Samvinnan - 01.02.1977, Síða 40
SAMBANDIÐ 1950—1964
Tími fjölbreyttra viðfangsefna
Sjálfsafgreiðsla var tekin upp í matvöruverslun KRON á horni
Vesturgötu og Garðastrætis 1942, og var hún fyrsta kjörbúð
Evrópu, sniöin eftir handarískri fyrirmynd. En 1945 var henni
aftur hreytt í hefðbundið form.
Upphaf kjörbúða
Árið 1942 gerði KRON tilraun til kjörbúðarreksturs
að bandarískri fyrirmynd, hina fyrstu í Evrópu. En
kjörbúðarsniðið gafst þá illa og var brátt frá því horfið.
Tími kjörbúðanna á íslandi hefst 1955. Þá voru opn-
aðar kjörbúðir kaupfélaganna á Selfossi og í Hafnar-
firði og Sambandsins sjálfs í Reykjavík. Við undirbún-
ing þeirra naut aðstoðar norrænna samvinnumanna.
Frá opnun kjörbúðar Sambandsins við Austurstræti í Reykjavík
1955. Sambandið sjálft reið á vaðið með rekstur slikrar verslunar,
meðal annars til þess að gera hana að miðstöð tilrauna og starfs-
mannaþjálfunar fyrir kaupfélögin.
1950
Hefst íramleiðsla vinnufata og prjónasilkis í Sambands-
verksmiðjunum.
Iðnaðardeild varð fjórða aðaldeild Sambandsins, fram-
kvæmdastjóri Harry Frederiksen.
1951
Sambandið stofnar fisksölufyrirtæki, Iceland Products, í
Bandaríkjunum. Einnig hugðist Sambandið hefja saltfisk-
útflutning á eigin vegum, en heimild Alþingis fékkst ekki.
Sambandið eignaðist fyrsta frystiskipið, Jökulfell.
Keypt var eignin Kirkjusandur í Reykjavík með frystihúsi
og hafin þar bygging kjötmiðstöðvar.
Stofnað Vinnumálasamband samvinnufélaganna.
Bifröst í Borgarfirði fullbúin.
Benedikt Gröndal varð ritstjóri Samvinnunnar.
1952
Skipaútgerð Sambandsins gerð að sérstakri deild, Skipa-
deild, undir stjórn Hjartar Hjartar.
Sambandið tók upp fullkomið vélabókhald.
Opnað almenningsþvottahús í Reykjavík með sjálfvirkum
þvottavélum.
Nýtt verksmiðjuhús Gefjunar fullbúið.
Sambandið keypti íslendingasagnaútgáfuna.
1953
Dísarfell kom til landsins, fjórða Sambandsskipið.
Afurðasala Sambandsins fær aðstöðu á Kirkjusandi í
Reykjavík.
Óli Vilhjálmsson lét af stjórn Hafnarskrifstofu, en við starfi
hans tók Agnar Tryggvason. Leifur Bjamason varð öðru
sinni yfirmaður skrifstofunnar í New York, en Hjalti Páls-
son framkvæmdastjóri Véladeildar.
Stofnað hlutafélagið Reginn sem tók að sér uppsetningu
höggsteypuhúsa fyrir varnarliðið og undirbjó verksmiðju-
framleiðslu húshluta fyrir innlendan markað.
1954
Samvinnusparisjóðurinn tók til starfa.
Sambandsskipin urðu sex, Helgafell og Litlafell ný.
Lokið annarri stækkun Sambandshússins.
Sambandið hóf byggingarvöruverzlun í Reykjavík.
Áburðarverksmiðjan tók til starfa, eign Sambandsins að
fimmtungi.
Reginn hf. hóf að reisa súrheysturna og stóð að stofnun ís-
lenskra aðalverktaka sem leystu af hólmi erlenda verktaka
á vegum varnarliðsins.
Valgarð J. Ólafsson tók við stjórn skrifstofunnar í New York.
36