Samvinnan - 01.02.1977, Side 28
SAMBANDIÐ 1922—1945
Tími aðhalds og vaxandi iðnaðar
1922
Miklar ritdeilur voru háðar um hag og störf Sambandsins
og samvinnuhreyfingarinnar.
Skuldir Sambandsins minnkuðu á árinu.
Tilraun var gerð til að flytja út kælt kjöt, en framhald varð
ekki á því að sinni.
Skipið Svala, sem Sambandið átti að þriðjungi, fórst, og
tapaðist mikill hluti kaupverðsins.
Ólafur Briem var kjörinn formaður Sambandsins að Pétri
Jónssyni látnum.
1923
Hallgrímur Kristinsson andaðist í ársbyrjun. Sigurður Krist-
insson, bróðir hans, tók við forstjórastarfinu.
Sparnaðarráðstafanir Sambandsins og kaupfélaganna náðu
nú hámarki. Leitt var í lög að tapi Sambandsins vegna af-
skrifta skulda og verðfalls eigna mætti jafna niður á að-
ildarfélögin, en því ákvæði þurfti aldrei að beita.
Sambandið tók sjálft við rekstri Gamastöðvarinnar í
Reykjavík og hóf gærurotun á Akureyri.
1924
Viðskiptakjör voru góð og harðasta skuldabaráttan að baki.
Þó var áfram stefnt að aðhaldi í viðskiptamálum til þess að
styrkja fjármagnsstöðu félaganna.
Hófst útflutningur freðkjöts.
Innflutningsdeild kom upp sýnishornasafni iðnaðarvara til
að auðvelda kaupfélögunum pantanir.
Reist var verksmiðja á Akureyri yfir gærurotunina.
Fyrirlestrahald um samvinnumál hófst á ný og var nær
samfellt til 1930. Fyrirlesari í fyrstu Jón Sigurðsson í Ysta-
felli.
Sápuverksmiðjan Sjöfn, helmingafélag Kaupfélags Eyfirðinga og Sam-
handsins, tók til starfa 1932 í skúr sem reistur var við smjörlikisgerð
KEA, en fluttist 1934 í sérstakt hús þar sem áður var gæruvinnsla; eru
-----------------------------------------------
Þéttbýliskaupfélög
Kaupfélagsskapurinn átti alla tíð traustastar rætur í
sveitum. Fyrir 1920 höfðu þéttbýliskaupfélög naumast
komist á fastan grundvöll nema Kaupfélag Verka-
manna á Akureyri.
Síðan jókst mjög pöntunarstarfsemi verkamanna í
bæjum og þorpum, oft í tengslum við verkalýðsfélög,
og um 1930 var þetta starf víða að færast í reglulegt
kaupfélagshorf.
Samstarfi þéttbýliskaupfélaganna við Sambandið
var löngum nokkuð áfátt, en innganga Kaupfélags
Reykjavíkur og nágrennis í Sambandið 1938 táknar
tímamót í þeim efnum.
Hins ber að geta að mörg héraðskaupfélögin höfðu
aðsetur í vaxandi bæjum og þorpum og urðu með tím-
anum nátengd hagsmunum þéttbýlisins, tóku að sér
afurðasölu fyrir sjómenn, komu upp fiskverkun og voru
helstu vinnuveitendur í sumum bæjum.
._______________________________________ .
1925
Gengishækkun íslensku krónunnar olli bændum stórtjóni,
og jukust skuldir kaupfélaganna.
Sambandið jók innflutning byggingarvara og gerði átak til
að vinna ullarmarkað í Mið-Evrópu.
Ólafur Briem, stjómarformaður Sambandsins, lést á árinu
og við tók Ingólfur Bjarnason í Fjósatungu.
1926
Áformað að Sambandið kæmi upp ullariðnaði.
Innflutningur skilvinda, sauma- og prjónavéla fór vaxandi
þetta ár og hin næstu, enda þessi tæki að verða algeng á
sveitaheimilum.
þessar myndir teknar skömmu síðar. Sjöfn færði brátt út kvíamar og
varð efnaverksmiðja með mörgum framleiðslugreinum; má þar ekki
síst nefna málningarframleiðslu, sem nú er orðin útflutningsgrein.
24