Samvinnan - 01.02.1977, Page 31

Samvinnan - 01.02.1977, Page 31
lögur samvinnumanna urðu uppistaða löggjafar sem gjör- breytti skipulagi afurðasölunnar innanlands og hóf ís- lenskan landbúnað úr öldudal kreppunnar. 1935 Fullgerð var sútunarverksmiðja á Akureyri og nýtt verk- smiðjuhús Gefjunar, svo og nýbygging Garnastöðvar í Reykj avík. Samvinnunni var breytt í mánaðarrit og upplag hennar stækkað. 1936 Nú voru samvinnufélögin tekin að rétta við eftir áföll kreppunnar. Gæruverksmiðjan á Akureyri var stækkuð og hafin skógerð og hanskasaumur til viðbótar rotun og sútun; fékk fyrir- tækið nafnið Iðunn. Enn var aukinn vélakostur Gefjunar. Einar Árnason á Eyrarlandi varð formaður Sambandsins eftir Ingólf Bjarnason. Hallgrímur Kristinsson (1876—1923) stýrði Kaupfélagi Eyfirðinga frá 1902. Hann gegndi trúnaðarstörfum fyrir Sambandið frá 1908, annaðist afurðasölu þess frá 1912 og varð 1915 fyrstur manna starfs- maður þess að aöalstarfi, raunverulegur forstjóri þótt það starfsheiti kaemi síðar til. Hann hafði skrifstofu í Kaupmannahöfn til 1917 að hann setti á stofn aðalskrifstofu Sambandsins í Reykjavxk og stýrði henni til æviloka. Hallgrímur mótaði starfsemi Sambandsins, fyrst á sviði afuröasölu og síðan innflutningsverslunar, og hann stýrði vörn samvinnuverslunarinnar eftir verðfallið 1920. Einnig kemur hann víða við sögu almennra mála því að samvinnumenn treystu honum framar öðrum til forustu um flesta hluti. Á aðalfundi vorið eftir, þeim síðasta sem Hallgrímur sat, gat hann lýst dýrmætum árangri af hinum einbeittu aðhaldsaðgerðum; Sambandið stóð nú föstum fótum þótt skuldugt væri. Eftir að Hallgrímur hafði rakið stöðu og afkomu Sambandsins á árinu, voru ályktunarorð hans þessi: Enginn reikningslegur arður, að kalla má, er við árslok af viðskiptunum, en fyrirliggj andi vöruforði er tilfærður i eignum með mjög niðursettu verði. Ennfremur er gert ráð fyrir hæfilegri fyrningu húsa og áhalda. Skuldir auk- ast á árinu um rúmlega 350 þúsund krónur, en virðast þó fullkomlega tryggar. Fasteignirnar, sem þegar hafa verið færðar mikið niður frá upprunalegu verði, mætti enn færa niður um nálægt 3/7 hluti nú bókfærðs verðs, ef sjóðirnir væru notaðir til þess. íshúsið Herðubreið. Það var byggt 1912 og kælt með Tjarnarís áður en frystivélar komu til. Sambandið eignaðist húsið 1933 og geymdi þar freðkjöt til sölu í Reykjavík og beitusíld sem kaupfélögin þurftu á að halda vegna vaxandi viðskipta þeirra við útvegsmenn og sjómenn. Eitt mikilvægt atriði hefi ég ekki minnst á enn. Það er hið mikla starf, sem unnið hefir verið til þess að forða samvinnumönnum frá að falla miklu dýpra í skuldafenið og ýms fjárkreppuvandræði en orðið er. Minnst af þessu starfi er unnið af Sambandinu, en ég hlýt að minnast á það yfir höfuð. Að vísu höfum vér framkvæmdastjórarnir skrifað sæg af bréfum til forstjóra félaganna þar sem vér höfum bent á hætturnar framundan, hvatt með góðu og illu til að fara varlega og gert ýmsar tryggingarráðstaf- anir, en aðalstarfið í þessu efni hafa félagsstjórarnir, stj órnarnefndir og aðrir bestu menn samvinnumanna unnið út um allt land. Ég gæti sýnt yður stóran bunka af bréfum frá kaup- stjórunum um þetta efni. Þeir taka tillögum fram- kvæmdastjóra Sambandsins hið besta, en gera þó at- hugasemdir þar sem þeim þykir við eiga með skynsemd og þekkingu. Og þeir hafa ekki legið á liði sínu heima fyrir. Fundir hafa verið haldnir í félagsdeildunum, sums staðar farið heim til hvers einasta félagsmanns af kaup- stjóranum, samtök hafa verið mynduð um sparnað og ýmsar tryggingarráðstafanir verið gerðar. Mikill mismunur er þó á þessu í Sambandsdeildunum, en það er furðu almennt. Ef til vill er það þetta starf, sem er hið merkasta og þýðingarmesta, sem unnið hefir verið af samvinnumönnum landsins síðastliðna 10 mán- uði. Að minnsta kosti er það víst, að það á sinn mikla þátt í því að ekki hefir farið verr en orðið er. Ég vil full- yrða, að ástæða sé til að gleðjast yfir árangrinum af störf- um Sambandsins og samvinnumanna yfir höfuð í land- inu frá því vér vorum saman á síðasta aðalfundi, þrátt fyrir auknar skuldir og engan arð við árslok. Ástandið hjá oss samvinnumönnum er í raun og veru furðu gott. Lítum til útlanda. Þar er ástandið voðalegt... Ég hefi áður minnst á gjaldþrotin og töpin hér heima og borið það saman við ástæður samvinnumanna. Niðurstað- an verður alltaf hin sama. Vér stöndum með pálmann í höndunum þegar samanburður er gerður við keppinaut- ana eða kaupsýslu- og atvinnutæki yfir höfuð. Þetta er sýnilegur og áþreifanlegur ávöxtur starfs íslenskra sam- vinnumanna og Sambandið á áreiðanlega sinn mikla þátt í því. 27
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.