Samvinnan - 01.02.1977, Page 23
Hinn málshátturinn: „Eins dauði er annars líf“ sann-
ast aftur á móti þar sem kaupmenn standa andspænis
hver öðrum sem keppinautar. Ég þarf engum að útskýra
þann hagnað sem kaupmaður hefur af því ef keppinautur
hans verður undir eða dettur úr sögunni. En einnig í þessu
er kaupfélögunum ólíkt háttað. Milli þeirra er alveg
óhugsandi að verslunarkeppni í eiginlegum skilningi eigi
sér stað, og hagsmunir þeirra eru mjög nátengdir. Ef eitt-
hvert kaupfélag veltur um koll, þá hafa hin kaupfélögin
ekkert gott af því, heldur einungis óánægju og skaða.
Samkeppni er hvorki eðli né tilgangur kaupfélaga, heldur
er tilgangur þeirra og eðli: samvinna allra, eindrægni og
skipulag.------
Sumir sem hafa samkeppnina fyrir átrúnaðargoð, munu
að líkindum reka upp stór augu þegar ég tel það með
kostum kaupfélaganna að útrýma verslunarkeppni. En
fyrir hví er frjáls samkeppni í verslun nauðsynleg? Fyrir
því að verslunin er í höndum einstakra manna sem gjöra
hana að einokun ella. Mér dettur ekki annað í hug en að
taka verslunarkeppni sem meðal gegn einokun ef ekki
er á betra völ. Svo mega og allir hugga sig við það að á
meðan verslunin er aðeins að sumu leyti í höndum kaup-
félaga, koma þau að góðum notum sem keppinautar gegn
kaupmönnum þótt samkeppnin sé ekki markmið þeirra.
En þegar vel er aðgætt, er samkeppnin í atvinnuvegunum
ill nauðsyn; hún eyðir kröftum manna í óþarfa baráttu
°g meinbægni hvers við annan og spillir vinsamlegri sam-
vinnu.-------
En hvernig fer þá kaupfélagsskapurinn að? Hann gjörir
kaupmennina, sem slíka, óþarfa og um leið alla þeirra
samkeppni. Hann leiðir verslunina á bekk með öðrum vel-
ferðarmálum og kemur henni inn undir almennt skipu-
iag; hann verndar einstaklinginn fyrir ofurvaldi og
hnefarétti þeirra sem mega sín meira, og styður hann til
þess að geta skipt vöru fyrir vöru á beinasta, eðlilegasta
°g þess vegna kostnaðarminnsta hátt.------
Ef öll verslun landsins væri í höndum kaupfélaga og ef
kaupfélögin væru öll í sambandi, þá væri það ekki sér-
lega margir menn sem þyrfti til hinna vandasömustu
starfa, og langtum færri en kaupmenn eru. Þess vegna
setti að vera minni örðugleikar á því að þessir menn væru
hæfir til starfs síns að náttúrufari og menntun.---
Einn af kostum kaupfélaganna er sparnaður. Eins og
þegar er drepið á, er það eiginlega mikill hluti af kaup-
hiannastéttinni, með eyðslu hennar og óhófi, sem kaup-
félögin geta sparað; þetta hefur með réttu verið talinn
einn af aðalkostum þeirra. Að vísu þarf kaupfélagsskap-
hrinn menn í sína þjónustu; en hann getur komist af með
þá miklu færri og miklu nægjusamari; þeir kraftar sem
sparaðir eru, geta snúist að einhverri nytsamri og fram-
leiðandi vinnu. — — —
Kaupfélagsskapurinn, eins og hver annar félagsskapur,
hefur menntandi áhrif á margan hátt. Menn kynnast
skoðunum og tilfinningum hver annars; sú viðkynning
styrkir skoðanirnar og gjörir þær gleggri og þjálli; hún
hrepur niður smásmugulegum ríg millum manna og
sveita, hún glæðir félagsanda og kemur mönnum á lagið
hieð að vinna saman ...
En svo er það og sérstakur kostur á kaupfélagsskapnum
framyfir flestan annan frjálsan félagsskap að hann gríp-
ur til svo margra og hann heldur þeim föstum með þeim
höndum er reynast sterkari en önnur félagsbönd; það er
stundarhagnaðurinn ... Og margur sem í fyrstu dróst
u^eð, einungis fyrir stundarhagnaðinn, hefur síðarmeir
fylgst með af æðri hvötum.
1914
Hallgrímur Kristinsson fór þriðja sinni utan til að selja
kjöt Sambandsins. Var jafnframt ákveðið að hann tæki að
sér til bráðabirgða erindrekastarfið fyrir samvinnufélögin
frá næstu áramótum því að enginn annar naut bæði trausts
Sláturfélagsins og Sambandsins.
Heimsstyrjöldin fyrri hófst á árinu og olli viðskiptatrufl-
unum og verðhækkunum. Jók það fylgi við kaupfélögin að
kaupmenn þóttu ganga á lagið að hækka verð þeirra vara
sem hörgull varð á.
1915
Hallgrímur Kristinsson kom upp skrifstofu í Kaupmanna-
höfn og sá um sölu ýmissa afurða fyrir Sambandið og aðra.
Seint á árinu komu Oddur Rafnar og Guðmundur Vilhjálms-
son til starfa á Hafnarskrifstofu, en Sambandið hafði þá
enga fasta starfsmenn á íslandi.
Hallgrímur hóf undirbúning að sameiginlegum innkaupum
fyrir kaupfélögin. Fékk hann loforð fyrir rekstursláni í ný-
stofnuðum Samvinnubanka Dana gegn ábyrgð þingeysku
og eyfirsku kaupfélaganna, en til að tryggja lánstraust til
frambúðar þurfti að koma á almennri samábyrgð innan
kaupfélaganna og Sambandsins sjálfs, og var hafinn undir-
búningur þess.
1916
Hafnarskrifstofa var nú rekin af Sambandinu einu, og þar
fór aðalrekstur þess fram, til að mynda allt reikningshald.
Þó hafði Sambandið einnig opna skrifstofu á Akureyri hluta
ársins.
Viðskipti við Danmörku voru takmörkuð af völdum ófriðar-
ins. Þó sá Hafnarskrifstofa um verulegan hluta afurðasöl-
unnar, meðal annars saltkjötssölu til Noregs, svo og nokkur
vörukaup fyrir félögin, einkum Kaupfélag Eyfirðinga.
Haldið var samvinnunámskeið á Akureyri, einkum til að búa
menn undir störf við rekstur kaupfélaga, og kenndu þeir
Hallgrímur Kristinsson og Sigurður í Ystafelli.
Nybrograde 28 í Kaupmannahöfn. Frá haustdögum 1915 var þar í tveim-
ur herbergjum á götuhæð skrifstofa Sambandsins og íbúð Hallgríms
Kristinssonar, en fyrst hafði skrifstofan verið í kjallara að Farvergade 15.