Samvinnan - 01.02.1977, Page 30

Samvinnan - 01.02.1977, Page 30
Kaupfélagshúsin í Borgarnesi 1935, skömmu áður en Kaupfélag Borg- firðinga gekk í Sambandið, en það hafði þá lengi verið eitt hinna öfl- ugri samvinnufélaga á landinu. 1933 Hluti húsakynna Gefjunar var endurnýjaður eftir bruna og keyptar kambgarnsvélar. Var síðan ár frá ári haldið áfram að auka vélakost og fjölbreytni framleiðslunnar. Sambandið keypti frystihús í Reykjavík (við Fríkirkjuveg) og í Vestmannaeyjum vegna verslunar með freðkjöt og beitusíld. Það hóf og rekstur kjötbúða í Reykjavík sem KRON tók við síðar. 1934 Bændur voru mjög vafðir skuldum af völdum kreppunnar, og komu nú til framkvæmda lög um skuldaskil þeirra. Kaupfélögin urðu að gefa eftir talsverðan hluta útistand- andi skulda, en hluti skuldanna fékkst greiddur af Kreppu- lánasjóði. Áfram var haldið fjárfestingu í frystihúsum kaupfélaga og verksmiðjum Sambandsins á Akureyri. Sambandið gerðist aðili að ensku samvinnuheildsölunni. Afurðasala landbúnaðarins var til umræðu á sérstökum kaupfélagsstjórafundi, svo og á aðalfundi Sambandsins. Til- Skuldabaráttan eftir 1920 Verðhrun búsafurða 1290 og næstu ár var tilfinnanleg- asta áfall í sögu Sambandsins, en um leið eldraun þess; sigurinn í þeirri baráttu staðfesti félagslegan og skipu- lagslegan mátt samvinnuhreyfingarinnar. Haustið 1921, þegar harðast svarf að samvinnuverslun- inni, komst Hallgrímur Kristinsson forstjóri svo að orði í bréfi til allra sambandskaupfélaganna: Yður mun kunnugt að flestar deildir Sambandsins skulduðu stórfé um síðustu áramót, og að verð innfluttra vara hefur yfirleitt ekki lækkað að sama skapi sem verðið hefur fallið á gj aldeyrisvörunum, og að upphæð ársút- tektar hverrar deildar er þetta ár ærið há, þótt ég fús- lega játi, að þær hafi leitast við að takmarka kaup sín að mun frá því sem áður var. Niðurstaðan er nú sú, að jafnvel þó að gj aldeyrisvörurnar seldust skár en útlit er fyrir nú, þá minnka skuldirnar ekkert á þessu ári, lík- legra að þær vaxi og þá er lánstraustið erlendis ger-þrot- ið, og einnig í bönkunum innanlands; og þó svo yrði ekki að fullu, þá strandar á hinu, að þeir geta ekki yfirfært peninga til útlanda. Þá blasir ekki annað við en að Sam- bandið verði að hætta öllum störfum öðrum en þeim að innheimta skuldirnar, og hungursneyð leggur landið undir sig ... — Sambandið hlýtur því að gera eftirfarandi kröfur til deilda sinna frá næstu áramótum, ef nokkur von á að vera um árangur af starfsemi þess fyrir deildirnar. 1. að þær skuldbindi sig til að láta af hendi við Samband- ið allar gj aldeyrisvörur sínar til sölumeðferðar og fullra umráða, jafnótt og þær verða hæfar til sölu. 2. að þær heimti samskonar skuldbindingar af hverjum einstökum félagsmanni sínum, og séu þær ófrávíkj- anleg skilyrði þess, að þeir fái lán og að ekki verði beitt harðneskju við innheimtu á skuldum hjá þeim. 3. að áætlað verði svo nákvæmlega sem unnt er gjald- eyrismagn hvers einstaks félagsmanns, og Samband- inu svo send samandregin áætlun alls félagsins um gjaldeyrisvörumagn þess. 4. að þær skuldbindi sig til að minnka skuldir sínar á árinu, að meiru eða minna leyti, eftir því sem Sam- bandið nánar ákveður, og hagi félagsstjórnirnar sér þar eftir í samningum við hvern einstakan félags- mann eða félagsdeildir um lækkun skulda hjá þeim. Þegar framangreindum kröfum er fullnægt, ákveður Sambandsstjórnin hámark krónutölu þeirrar sem hún treystist til að útvega hverju félagi að láni á árinu gegn framkomnum gjaldeyrisvörutryggingum. Þeirri upphæð verður svo fyrst og fremst varið til að kaupa brýnustu nauðsynjar til lífsviðurhalds og fram- leiðslu, og því næst til greiðslu opinberra gjalda, og ann- arra þeirra gjalda sem óhjákvæmileg eru. Með því að leggja alla þessa ráðagerð og ákveðin gjald- eyrisvöruloforð fyrir bankasambönd þau sem Sambandið hefir utanlands og innan, og að það skuldbindi sig til að fylgja henni fast fram og hvika hvergi frá, þá hygg ég að enn mætti takast að útvega það veltufé sem hægt væri að komast af með á þeim grundvelli sem að framan er bent til. Og þá væri samvinnumönnum landsins bjarg- að frá að líða verulega neyð ... Til að verjast hungri og fullnægja brýnustu þörfum til framleiðslunnar, þarf aðeins að flytj a inn í landið: korn- vörur, jarðepli, salt, steinolíu, kol, veiðarfæri, jám, saum, ljáblöð, brýni og eitthvað fleira smávægilegt sem ekki mundi kosta stórfé. Raunar býst ég við að margir muni vilj a bæta við kaffi, sykri og tóbaki, því til eru þeir menn sem heldur kjósa að vera svangir en að vera án þessara gæða. Mun því ekki verða komist hjá að kaupa nokkuð af þessum vörum, enda eigi langt frá því að kaffi og sykur verði að teljast með nauðsynjavörum þurrabúðarfólksins í kauptúnum og sj ávarþorpum. Ekki geng ég þess dulinn að framangreindar kröfur Sambandsins til deilda þess og allra félagsmanna muni þykja harðar og að margir muni efast um að þær sé af fullri nauðsyn gerðar. En eigi að síður verður að fylgja þeim fram með fullri einurð, og blátt áfram með harðn- eskju ef annað dugar ekki. Hins vegar er rétt að nota alla lipurð og lagni þar sem hægt er að koma því við til að sannfæra menn um nauðsyn þessara ráðstafana. 26
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.