Samvinnan - 01.02.1977, Qupperneq 46
SAMBANDIÐ 1965—1976
Endurnýjun í verslunarrekstri
Árið 1965 tók Birgðastöð Sambandsins til starfa í Reykjavík eftir lang-
an undirbúning. Vörugeymslan hefur alla tíð verið í gamla húsinu við
Geirsgötu. En nú er nýtt stórhýsi risið við Sundin í Reykjavík, og sýnir
myndin hér að neðan þá byggingu í smíðiun.
1965
Tæknideild, 1969 nefnd Skipulagsdeild, bætist i hóp aðal-
deilda Sambandsins; fyrsti framkvæmdastjóri Helgi Bergs.
Harry Frederiksen tók á ný við framkvæmdastjórn Iðn-
aðardeildar.
Birgðastöð Sambandsins í Reykjavík tók til starfa eftir
langan undirbúning.
1966
Þetta ár hófst kreppa af völdum aflabrests og verðfalls af-
urða sem mótaði efnahagslíf íslands næstu árin. Rekstur
Sambandsins gekk erfiðlega.
Seld var húseign við Kirkjustræti, svo og olíuflutningaskipið
Hamrafell þar eð ekki fékkst fyrirgreiðsla stjórnvalda til
þess að halda áfram rekstri skipsins. Ný fiskréttaverksmiðja
Sambandsins í Bandaríkjunum tók til starfa.
Alþýðusamband íslands varð aðili að rekstri bréfaskólans,
og fjölgun námsgreina var hafin.
1967
Rekstrarörðugleikar Sambandsins jukust og mikið fé bast
í útistandandi skuldum kaupfélaganna. Eftirtalin fyrirtæki
og rekstrargreinar voru lögð niður eða seld: Fataverksmiðj -
urnar Fífa á Húsavík og Vör í Borgarnesi, saumastofa Gefj-
unar á Akureyri, Kjörbúð SÍS í Austurstræti, rafmagnsverk-
stæði Véladeildar, íslendingasagnaútgáfan, bókaútgáfan
Norðri og Bókabúð Norðra, og seldar eignirnar Þerney og
Gunnunes á Kjalarnesi. Stofnuð var fataverslun við Austur-
stræti í Reykjavík.
-----------------------------------------------
Samvinnuverslun á Reykjavíkursvæði
í Reykjavík og nágrenni hefur samvinnuverslun
löngum staðið tiltölulega höllum fæti og fáir verið
félagsbundnir kaupfélagsmenn.
Um 1970 hófst sóknarskeið í rekstri KRON, komið
var upp stærri og hagkvæmari verslunum en fyrr og
sérvörudeildir endurskipulagðar (Liverpool, DOMUS).
í stað endurgreiðslu hafa félagsmenn síðan 1969 notið
afsláttar á tilteknum tímum; tvöfaldaðist félagatalan
á næstu fjórum árum.
Við fyrirhugaðan stórmarkað eru nú tengdar vonir
um aukinn hlut samvinnuverslunar á Reykjavíkur-
svæðinu, en vonbrigðum olli að bannað var að reka
stórmarkaðinn í byggingu Birgðastöðvar við Sunda-
höfn.
42