Samvinnan - 01.02.1977, Side 22

Samvinnan - 01.02.1977, Side 22
Kaupfélagsskapurinn jafnar auðsæld manna Pétur Jónsson á Gautlöndum ritaöi grein í Búnaðarritið 1893 undir yfirskriftinni Kaupskapur og kaupfélagsskap- ur. Er hún að meginefni vandlega rökstudd hugleiðing um markmið og möguleika samvinnuverslunar á íslandi. Meðal annars færir Pétur rök að því „að þjóð vor sé betur farin að efnahag og skipulagi þegar verslun vor er í höndum kaupfélaga heldur en kaupmannastéttar, þó inn- lend sé; eða með öðrum orðum að verslunin eigi að vera þjóðarmálefni.“ Hér fara á eftir glefsur úr máli Péturs. Eitt hið versta gönuhlaup þjóðanna er misskipting auðsins. Ekkert hefur meiru illu til leiðar komið en hún. Það er ekki einungis allir þeir annmarkar og lestir sem skorturinn kemur til leiðar beinlínis, heldur og búksorg, eyðsla og ólifnaður sem fylgir of miklum auðæfum; ekki einungis þrældómur og undirokun með öllu þeirra föru- neyti sem auðsvaldið hneppir fjöldann í, heldur iðjuleysi og drottnunargirni þeirra sem auðsvaldið hafa með hönd- um. — Ef til vill er ekki allur skortur sprottinn af mis- skiptingu auðsins og náttúrugæðanna, og vafalaust verð- ur náttúrugæðunum aldrei miðlað jafnt til allra. Alls- nægtir allra verða að líkindum aldrei til nema í hugmynd- inni. En sú hugmynd er líka svo mikilsverð að hún ætti að verða leiðarstjarna þjóðanna til sannra framfara og farsældar.------- Verslunin hefur nú frá alda öðli verið arðsöm atvinnu- grein ... Verslunarstéttin hefur ef til vill átt flesta auð- kýfinga allra stétta; þessir auðkýfingar hafa náð valdi miklu, og vald þeirra hefur síst gefist betur en annað auðsvald, hvorki í efnalegu né siðferðislegu tilliti. Það munu nú margir hafa þá skoðun að hér á íslandi þurfti eigi að fást um misskiptingu auðs né kvíða auðs- valdi. Líklegt er og að seint rísi hér upp stórir auðkýf- ingar eftir mælikvarða annarra þjóða. En þótt vér enga stóra auðmenn eigum, höfum vér þó nægar sönnur á því að væri vorum litlu efnum jafnar skipt með mönnum, stæðum vér þó hóti framar í velgengni og menningu ... Ég sé því enga tryggingu gegn því að öflug innlend verslunarstétt geti náð auðsvaldi sem skaðar þjóðina meir en það bætir. Eins og ég þykist hafa leitt rök að áður, stendur ekki innlend verslunarstétt á eðlilegum og traust- um fótum nema hún þoli samkeppni við erlenda kaup- menn, og þegar hún er þess umkomin, er hún vafalaust langauðugasta stétt landsins. En það getur hún ekki orðið nema því aðeins að hún dragi með öllu móti vald og auð verslunarinnar undir sig. Þótt þjóðin sé þá sterkari og efnaðri í heild sinni, eru landsmenn, að undanteknum þessum fámenna flokki, litlu betur famir og njóta á mjög óbeinan hátt verslunararðsins. Verslunararðurinn, þetta sárþráða lífsafl, er þá í fárra manna höndum. En auður í fárra manna höndum er eins og vatn í djúpum farvegum. Jarðvegurinn í kring getur verið og er oft gróðurlaus fyrir því. Þessir farvegir grafa sig æ dýpra og dýpra, og svo getur farið að þeir bylti nið- ur jarðveginum á báða bóga. En hvernig fer um verslunararðinn ef kaupfélögin leiða hann inn í landið? — Þá getur hver sem vill og á verslun þarf að halda, fengið sinn skerf af honum, þá Pétur Jónsson á Gautlöndum, 1858—1922, sonur Jóns Sigurðssonar alþingismanns og fyrsta formanns Kaupfélags Þingcyinga. Pétur var stjórnarformaður og kaupfélagsstjóri Kaupfélags Þingeyinga 1889— 1919, framkvæmdastjóri Sambandsins 1902—1 og 1910—17, síðan stjórnarformaður eftir að það starf var skilið frá framkvæmda- stjórninni og til 1920 að hann tók við ráðherrastörfum. Pétur var í hópi þeirra kaupfélagsmanna sem mest gaumgæfðu hug- sjónagrundvöll og framtíðarmarkmið samvinnustefnunnar. kemst hann inn á heimili hvers einasta félagsmanns; hann minnkar skort og skuldabasl og hefur úr niðurlæg- ing, hann vekur upp til sjálfstæðis og sjálfsmeðvitundar; hann knýr til framsýni og lokkar og leiðir til félagsskapar. Hann er fyrir þjóðina eins og frjósöm dögg eða seitlveita um skrælnað tún og engi. Ég tel það því einn af yfirburðum kaupfélagsskaparins að hann jafnar auðsæld manna og gjörir sem flesta að- njótandi verslunararðsins. En jafnframt hefur hann al- menning til meira sjálfsforræðis, fyrst og fremst með því að gera einstaklinginn efnaðri og óháðari öðrum og þar næst með því að gjöra hann hluttakanda og með- ráðanda í versluninni... Valdi og ráðsmennsku kaupmanna má líkja við höfð- ingjastjórn og stundum við fullt einveldi. En kaupfélags- skapnum má fyllilega líkja við lýðstjórn; enda er kaup- félagsskapurinn hjá öðrum þjóðum eitt af hinum hæg- fara störfum verkmannalýðsins í þá átt að hefja sig til jafnréttis og sjálfsforræðis ... „Enginn er annars bróðir í leik“ og „Eins dauði er ann- ars líf“. Þessir tveir málshættir sýna betur en flest annað eðlisfar kaupmennskunnar. Fyrri málshátturinn á fylli- lega við kaupmann og viðskiptamann hvorn gagnvart öðrum. Að öllum jafnaði standa hagsmunir þeirra í nokk- urs konar berhöggi hvor við annan ... En komi kaupfélag í stað kaupmanns, er þessu á annan veg varið; þá er litið á afleiðingarnar og allir spurðir til ráða sem afleiðing- arnar koma niður á. Þar fer hagnaður félagsins og félags- mannsins (seljanda og kaupanda) algjörlega saman. Það sem skaðar félagsmanninn, skaðar um leið félagið ...
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.