Sláturfélags Suð-
urlands.
1910
Gott verslunarár.
Staðfestar breytingar á lögum Sambandsins, meðal annars
tekið upp nafnið Samband íslenskra samvinnufélaga og
þriggja manna stjórn. Pétur Jónsson á Gautlöndum tók nú
aftur við stöðu framkvæmdastjóra, en meðstjórnendur hans
voru kjömir Sigurður Jónsson í Ystafelli og Hallgrímur
Kristinsson.
Um haustið fór Jón Jónsson kaupfélagsstjóri Norður-Þing-
eyinga til Danmerkur og sá um saltkjötssölu Sambandsins.
Dönsk kaupfélög keyptu þá mikið af Sambandskjötinu, svo
og næstu ár.
1911
Jón Jónsson sá öðru sinni um saltkjötssöluna og náði góðu
verði, en nokkurt fé tapaðist á gjaldþroti kaupmanns eins
í Danmörku.
Alþingi samþykkti að veita Sambandinu styrk til fyrir-
lestrahalds um samvinnumál.
Vakning á Suðvesturlandi
Eitt hinna gömlu sauðasölufélaga, Kaupfélag Stokks-
eyrar, hafði haft mikla verslun um Ámes- og Rangár-
vallasýslu, en því hnignaði á síðustu árum 19. aldar,
og kvað þá lítið að samvinnustarfi á öllum suðurhelm-
ingi landsins. En um aldamót hófst samvinnuvakning
á Suðvesturlandi. Áhrif og fyrirmyndir komu Sunn-
lendingum frá Danmörku, einkum með Sigurði Sig-
urðssyni ráðunaut, ekki síður en frá innlendu kaup-
félögunum gömlu.
Að dönskum hætti var mest kapp lagt á að stofna
sérstök afurðasölufélög. Fyrst komu smjörbúin, flest
á árunum 1901—1905 og fáein raunar í öðrum lands-
hlutum einnig, sem gerðu smjör að verðmætri útflutn-
ingsvöru á þeim árum sem hvað erfiðast var að koma
kindakjöti í verð. Síðan Sláturfélag Suðurlands 1907
sem þá náði allt vestur á Snæfellsnes og var frá byrjun
einna stærst í sniðum íslenskra samvinnufélaga.
Á árunum 1904—1907 voru stofnuð Kaupfélag Borg-
firðinga og Kaupfélag Skaftfellinga, svo og tvö ný
kaupfélög í Ámessýslu. Samvinnufélög bænda voru þá
orðin bæði öflug og útbreidd á Suðvesturlandi, en ekk-
ert þeirra gekk í Sambandið fyrr en löngu síðar. Hið
sama gilti raunar um kaupfélögin á Vesturlandi, svo
að starfssvæði Sambands íslenskra samvinnufélaga
takmarkaðist allt til 1916 af Strandasýslu og Fljóts-
dalshéraði.
16