Samvinnan - 01.02.1977, Síða 38

Samvinnan - 01.02.1977, Síða 38
Fyrstu skip Sambandsins. Hvassafell (kom 1946) í heimahöfn á Akur- eyri; Arnarfell (kom 1949) við lestun á ísafirði. Skipareksturinn heyrði í fyrstu undir aðalskrifstofu og var Sigurður Benediktsson forstöðu- maður hans, þar tii 1952, að Skipadeild var stofnuð. Verk og starf þar sem áður voru orðin ein Hér fer á eftir kafli úr ræðu Vilhjálms á 50 ára afmæli Sambandsins 1952. Um árangur af starfsemi Sambandsins er ekki vert fyrir mig að ræða beinlínis. Starfið hefur verið aðallega og fyrst og fremst að ann- ast verslunina fyrir félögin og félagsmenn, bæði á sölu framleiðslu þeirra og útvegun og sölu á neysluvörum. Þetta var, er og á alltaf að verða kjarninn í starfsemi Sambandsins. En með mikilli, vel rekinni verslun koma fram margs konar aðrir rekstursmöguleikar sem kalla eftir úrlausn. Fyrir þjóð, sem býr á eylandi, eru skipaflutningar eitt meginatriðið fyrir heilbrigðu og hagkvæmu lífi fólksins. Af þessari ástæðu hefur það frá upphafi verið áhuga- mál Sambandsins að eignast eigin skip. Þessi draumur rættist þó ekki fyrr en 1946, en síðan hefur hvert skipið af öðru bæst við í flotann. Síðast kæliskipið „Jökulfell“, en með starfrækslu þess hefur alveg sérstaklega orðið áberandi hvað stórkostleg breyting til bóta hefur átt sér stað fyrir allar smáhafnir landsins og hvað aðstaða fólksins á þessum mörgu smáu stöðum hefur stórbatnað vegna þeirrar auknu þjónustu sem með þessu var unnt að veita. Reynslan hefur einnig sýnt að samvinnan hefur sitt mikla verk að vinna á sviði iðnaðar. Með iðnaðinum má stórauka verðmæti framleiðslunnar. Með honum má drýgja þjóðartekjumar með því að vinna neysluvörur úr íslenskum og erlendum hráefnum. Sambandið hefur ver- ið brautryðj andi á sviðum ullariðnaðar og skinnaiðnaðar. Það hafði forgöngu um byggingu frystihúsa, og áhrif þess voru fyrst og fremst að verki þegar fyrstu skilyrðin voru sköpuð til útflutnings á frosinni vöru. Nú er svo komið að Sambandið og kaupfélögin eiga mikinn og fjölbreytt- an iðnað víða um land. Þannig hafa samvinnusamtökin, og þá fyrst og fremst Sambandið, verið ein þeirra styrkustu leiða sem lands- menn völdu til að afla þeirra tækja sem þeir þurftu til að skapa sér betra og auðugra líf i þessu landi, og vegna þessa er fjármagn það, sem fólkið skapar í landinu með vinnu sinni, ekki lengur streymandi burt til annarra landa, heldur er það notað til að koma á fót fleiri mann- virkjum og framleiðslutækjum sem auka þjóðarauðinn, veita atvinnu, bæta við verðmæti afurða og tryggja hag- kvæmari vörudreifingu en þjóðin hefur nokkru sinni áð- ur búið við. Enn í dag er það tvímælalaust eitt þýðingarmesta hlut- verk samvinnusamtakanna og skylda þeirra gagnvart þjóðinni, auk þess sjálfsagða að annast hagkvæma og heilbrigða verslun, að halda áfram að auka og efla fram- leiðslu þjóðarinnar með nýjum verksmiðjum, frystihús- um, sláturhúsum, hvers konar þjónustufyrirtækjum og fleiri skipum. Það er jafnan svo að hugsjónir ber hátt á frumbyggja- árum, og mönnum þykir vegur þeirra oft minnka er marg- þætt verslunar- og framleiðslustarfsemi hefur risið upp, þar sem áður var ekkert slíkt. Enda þótt staðföst sókn í starfi og fjölþættur rekstur stórfyrirtækj a sýni nú á dög- um ekki sama eldmóð og áður ríkti, hvorki í samvinnu- hreyfingunni né á öðrum sviðum þjóðlífsins, þá ætla ég samt að óhætt sé að fullyrða að vegur samvinnuhugsjón- arinnar hafi aldrei verið meiri hér á landi en nú. Það var draumur frumherjanna að verk og starf kæmi þar sem áður voru orðin ein, og það er gæfa okkar að svo hefur orðið. En samt hvílir sú skylda á herðum okkar að efla enn til stórra muna þá hugsjón sem er kjarninn og 34
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.