Samvinnan - 01.02.1977, Blaðsíða 33
1940
Sambandshúsið 1942, sést í Arnarhvol til vinstri, en á ytri höfninni
breskt liðsflutningaskip. Stríðið og hersetan mótuðu verslun íslendinga
um sex ára skeið. (Ljósm. Skafti Guðjónsson)
Vegna stríðsins voru viðskipti mest bundin við Bretland og
Ameríku. Sambandið setti á stofn skrifstofu í New York
undir stjórn Helga Þorsteinssonar. Hernám íslands og aukin
atvinna í landinu leiddi til aukinnar afurðasölu innanlands.
Sambandið kom upp bréfaskóla sem Ragnar Ólafsson veitti
forstöðu fyrsta árið og síðan Jón Magnússon.
Tvö kaupfélög voru stofnuð á árinu, og mátti þá heita að
samvinnuverslun starfaði í hverju byggðarlagi.
Fullgerð var íslandskvikmynd sem Sambandið lét gera.
1941
Samvinnuverksmiðj urnar bjuggu við fólkseklu.
Sambandið flutti út freðfisk án milliliða í fyrsta sinn, en sá
ekki um kjötútflutning því að hann var allur á vegum her-
námsveldanna.
Ullarsala gekk treglega og var svo löngum til stríðsloka.
1942
Hagur samvinnuverslunarinnar var góður. Sambandið hafði
bolmagn til að greiða félögunum allmikið fyrirfram upp í
óseldar afurðir, en þær höfðu mjög safnast fyrir á árinu.
Vörugeymslur Sambandsins við Reykj avíkurhöfn voru
stækkaðar.
Áföll og aðhald
Samvinnuverslunin 1922—45 einkennist af harðri
viðreisnarbaráttu eftir áföll þau sem stöfuðu af verð-
hruninu 1920, gengisfellingunni 1925 og heimskrepp-
unni frá 1930. Þyngstur var róðurinn 1922—23 og 1931—
35. Á báðum þeim skeiðum urðu kaupfélögin fyrir
miklum skuldatöpum, og nokkur urðu að hætta störf-
um, ekki síst þau sem stóðu utan Sambandsins.
Jafnvel þau ár sem byrlegar blés, var aðhalds gætt
í viðskiptasökum og kapp lagt á að sporna við skulda-
söfnun og byggja samvinnuhreyfinguna upp að eigin
fé. Þó var leitast við að hafa verslun sem greiðasta
með þær vörur sem stuðluðu að aukinni framleiðslu,
vélar og verkfæri, áburð, fóðurvörur. Að því lúta flest
nýmæli í innflutningsverslun Sambandsins á þessu
tímabili.
Frá árinu 1934 og allt til stríðsloka voru í gildi víð-
tæk innflutnings- og gj aldeyrishöft. Skipting innflutn-
ingsleyfa milli samvinnufélaga og heildsala var mikið
deiluefni, og þótti samvinnumönnum skorður reistar
við eðlilegum vexti samvinnuverslunarinnar.
_________________________________________________
29