Samvinnan - 01.02.1977, Page 60
KAUPFÉLAG ÁRNESINGA, Selfossi
Oddur
Sigurbergsson
Frá Selfossi; verzlunarhús Kaupfélags Árnesinga.
Kaupfélag Árnesinga,
Selfossi var stofnað 1.
nóvember 1930, að Sel-
fossi. Núverandi kaupfé-
lagsstjóri er Oddur Sigur-
bergsson. Fyrsta stjórn:
Ágúst Helgason, hreppstj.,
Birtingaholti, form., Gísli
Jónsson, hreppstj., Stóru-
Reykjum, Þorvaldur Ól-
afsson, bóndi, Arnarbæli.
Félagið gekk í Sambandið
1931. Núv. stjórn: Þórar-
inn Sigurjónsson, alþm.,
Laugardælum, formaður,
Sigurður Ingi Sigurðsson,
skrifst.m., Selfossi, Helgi
Jóhannsson, bóndi, Núp-
um, Gísli Hjörleifsson,
bóndi, Unnarholtskoti,
Einar Gíslason, bóndi,
Hæli.
Félagið rekur stóra verzl-
un í aðalbyggingu sinni á
Selfossi, en þar í bæ rekur
félagið einnig tvær litlar
matvöruverzlanir, bygg-
ingavöruverzlun, fiskbúð,
bifreiða- og landbúnaðar-
véladeild og pantanadeild,
sem þjónar aðallega sveit-
unum. Líka setti félagið á
stofn vörumarkað, hinn
fyrsta á vegum samvinnu-
félaganna hérlendis, sem
það opnaði í árslok 1973
og hefur rekið síðan. Á
Selfossi rekur félagið einn-
ig þvottahús, sem tekur
þvotta fyrir einstaklinga,
apótek, kjötvinnslu.brauð-
gerð, bensínstöð og sæl-
gætisbúð. Félagið rekur
allmarga vöruflutninga-
bíla og einnig bifreiðaaf-
greiðslu. Smiðjur K.Á. á
Selfossi eru veigamikill
þáttur í starfsemi félags-
ins, en það rekur einn
umfangsmesta þjónustu-
iðnað, sem fyrirfinnst hjá
Sambandskaupfélögunum.
Þar má nefna rekstur tré-
smiðju, bifreiðaverkstæð-
is, yfirbyggingaverkstæðis,
réttingaverkstæðis, mótor-
verkstæðis, jámsmiðju,
renniverkstæðis, raf-
magnsverkstæðis, rafvéla-
og raflagnaverkstæðis,
hjólbarðaviðgerðar og
smurstöðvar. Auk þessarar
starfsemi á Selfossi rekur
félagið útibú á fimm stöð-
um. Þau eru í Hveragerði,
Laugarvatni, Þorlákshöfn,
Eyrarbakka og Stokkseyri.
Þá er félagið stór hluthafi
í Meitlinum hf. í Þorláks-
höfn, sem rekur þar hrað-
frystihús og útgerð. Þrjú
kaupfélög hafa sameinað
rekstur trésmiðja sinna
undir heitinu Samvinnu-
trésmiðjumar Selfossi, Vík
og Hvolsvelli. Hafa þær
síðan framleitt húsgögn
og innréttingar í stórum
stíl. Heildarsaia Kaupfé-
lags Árnesinga 1975 var
1.657.282 þús. kr. Fastir
starfsmenn 234, en félags-
menn 1593.
KAUPFÉLAG HAFNFIRÐINGA, Hafnarfirði
Bogi
Þórðarson
Kaupfélag Hafnfirðinga,
Hafnarfirði, var stofnað
11. október 1945 í Hafn-
arfirði (upp úr útibúi
KRON). Núverandi kaup-
félagsstjóri er Bogi Þórð-
arson. Fyrsta stjórn: Ól-
afur Þ. Kristjánsson,
kennari, formaður, Óskar
Jónsson framkv.stj., Þórð-
ur Þórðarson, verkstjóri,
Guðjón Guðjónsson, skóla-
stjóri, Guðjón Gunnars-
son, framfærslufulltrúi.
Félagið gekk í Sambandið
1946. Núv. stjórn: Hörður
Zóphoníasson, skólastjóri,
Hafnarf., formaður, Yngvi
Rafn Baldvinsson, íþrótta-
fulltr., Hafnarfirði, Gunn-
ar Hilmarsson, fulltrúi,
Hafnarf., Sigurður Sigur-
jónsson, húsasmíðameist-
ari, Hafnarfirði, Hörður
Vilhjálmsson, framkv.stj.,
Garðabæ.
í Hafnarfirði rekur fé-
lagið kjörbúð, fatnaðar-
deild og búsáhaldadeild.
Þar í bænum rekur félag-
ið einnig vörumarkað að
Miðvangi 41 og bygg-
ingavörudeild að Reykja-
víkurvegi 64. í Garða-
hreppi rekur félagið
kjörbúð að Garðaflöt
16—18. Kaupfélag Hafn-
firðinga er eina kaupfé-
lagið sem hefur haft bygg-
ingu fjölbýlishúss á verk-
efnalista sínum þar sem
það byggði Miðvang 41 í
Hafnarfirði. Heildarsala
félagsins 1975 var 453.524
þúsundi kr. fastir starfs-
menn 34, en félagsmenn
1412.
Úr verzlunarhúsi Hafnfirðinga í Garðabæ.
KAUPFÉLAG KJALARNESÞINGS, Brúarlandi
Jón
SigurSsson
Kaupfélag Kjalarnes-
þings, Brúarlandi var
stofnað 15. október 1950,
að Fitjakoti. Núverandi
kaupfélagsstjóri er Jón M.
Sigurðsson. Fyrsta stjórn:
Guðm. Tryggvason, bóndi,
Kollafirði, form., Arnald-
ur Þór, garðyrkjubóndi,
Blómvangi, Haukur Hann-
esson, búfræðingur, Hæk-
ingsdal, Sveinn Guð-
mundsson, garðyrkju-
bóndi, Reykjum, Ingólfur
Gíslason, bóndi, Fitjakoti.
Félagið gekk í Sambandið
1951. Núv. stjórn: Haukur
Níelsson, bóndi, Helgafelli,
form., Hreinn Þorvaldsson,
verkstj., Mosfellssv., Ósk-
ar Hallgrímsson, rafvirki,
Mosfellssveit, Hlíf Gunn-
laugsdóttir, frú, Mosfells-
sveit, Sigurður A. Magn-
ússon, skólastj., Mosf.sveit.
Meginverkefni félagsins
er rekstur kjörbúðar í
nýju verzlunarhúsi í Mos-
fellssveit. Heildarsala fé-
lagsins ’75 var 199.310 þús.
kr. Fastir starfsmenn 11,
en félagsmenn 128.
Verzlunarhús Kaupfélags Kjalarnesþings að Brúarlandi
56