Samvinnan - 01.02.1977, Side 28

Samvinnan - 01.02.1977, Side 28
SAMBANDIÐ 1922—1945 Tími aðhalds og vaxandi iðnaðar 1922 Miklar ritdeilur voru háðar um hag og störf Sambandsins og samvinnuhreyfingarinnar. Skuldir Sambandsins minnkuðu á árinu. Tilraun var gerð til að flytja út kælt kjöt, en framhald varð ekki á því að sinni. Skipið Svala, sem Sambandið átti að þriðjungi, fórst, og tapaðist mikill hluti kaupverðsins. Ólafur Briem var kjörinn formaður Sambandsins að Pétri Jónssyni látnum. 1923 Hallgrímur Kristinsson andaðist í ársbyrjun. Sigurður Krist- insson, bróðir hans, tók við forstjórastarfinu. Sparnaðarráðstafanir Sambandsins og kaupfélaganna náðu nú hámarki. Leitt var í lög að tapi Sambandsins vegna af- skrifta skulda og verðfalls eigna mætti jafna niður á að- ildarfélögin, en því ákvæði þurfti aldrei að beita. Sambandið tók sjálft við rekstri Gamastöðvarinnar í Reykjavík og hóf gærurotun á Akureyri. 1924 Viðskiptakjör voru góð og harðasta skuldabaráttan að baki. Þó var áfram stefnt að aðhaldi í viðskiptamálum til þess að styrkja fjármagnsstöðu félaganna. Hófst útflutningur freðkjöts. Innflutningsdeild kom upp sýnishornasafni iðnaðarvara til að auðvelda kaupfélögunum pantanir. Reist var verksmiðja á Akureyri yfir gærurotunina. Fyrirlestrahald um samvinnumál hófst á ný og var nær samfellt til 1930. Fyrirlesari í fyrstu Jón Sigurðsson í Ysta- felli. Sápuverksmiðjan Sjöfn, helmingafélag Kaupfélags Eyfirðinga og Sam- handsins, tók til starfa 1932 í skúr sem reistur var við smjörlikisgerð KEA, en fluttist 1934 í sérstakt hús þar sem áður var gæruvinnsla; eru ----------------------------------------------- Þéttbýliskaupfélög Kaupfélagsskapurinn átti alla tíð traustastar rætur í sveitum. Fyrir 1920 höfðu þéttbýliskaupfélög naumast komist á fastan grundvöll nema Kaupfélag Verka- manna á Akureyri. Síðan jókst mjög pöntunarstarfsemi verkamanna í bæjum og þorpum, oft í tengslum við verkalýðsfélög, og um 1930 var þetta starf víða að færast í reglulegt kaupfélagshorf. Samstarfi þéttbýliskaupfélaganna við Sambandið var löngum nokkuð áfátt, en innganga Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis í Sambandið 1938 táknar tímamót í þeim efnum. Hins ber að geta að mörg héraðskaupfélögin höfðu aðsetur í vaxandi bæjum og þorpum og urðu með tím- anum nátengd hagsmunum þéttbýlisins, tóku að sér afurðasölu fyrir sjómenn, komu upp fiskverkun og voru helstu vinnuveitendur í sumum bæjum. ._______________________________________ . 1925 Gengishækkun íslensku krónunnar olli bændum stórtjóni, og jukust skuldir kaupfélaganna. Sambandið jók innflutning byggingarvara og gerði átak til að vinna ullarmarkað í Mið-Evrópu. Ólafur Briem, stjómarformaður Sambandsins, lést á árinu og við tók Ingólfur Bjarnason í Fjósatungu. 1926 Áformað að Sambandið kæmi upp ullariðnaði. Innflutningur skilvinda, sauma- og prjónavéla fór vaxandi þetta ár og hin næstu, enda þessi tæki að verða algeng á sveitaheimilum. þessar myndir teknar skömmu síðar. Sjöfn færði brátt út kvíamar og varð efnaverksmiðja með mörgum framleiðslugreinum; má þar ekki síst nefna málningarframleiðslu, sem nú er orðin útflutningsgrein. 24
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.