Samvinnan - 01.02.1977, Page 26

Samvinnan - 01.02.1977, Page 26
Starf Samvinnuskólans má kalla að hefjist með samvinnunámskeiðinu 1918—19, og- veturinn næsta tók skólinn að fullu til starfa. Þá fluttist hann á miðjum vetri á efstu hæð Sambandshússins, en hafði þangað til fengið inni í Iðnskólanum, Skólavörðustíg 35, sem hér er sýndur. 1920 Framan af ári var erlent verðlag hærra en nokkru sinni, og urðu kaupfélögin að gera ársinnkaup sín að mestu leyti á því tímabili. Vorið var hart svo að bændur urðu að fram- fleyta búfé sínu á fóðurbæti sem kaupfélögin komust ekki hjá að lána. Horfur á afurðasölu voru aftur á móti slæmar. í ársbyrjun brýndi Sambandið fyrir félögunum að spara sem mest innkaup, og um sumarið ferðaðist Hallgrímur Kristinsson milli Sambandsfélaganna um allt land í sama skyni. Þá var almennt verðhrun að hefj ast, enda varð raunin sú að kjötverð féll um þriðjung frá fyrra ári, en ull og gærur um tvo þriðju. Bændur voru stórskuldugir í árslok og því fylgdi skuldasöfnun kaupfélaganna og Sambandsins. Skrifstofa í New York var lögð niður, en önnur stofnuð í Leith undir stjóm Guðmundar Vilhjálmssonar. Keypt var lóð í Vestmannaeyjum til að hafa þar birgða- geymslu fyrir kaupfélög á Suðurlandi. Einnig keypti Sam- bandið hluti í Tóbaksverslun íslands hf. og í félagi sem hugði á atvinnurekstur í Gufunesi við Reykjavík. Þá var keyptur þriðjungur í litlu flutningaskipi, Svölu, og vildi Hallgrímur Kristinsson ekki ganga lengra í skipakaupum. Sambandshúsið í Reykjavík var fullbyggt. Sambandið vann að markaðsöflun fyrir hross, og bætti sú verslun nokkuð um viðskiptakjör bænda. Átta kaupfélög gengu í Sambandið á árinu, flest á syðra helmingi landsins. Háar útsvarsálögur á samvinnufélögin í mörgum kaupstöð- um og kauptúnum voru orðnar samvinnumönnum mikið áhyggjuefni. Jón Árnason Aðalsteinn Kristinsson Oddur Rafnar Guðmundur Vilhjálmsson Fyrstu framkvæmdastjóramir Jón Ámason (1885—1977) var fyrsti aðstoðarmaður Hallgríms Kristinssonar í Reykjavík 1917 og frkvstj. Útflutningsdeildar frá upphafi til 1945. Hann var trúnaðarmaður samvinnumanna í bankaráði Landsbankans, stjóm Eimskipafélagsins, stjóm Sölu- sambands ísl. fiskframleiðenda og í kjötverðlagsnefnd, svo og í mörgum samninganefndum um utanríkisviðskiptL Aðalsteinn Kristinsson (1885—1947) réðst til Sambandsins 1920 og veitti forstöðu Innflutningsdeild til 1945. Oddur Rafnar (1885—1937) var starfsm. Kaupmannahafnarskrif- stofu Sambandsins frá 1915 og forstan. hennar 1918 og til æviloka. Guðmundur Vilhjálmsson (1884—1965) var einnig starfsmaður Hafnarskrifstofu 1915—17, þá fulltrúi Sambandsins í New Vork til 1920 og síðan framkvæmdastjóri í Leith til 1930 að hann tók við forstöðu Eimskipafélags íslands. Úr félagi í fyrirtæki Á árunum 1917 til 1921 tók Sambandið stakkaskiptum, ótrúlegum stakkaskiptum þegar þess er gætt, að af þessum fimm árum voru tvö mótuð af heimsstyrjöld og önnur tvö af áföllum verðhrunsins. Sambandið stækkaði á þessum árum: fjöldi Sam- bandsfélaga ferfaldaðist og mörg hin eldri efldust. Bolmagn Sambandsins til að annast viðskipti félag- anna jókst líka stórum. Áður hafði eiginlegt viðskipta- starf þess verið langmest bundið við afurðasöluna til útlanda, en nú fór það að annast að verulegu leyti innkaup félaganna, að mestu beint frá útlöndum, en einnig frá heildsölu sinni í Reykjavík. Innflutnings- verslunin er veigamesta nýjung í starfi Sambandsins á þessum árum, kjami þess sem Erlendur Einarsson hefur nefnt breytingu úr félagi í fyrirtæki. Sem fyrirtæki — meira að segja stórfyrirtæki — varð Sambandið að móta sér nýtt skipulag og starfshætti. Sú mótun hófst með stofnun aðalskrifstofu í Reykja- vík og ráðningu framkvæmdastjóra 1917 og lauk 1921 þegar lögfestar voru stöður forstjóra og fjögurra fram- kvæmdastjóra. Hallgrímur Kristinsson réð mestu um þessa skipan sem var furðu nútímaleg, glögg skipting verkefna og ábyrgðar, enda entist hún óbreytt í aldar- fjórðung. 22
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.