Samvinnan - 01.02.1977, Síða 64
KAUPFÉLAG PATREKSFJARÐAR, Patreksfirði
Svavar
Júlíusson
Kaupfélag Patreksfjarð-
ar, Patreksfirði, var stofn-
að 20. október 1935 á Pat-
reksfirði. Núv. kaupfélags-
stjóri er Svavar Júlíusson.
Pyrsta stjórn: Jens Árna-
son, járnsm., form., Jenni
Kr. Jónsson, verkam., Sig-
urjón Jónsson, verkam.,
Guöfinnur Einarsson, tré-
smiður, Jón Indriðason,
skósmiður, — allir á Pat-
reksfirði. Félagið gekk í
Sambandið 1938. Núv.
stjórn: Svavar Jóhannss.,
útibússtj., Patreksf., form.,
Sæmundur Kristjánsson,
vélsm., Patreksf., Páll
Janus Pálsson, lögrþjónn,
Patreksf., Ingvi Haralds-
son, bóndi, Fossá, Jóhann
Þorsteinsson, bóndi, Litlu-
Hlíð.
Á Patreksfirði rekur fé-
lagið verzlun og söluskála,
en er auk þess hluthafi í
Hraðfrystihúsi Patreks-
fjarðar hf. og í Loga hf.,
vélsmiðju, sem rekin er
þar í kauptúninu. Þá rek-
ur félagið sláturhús á
Skjaldvararfossi á Barða-
strönd og annast ennfrem-
ur afgreiðslu fyrir Ríkis-
skip, Eimskip og skipa-
deild Sambandsins. Líka
rekur félagið verzlunarúti-
bú á Bíldudal. Heildarsal-
an 1975 var 276.296 þús. kr.
Fastir starfsmenn 18%, en
félagsmenn 206.
\Jl \já\\A
J
*
Frá Patreksfirði; verzlunarhús Kaupfélags Patreksfjarðar.
KAUPFÉLAG DÝRFIRÐINGA, Þingeyri
Sigurður
Kristjánsson
Kaupféiag Dýrfirðinga,
Þingeyri, var stofnað 8.
júní 1919 að Mýrum í
Dýrafirði. Núv. kaupfélags-
stjóri er Sigurður Kristj-
ánsson. Fyrsta stjóm:
Kristinn Guðlaugsson,
oddviti, Núpi, formaður,
Jóhannes Davíðsson bóndi,
Neðri-Hjarðardal, Björn
Guðmundsson, kennari,
Núpi, Friðrik Bjarnason,
hreppstj., Mýrum, Kristj-
án Davíðsson, bóndi,
Neðri-Hjarðardal. Félagið
gekk í Samb. 1921. Núv.
stjórn: Valdimar Kristins-
son, bóndi, Núpi, form.,
Valdimar Gíslason, bóndi,
Mýrum, Guðmundur Ragn-
arsson, bóndi, Hrafna-
björgum, Þórður Jónsson,
bóndi, Múla, Knútur
Bjarnason, bóndi, Kirkju-
bóli.
Á Þingeyri rekur félagið
verzlim og sláturhús. Líka
rekur félagið Hraðfrysti-
hús Dýrfirðinga, sem er
með fiskvinnslu, saltfisk-
verkun og beinamjöls-
vinnslu. Dótturfyrirtækið
Fáfnir gerir út skuttogar-
ann Framnes I, ÍS 708, og
einnig gerir félagiö út
línubátinn Framnes ÍS
608. Þess má einnig geta,
að Kaupfélag Dýrfirðinga
á eitt af elztu húsum á
landinu, timburbyggingu,,
sem talin er reist 1754.
Húsið stendur á Þingeyri
og er notað sem skipaaf-
greiðsla, en verið er að
reisa nýja byggingu fyrir
þá starfsemi, og að því
loknu er stefnt að því að
varðveita húsið sem safn-
grip. Heildarsalan 1975
var 429.920 þús. kr. Fastir
starfsmenn 13, en félags-
menn 151.
Frá Þingeyri; verziunarhús Kaupfélags Dýrfirðinga.
KAUPFÉLAG SÚGFIRÐINGA, Suðureyri
Guðmundur Ó.
Ilermannsson
Kaupfélag Súgfirðinga,
Suðureyri, var stofnað 9.
sept. 1940 að Suðureyri.
Núverandi kaupfélagsstj.
er Guðmundur Ó. Her-
mannsson. Fyrsta stjórn:
Kristján B. Eiríksson, tré-
smiður, Suðureyri, form.,
Sturla Jónsson, útg.maður,
Suðureyri, Hermann Guð-
mundsson, stöðvarstjóri,
Suðureyri, Þórður Marías-
son, matsm. Suðureyri,
Ágúst Ólafsson, bóndi
Stað. Félagið gekk í Sam-
bandið 1941. Núv. stjórn:
Ólafur Þ. Þórðarson, skóla-
stj., Suðureyri, formaður,
Friðbert Pétursson, bóndi,
Botni, Þórður Ágúst Ól-
afsson, bóndi, Stað, Eð-
varð Sturluson, bifr.stj.,
Suðureyri, og Birkir Frið-
bertsson, bóndi, Birkihlíð.
Félagið rekur verzlun og
sláturhús og hefur af-
greiðslu fyrir Ríkisskip,
Djúpbátinn og Flugfélagið
Vængi. Heildarsalan 1975
69.151 þús. kr. Fastir
starfsmenn 4%, en félags-
menn 98.
Úr verzlun Kaupfélags Súgfirðinga á Suðureyri.
60