Samvinnan - 01.02.1977, Qupperneq 36
SAMBANDIÐ 1946—1949
Aukin umsvif og ný verkefni
Trygingafélögin, Samvinnutryggingar og Andvaka, urðu brátt eftir stríð
mikilvægur þáttur í þjónustustarfi og fjármálauppbyggingu Sambands-
ins. Hér sjást fyrstu framkvæmdastjórar þeirra, Erlendur Einarsson
(t. v.) og Jón Ólafsson.
1946
Forstjóraskipti urðu hjá Sambandinu. Vilhjálmur Þór tók
við af Sigurði Kristinssyni. Um leið létu af störfum fram-
kvæmdastjórarnir báðir, Jón Árnason og Aðalsteinn Krist-
insson, en við tóku Helgi Pétursson (Útflutningsdeild) og
Helgi Þorsteinsson (Innflutningsdeild); við starfi hans í
New York tók Leifur Bjarnason.
Þriðja aðaldeild Sambandsins var stofnuð á árinu, Véla-
deild, undir stjórn Agnars Tryggvasonar.
Ráðinn var erindreki Sambandsins, Baldvin Þ. Kristjánsson.
Á árinu tók samvinnuhreyfingin upp þrjár nýjar rekstrar-
greinar: kaupskipaútgerð, tryggingar og olíuverslun.
Fyrsta Sambandsskipið, Hvassafell, kom til landsins.
Sambandið gekkst fyrir stofnun Samvinnutrygginga gt.,
framkvæmdastjóri Erlendur Einarsson.
Stofnað var Olíufélagið hf., að meirihluta eign Sambands-
ins og kaupfélaganna, framkvæmdastjóri Sigurður Jónasson.
Stakkaskipti
Eftir stríðslok 1945 var fjárhagur Sambandsins og
samvinnufélaganna góður og mikið bolmagn til fram-
kvæmda. Hagur þjóðarinnar var einnig miklu rýmri
en fyrr, en framkvæmdir og uppbygging á mörgum
sviðum höfðu orðið að bíða stríðsloka. Því opnaðist
samvinnuhreyfingunni skyndilega mikið svigrúm til
að færa út kvíarnar og taka þátt í hinni öru ummynd-
un efnahagslífsins sem kennd er við nýsköpun.
Vilhjálmur Þór og samstarfsmenn hans sátu ekki af
sér þetta gullna tækifæri til að hasla samvinnuhreyf-
ingunni víðan völl í þjóðfélagi eftirstríðsáranna. Stór-
felldust nýmæli voru skipaútgerð, tryggingastarfsemi
og olíuverslun samvinnumanna sem allt hófst sama
árið, 1946. í sömu andrá má nefna eflingu Sambands-
verksmiðjanna. Raunar tók innflutningsverslun Sam-
bandsins einnig stakkaskiptum um þetta leyti, ekki
síst með stórauknum innflutningi véla og tækja sem
Sambandið hafði í mörgum tilvikum sjálft umboð fyrir.
Skipulagi og rekstrarháttum Sambandsins var einn-
ig breytt á þessum árum og mjög í nútímahorf með
skýrri verkaskiptingu deilda og undirdeilda. Sam-
bandsdeildimar, Sambandsfyrirtækin og hin nýju
samstarfsfyrirtæki Sambandsins og kaupfélaganna
voru rekin sem ein samstillt heild.
Um 1950 voru umsvif samvinnuhreyfingarinnar orð-
in svo stórfelld og fjölþætt að ekki er ofsagt að hún
hafi tekið stakkaskiptum frá því sem var á stríðsár-
unum og fyrir stríð. Jafnframt var traustur grunnur
lagður að áframhaldandi vexti hennar.
Sænskir samvinnumenn veittu Sambandinu mikilvægan stuðning við
stofnun Samvinnutrygginga 1946. Hér undirritar Vilhjálmur Þór (t. v.)
fyrsta endurtryggingasamninginn við sænska samvinnutryggingafélagið;
að baki lionum stendur Jakob Frímannsson. ,
32