Samvinnan - 01.02.1977, Side 41
Aðalfundur Sambandsins 1951, haldinn í hinum nýju husakynnum að
Bifröst í Borgarfirði.
1955
í ársbyrjun urðu forstjóraskipti við Sambandið. Erlendur
Einarsson tók við af Vilhjálmi Þór.
Samvinnuskólinn fluttist að Bifröst. Sr. Guðmundur sveins-
son tók við skólastjórn af Jónasi Jónssyni.
Um nokkurra ára skeið, eftir að
sjálfvirkar þvottavélar voru
komnar fram, en áður en þser
urðu almenningseign, rak Sam-
bandið almenningsþvottahúsið
Snorralaug við Snorrabraut.
Unnið við töku kvikmyndarinnar
»Viljans merki“ 1954. Hún var
landkynningarmynd, sérstaklega
helguð samvinnustarfi á íslandi,
gerð á veginn Sambandsins og
sænskra samvinnumanna.
Verkefni Sambandsins
Eftir 1950 er unnið að þvi að treysta rekstrargrein-
amar, gamlar og nýjar. Olíufélagið og Samvinnutrygg-
ingar verða stærstu fyrirtæki landsins á sínum svið-
um. Skipastóllinn margfaldast, sérstaklega við tilkomu
Hamrafells. iðnaðarframleiðslan vex að magni og fjöl-
breytni, og samvinnuiðnaðurinn verður útflutnings-
grein.
Samvinnusparisjóðurinn og síðar Samvinnubankinn
er rekstrargrein sem lengi hafði verið á verkefnaskrá
samvinnuhreyfingarinnar en nú fyrst hrundið í fram-
kvæmd.
Á þessu skeiði hefur sambandið verslunar- og þjón-
usturekstur í Reykjavík, tekur að nokkru leyti að sér
hlutverk sem kaupfélögin gegndu i öðrum bæjum þar
sem þau voru tiltölulega öflugri.
Sambandið tekur á sig áhættu brautryðjandans við
kornrækt, grasmjölsframleiðslu og vinnslu óvenjulegra
sjávarafurða.
Starf samvinnuhreyfingarinnar á þessu skeiði ein-
kennist af því hve víða hún beitir vaxandi kröftum
sínum, byggt á þeirri meginhugsun að samvinnuhreyf-
ingunni beri að hafa með höndum sem víðtækasta
þjónustu í þágu almennings.