Samvinnan - 01.02.1977, Side 35

Samvinnan - 01.02.1977, Side 35
Þeir lifa lengst sem með orðum eru vegnir Á sextugsafmæli Sigurðar Kristinssonar komst Jónas frá Hriflu meðal annars svo að orði í afmælisgrein í Sam- vinnunni: Undir stjórn Sigurðar Kristinssonar á undangengnum 17 árum hefur Sambandið ekki aðeins orðið stærsta, heldur líka fjárhagslega öruggasta fyrirtæki á íslandi. Það hefur vaxið jafnt og þétt, þrátt fyrir kastbylji kreppu- tímanna og gífurlega breyting á atvinnuháttum þjóðar- innar. Hinir miklu fellibyljir í fjármálum þjóðarinnar hafa jafnað við jörð eða brotið til hálfs nálega öll þau fjármála- og atvinnufyrirtæki, er mest bar á í landinu, þegar Sigurður Kristinsson tók við forstöðu Sambandsins. Það skortir þó ekki, að þungir hugir hvíldu á Samband- inu í hinni miklu kreppu eftir stríðið. Því var haldið fram opinberlega af mjög greindum og lífsreyndum mönnum, að Sambandið hefði verið stofnað af hálfgerð- um ævintýramönnum, í eigingjömum tilgangi. Það var fullyrt, að það væri hættulegt að vera félagsmaður þeirr- ar stofnunar og hættulegt að trúa því fyrir fjármunum, sem ekki áttu að glatast. Á þeim tíma var ekki spáð eins illa fyrir neinu fyrirtæki í landinu eins og Sambandinu. Um flest önnur hliðstæð fyrirtæki létu menn sér nægja að leyfa reynslunni að skera úr um lífsgildi þeirra. En máltækið segir, að þeir lifi oft lengst, sem með orðum eru vegnir, og svo hefur farið um Sambandið. Það hefur átt að stríða við marga og mikla erfiðleika á þess- um undangengnu bylgjutímum. En bát þess hefur ekki hvolft. Sigurður Kristinsson hefur verið hinn veðurglöggi stýrimaður. í stjórn sinni á málum Sambandsins hefur hann fylgt einföldum starfsreglum. Hann er allra manna áreiðan- legastur í orði og verki, lofar ætíð minna en hann efnir. Hann er sívinnandi, lifir fyrir starfið, hefur að eigin ósk kaup, sem er miklu lægra en allra annarra manna á ís- landi í sambærilegri stöðu. Og þegar hörð ár hafa gengið yfir Sambandið, hefur Sigurður byrjað á að lækka kaup sitt, og síðan lagt að félagsbræðrum sínum að spara hver á sínu heimili. Um síðustu áramót brá mörgum mönnum í brún, er þeir fréttu að Sambandið skuldaði 6 þús. kr. Stjórn Sambandsins og framkvæmdastjórar 1935. Talið frá vinstri, aftari röð: Sigurður Bjarklind kaupfélagsstjóri Húsavík, Einar Árnason alþingismaður Eyrarlandi, Ingólfur Bjamason í Fjósa- tungu formaður Sambandsins, Þorsteinn Jónsson kaupfélagsstjóri Keyðarfirði og séra Sigfús Jónsson kaupfélagsstjóri Sauðárkróki. Fremri röð: framkvæmdastjórar Sambandsins þeir Aðalsteinn Krist- msson, Sigurður Kristinsson og Jón Ámason. Sigurður Kristinsson (1880—1963) tók við stjórn Kaupfélags Eyfirð- inga af Hallgrími bróður sínum og varð síðan forstjóri Sambandsins að honum látnum 1923, en hafði þá setið í Sambandsstjóm í átta ár. Hann var forstjóri til 1945 og síðan formaður Sambandsstjómar 1948—1960. í bönkum utan lands og innan, framyfir innstæður. Marg- ir hefðu trúað og sumir jafnvel ætlað, að skuldir þess væru 6 miljónir. Eftir fyrstu miklu kreppuna skuldaði Sambandið vissulega mjög mikið. En það hefur staðið í skilum við alla. Enginn lánardrotinn hefur tapað einum eyri á Sambandinu. Það hefur aldrei fengið eftirgjöf skulda. Það hefur í stjórnartíð Sigurðar verið stofnun, þar sem var unnið og sparað, greiddar skuldir hörkuár- anna, einstökum félagsdeildum hjálpað til að rétta við fjármál sín og samtímis færðar út kvíar, þannig að Sam- bandið er nú stærsta fyrirtæki landsins fyrir utan hið íslenska mannfélag. Ég hygg, að ástæðan til þess að Sambandið og deildir þess hafa komið skipi sínu heilu yfir marga af þeim boðum, þar sem samferðamenn hafa strandað, hafi fyrst og fremst verið sú, að félagsmenn og forráðamenn sam- vinnufélaganna hafa gert til sín harðar kröfur, áður en þeir báru fram kröfur á hendur öðrum. Og eins og Sig- urður Kristinsson hefur að völdum verið fremstur í fylk- ingu Samvinnumanna, þá hefur hann einnig í skapgerð allri, vinnubrögðum og dagfari verið i fremstu röð með að stunda þær manndómsdyggðir, sem eru undirstaða heilbrigðs þroska í hverju mannfélagi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.