Samvinnan - 01.02.1977, Side 58
KAUPFÉLAG BERUFJARÐAR, Djúpavogi
Hjörtur
Guðmundsson
Kaupfélag Berufjarðar,
Djúpavogi, var stofnað 23.
apríl 1920 á Djúpavogi.
Núverandi kaupfélagsstj.
er Hjörtur Guðmundsson.
Fyrsta stjórn: Jón Stef-
ánsson, kennari, Hálsi,
formaður, Georg Jónsson,
bóndi, Strýtu, Helgi Ein-
arsson, bóndi, Melrakka-
nesi, Sveinn Sveinsson,
bóndi, Hofi, Jón Eiriksson,
bóndi, Krossi. Félagið
gekk í Sambandið 1921.
Núv. stjórn skipa: Ingi-
mar Sveinsson, skólastjóri,
Djúpavogi, form., Ragnar
Kristjánsson, starfsm. raf-
veitn., Djúpavogi, Flosi
Ingólfsson, bóndi, Flugu-
stöðum, Rögnvaldur Karls-
son, bóndi, Múla, Eyþór
Guðmundsson, bóndi,
Fossárdal.
Á Djúpavogi rekur fé-
lagið verzlun með mat-
vörudeild, vefnaðarvöru-
deild, búsáhalda-, jám- og
fóðurvörudeild, bygginga-
vörudeild og auk þess
kvöld- og helgarsölu. Þá
rekur félagið hótel á
Djúpavogi, og auk þess
mjólkurstöð, sláturhús og
vélaverkstæði. Það fer
einnig með skipaafgreiðsl-
ur og rekur flutningabila,
sem m. a. sjá um mjólkur-
flutninga. Félagið er og
hluthafi í Hraðfrystihús-
inu Búlandstindur hf. og
sér um rekstur þess.
Heildarsala 1975 var 288.
630 þús. kr. Fastir starfs-
menn eru 21, en félags-
menn 175 talsins.
Séð yfir Djúpavog.
KAUPFÉLAG AUSTUR-SKAFTFELLINGA, Höfn í Hornafirði
Hermann
Hansson
Kaupfélag A-Skaftfell-
inga, Höfn, Hornafirði var
stofnað 12. janúar 1920 á
Höfn í Homafirði, en hóf
starfsemi 1. júní. Núver-
andi kaupfélagsstjóri er
Hermann Hansson. Fyrsta
stjóm: Þorleifur Jónsson,
alþm., Hólum, formaður,
Gunnar Jónsson, bóndi,
Þinganesi, Halldór Eyj-
ólfsson, bóndi, Hólmi, Sig-
urður Jónsson bóndi,
Stafafelli. Steinþór Þórð-
arson, bóndi á Hala. Fé-
lagið gekk í Sambandið
1921. Núverandi stjórn:
Óskar Helgason, símst.stj.,
Höfn, formaður, Rafn Ei-
ríksson, skólastj., Sunnu-
hvoli, varaform. Páll Þor-
steinsson, fyrrv. alþm.,
Hnappavöllum, ritari,
Benedikt Bjarnason, bóndi
á Tjöm, Sigurður Hjalta-
son, sveitarstj., Höfn, Þor-
steinn Geirsson, bóndi,
Reyðará, Örn Erikssen,
bóndi, Reynivöllum.
Félagið rekur kjörbúð á
Höfn með matvöru-, bús-
áhalda- og bóka- og rit-
fangadeildum, og einnig
sérstaka vefnaðarvöru-
deild. Líka rekur félagið
járnvörudeild, sem jafn-
framt sér um sölu á bygg-
ingarefni, veiðarfærum,
fóðurbæti og áburði. Þá
rekur félagið einnig sölu-
skála á Höfn. Þar að auki
rekur félagið sláturhús,
kartöflugeymslu og mjólk-
ursamlag. Auk þess rekur
félagið skipaafgreiðslu og
er hluthafi í Fiskimjöls-
verksmiðju Hornafjarðar
hf., Vélsmiðju Hornafjarð-
ar hf. og Borgarey hf.
Er þá ennþá ógetið um
fiskvinnslustöð og frysti-
hús félagsins, þar sem
einnig er rekin saltfisk-
verkun og skreiðarverkun.
Á Fagurhólsmýri rekur fé-
lagið nú verzlun, söluskála
og sláturhús, og það ann-
ast einnig afgreiðslu fyrir
flugvélar Flugfélags ís-
lands. Þá rekur félagið
myndarlegan söluskála til
þjónustu fyrir ferðamenn
að Skaftafelli. Heildarsala
1975 var 1.751.923 þús. kr.
Fastir starfsmenn era 90,
en félagsmenn 495.
Frá Höfn í Hornafirð'i; aðsetur Kf. Austur-Skaftfellinga.
KAUPFÉLAG SKAFTFELLINGA, Vík í Mýrdal
Matthías
Gíslason
Kaupfélag Skaftfellinga,
Vík í Mýrdal var stofnað
14. júlí 1906 að Norðurhjá-
leigu í Álftaveri. Núver-
andi kaupfélagsstjóri er
Matthías Gíslason. Fyrsta
stjóm: Guðmundur Þor-
bjarnarson, bóndi, Hvoli,
formaður, Loftur Jónsson,
bóndi, Eyjarhólum, Magn-
ús Finnbogason, bóndi,
Reynisdal. Félagið gekk í
Sambandið árið 1920. Núv.
stjórn: Jón Helgason, al-
þm., Seglbúðum, formaður,
Lárus Siggeirsson, bóndi
Kirkjubæjarklaustri, Guð-
jón Guðjónsson, bóndi,
Hlíð, Einar Þorsteinsson,
ráðunautur, Sólheimahjá-
leigu, séra Ingimar Ingi-
marsson, oddviti, Vík, Sig-
geir Björnsson, bóndi,
Holti, Sigþór Sigurðsson,
símaverkstjóri, Litla-
Hvammi.
f Vík rekur félagið mat-
vörukjörbúð, vefnaðar-
vöru- og þungavöruaf-
greiðslu, auk þess nýjan
söluskála, þar sem er
ferðamannaverzlun ásamt
olíu- og bensínsölu. í Vík
rekur félagið einnig frysti-
hús, trésmiðju, bifreiða-
verkstæði, smurstöð, verzl-
un með varahluti í bíla
og búvélar, og auk þess
hótel. Líka er sérstök
vöraflutningamiðstöð hjá
félaginu. Á Kirkjubæjar-
klaustri rekur félagið síð-
an verzlun og söluskála
fyrir ferðamenn, ásamt
bensínsölu. Heildarsala fé-
lagsins ’75 var 548.097 þús.
kr. Fastir starfsmenn eru
61, en félagsmenn 483.
waSl... x \
ii. ff^nT" |P /iirwpE 1 1 1
Frá VíkíMýrdal; hið gamla verzlunarhús Kf. Skaftfellinga.
54