Samvinnan - 01.02.1977, Page 40

Samvinnan - 01.02.1977, Page 40
SAMBANDIÐ 1950—1964 Tími fjölbreyttra viðfangsefna Sjálfsafgreiðsla var tekin upp í matvöruverslun KRON á horni Vesturgötu og Garðastrætis 1942, og var hún fyrsta kjörbúð Evrópu, sniöin eftir handarískri fyrirmynd. En 1945 var henni aftur hreytt í hefðbundið form. Upphaf kjörbúða Árið 1942 gerði KRON tilraun til kjörbúðarreksturs að bandarískri fyrirmynd, hina fyrstu í Evrópu. En kjörbúðarsniðið gafst þá illa og var brátt frá því horfið. Tími kjörbúðanna á íslandi hefst 1955. Þá voru opn- aðar kjörbúðir kaupfélaganna á Selfossi og í Hafnar- firði og Sambandsins sjálfs í Reykjavík. Við undirbún- ing þeirra naut aðstoðar norrænna samvinnumanna. Frá opnun kjörbúðar Sambandsins við Austurstræti í Reykjavík 1955. Sambandið sjálft reið á vaðið með rekstur slikrar verslunar, meðal annars til þess að gera hana að miðstöð tilrauna og starfs- mannaþjálfunar fyrir kaupfélögin. 1950 Hefst íramleiðsla vinnufata og prjónasilkis í Sambands- verksmiðjunum. Iðnaðardeild varð fjórða aðaldeild Sambandsins, fram- kvæmdastjóri Harry Frederiksen. 1951 Sambandið stofnar fisksölufyrirtæki, Iceland Products, í Bandaríkjunum. Einnig hugðist Sambandið hefja saltfisk- útflutning á eigin vegum, en heimild Alþingis fékkst ekki. Sambandið eignaðist fyrsta frystiskipið, Jökulfell. Keypt var eignin Kirkjusandur í Reykjavík með frystihúsi og hafin þar bygging kjötmiðstöðvar. Stofnað Vinnumálasamband samvinnufélaganna. Bifröst í Borgarfirði fullbúin. Benedikt Gröndal varð ritstjóri Samvinnunnar. 1952 Skipaútgerð Sambandsins gerð að sérstakri deild, Skipa- deild, undir stjórn Hjartar Hjartar. Sambandið tók upp fullkomið vélabókhald. Opnað almenningsþvottahús í Reykjavík með sjálfvirkum þvottavélum. Nýtt verksmiðjuhús Gefjunar fullbúið. Sambandið keypti íslendingasagnaútgáfuna. 1953 Dísarfell kom til landsins, fjórða Sambandsskipið. Afurðasala Sambandsins fær aðstöðu á Kirkjusandi í Reykjavík. Óli Vilhjálmsson lét af stjórn Hafnarskrifstofu, en við starfi hans tók Agnar Tryggvason. Leifur Bjamason varð öðru sinni yfirmaður skrifstofunnar í New York, en Hjalti Páls- son framkvæmdastjóri Véladeildar. Stofnað hlutafélagið Reginn sem tók að sér uppsetningu höggsteypuhúsa fyrir varnarliðið og undirbjó verksmiðju- framleiðslu húshluta fyrir innlendan markað. 1954 Samvinnusparisjóðurinn tók til starfa. Sambandsskipin urðu sex, Helgafell og Litlafell ný. Lokið annarri stækkun Sambandshússins. Sambandið hóf byggingarvöruverzlun í Reykjavík. Áburðarverksmiðjan tók til starfa, eign Sambandsins að fimmtungi. Reginn hf. hóf að reisa súrheysturna og stóð að stofnun ís- lenskra aðalverktaka sem leystu af hólmi erlenda verktaka á vegum varnarliðsins. Valgarð J. Ólafsson tók við stjórn skrifstofunnar í New York. 36
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.