Samvinnan - 01.02.1977, Page 36

Samvinnan - 01.02.1977, Page 36
SAMBANDIÐ 1946—1949 Aukin umsvif og ný verkefni Trygingafélögin, Samvinnutryggingar og Andvaka, urðu brátt eftir stríð mikilvægur þáttur í þjónustustarfi og fjármálauppbyggingu Sambands- ins. Hér sjást fyrstu framkvæmdastjórar þeirra, Erlendur Einarsson (t. v.) og Jón Ólafsson. 1946 Forstjóraskipti urðu hjá Sambandinu. Vilhjálmur Þór tók við af Sigurði Kristinssyni. Um leið létu af störfum fram- kvæmdastjórarnir báðir, Jón Árnason og Aðalsteinn Krist- insson, en við tóku Helgi Pétursson (Útflutningsdeild) og Helgi Þorsteinsson (Innflutningsdeild); við starfi hans í New York tók Leifur Bjarnason. Þriðja aðaldeild Sambandsins var stofnuð á árinu, Véla- deild, undir stjórn Agnars Tryggvasonar. Ráðinn var erindreki Sambandsins, Baldvin Þ. Kristjánsson. Á árinu tók samvinnuhreyfingin upp þrjár nýjar rekstrar- greinar: kaupskipaútgerð, tryggingar og olíuverslun. Fyrsta Sambandsskipið, Hvassafell, kom til landsins. Sambandið gekkst fyrir stofnun Samvinnutrygginga gt., framkvæmdastjóri Erlendur Einarsson. Stofnað var Olíufélagið hf., að meirihluta eign Sambands- ins og kaupfélaganna, framkvæmdastjóri Sigurður Jónasson. Stakkaskipti Eftir stríðslok 1945 var fjárhagur Sambandsins og samvinnufélaganna góður og mikið bolmagn til fram- kvæmda. Hagur þjóðarinnar var einnig miklu rýmri en fyrr, en framkvæmdir og uppbygging á mörgum sviðum höfðu orðið að bíða stríðsloka. Því opnaðist samvinnuhreyfingunni skyndilega mikið svigrúm til að færa út kvíarnar og taka þátt í hinni öru ummynd- un efnahagslífsins sem kennd er við nýsköpun. Vilhjálmur Þór og samstarfsmenn hans sátu ekki af sér þetta gullna tækifæri til að hasla samvinnuhreyf- ingunni víðan völl í þjóðfélagi eftirstríðsáranna. Stór- felldust nýmæli voru skipaútgerð, tryggingastarfsemi og olíuverslun samvinnumanna sem allt hófst sama árið, 1946. í sömu andrá má nefna eflingu Sambands- verksmiðjanna. Raunar tók innflutningsverslun Sam- bandsins einnig stakkaskiptum um þetta leyti, ekki síst með stórauknum innflutningi véla og tækja sem Sambandið hafði í mörgum tilvikum sjálft umboð fyrir. Skipulagi og rekstrarháttum Sambandsins var einn- ig breytt á þessum árum og mjög í nútímahorf með skýrri verkaskiptingu deilda og undirdeilda. Sam- bandsdeildimar, Sambandsfyrirtækin og hin nýju samstarfsfyrirtæki Sambandsins og kaupfélaganna voru rekin sem ein samstillt heild. Um 1950 voru umsvif samvinnuhreyfingarinnar orð- in svo stórfelld og fjölþætt að ekki er ofsagt að hún hafi tekið stakkaskiptum frá því sem var á stríðsár- unum og fyrir stríð. Jafnframt var traustur grunnur lagður að áframhaldandi vexti hennar. Sænskir samvinnumenn veittu Sambandinu mikilvægan stuðning við stofnun Samvinnutrygginga 1946. Hér undirritar Vilhjálmur Þór (t. v.) fyrsta endurtryggingasamninginn við sænska samvinnutryggingafélagið; að baki lionum stendur Jakob Frímannsson. , 32
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.