Samvinnan - 01.02.1977, Page 39

Samvinnan - 01.02.1977, Page 39
1947 Gjaldeyris-, innflutnings- og fjárfestingarhöft settu um- svifum Samvinnufélaganna skorður. Fólksekla og skortur innflutts hráefnis háði iðnrekstrinum; Þó var hafin endurnýjun og stækkun ullarverksmiðjunnar Gefjunar. Keypt var hlutafélagið Jötunn og verkstæði þess endurnýjuð til nota fyrir Véladeild. Teiknistofa Sambandsins tók til starfa. Sambandið keypti Bókaútgáfuna Norðra hf. Olíufélagið keypti Olíustöðina í Hvalfirði og gerði samninga um olíusölu til togara og til Keflavíkurflugvallar. Vilhjálmur Þór (1899—1972) stjómaði umsvifamesta kaupfélagi landsins, KEA, 1923—38, hvarf þá að margvíslegum opinherum störfum, en var síðar forstjóri Sambandsins í níu ár, 1946---54. Það féll í hlut Vilhjálms að hafa fomstu fyrir hinum miklu hreyt- ingum á starfi Sambandsins að stríðslokum þegar það jók umsvif sín stórkostlega og haslaði sér völl á nýjum starfssviðum. sálin í öllu samvinnustarfi. Við þyrftum oft að nema stað- ar og hugleiða hver tilgangur starfs okkar er og af hvaða rótum það er sprottið. Við verðum að efla og styrkja fræöslu- og félagsstarfið til þess að geta fengið hverri hýrri kynslóð kyndil samvinnuhugsjónarinnar bjartari en við tókum við honum. -----------------------------------------------A Samkeppni og ábyrgð Stutt ályktun aðalfundar Sambandsins 1948 sýnir í hnotskum tvö sígild stefnumið samvinnumanna. Þeir viðurkenna að samvinnurekstrinum beri að sanna gildi sitt í frjálsri samkeppni við aðra; og þeir telja það skyldu sína að taka þátt í lausn verkefna sem aðkallandi eru fyrir þjóðarbúið. Aðalfundur Sambands íslenskra samvinnufélaga telur að best verði fullnægt þörf landsfólksins, bæði í verslunar- og iðnaðarmálum, með því að svo mikið frjálsræði sem við verður komið á hverjum tíma, ráði um þessi mál, og samvinnufélögunum þannig gert kleift í samkeppni við aðra að leysa þessi verkefni. — Þó telur fundurinn að ástæður geti verið þannig að heppilegast sé að leysa vissar stórframkvæmdir með samstarfi við önnur félög, einstaklinga og ríkisvaldið. Fundurinn samþykkir að heimila stjórn Sambands- ins að leita eftir samstarfi við ríkið og fleiri aðila um byggingu áburðarverksmiðju og sementsverksmiðju. w,________________._____________________________ 1948 Viðskiptahöft hömluðu enn vexti samvinnuverslunar, en í öðrum greinum var uppbygging samvinnustarfsins ör. Sambandið keypti prjónastofu á Akureyri og stofnaði upp úr henni Fataverksmiðjuna Heklu. Ráðgert var að Sambandið tæki þátt í stofnun áburðarverk- smiðju og sementsverksmiðju. Keypt var íslandsdeild líftryggingafélagsins Andvöku sem síðan hefur verið rekin við hlið Samvinnutrygginga; fram- kvæmdastjóri var Jón Ólafsson. Markaðshlutdeild Olíufélagsins nam þetta ár og hin næstu um helmingi af innfluttum olíuvörum. Sambandið stofnaði Dráttarvélar hf. til að taka við umboði fyrir Ferguson-dráttarvélar. Keyptur var veitingaskáli við Hreðavatn þar sem nú heitir Bifröst. Sigurður Kristinsson var kjörinn formaður Sambandsins í stað Einars Árnasonar sem látist hafði árið áður. 1949 Arnarfell, annað Sambandsskipið, kom til landsins. Sambandið gekk í Samvinnusamband Norðurlanda. Leifur Bjarnason tók við framkvæmdastjórn Véladeildar, en Agnar Tryggvason við forstöðu skrifstofunnar í New York. Á árinu var lokið endurskipulagningu á rekstri og stjórnun Sambandsins sem meðal annars fólst í stofnun undirdeilda. Viðskiptahalli og verðbólga settu svip á þjóðarbúskapinn, gjaldeyrissafn stríðsáranna þorrið og viðskiptahöft orðin mjög tilfinnanleg. Það sérstaka efnahagsástand sem veitti Sambandinu fágæt vaxtarskilyrði að stríðslokum, hafði reynst skammætt, en tækifærið hafði ekki liðið hjá ónotað. 35
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.