Samvinnan - 01.02.1977, Síða 67
KAUPFÉLAG VESTUR-HÚNVETNINGA, Hvammstanga
Gunnar V.
Sigurðsson
Kaupfélag Vestur-Hún-
vetninga, Hvammstanga,
var stofnað 29. marz 1909
á Hvammstanga. Núver-
andi kaupfélagsstjóri er
Gunnar V. Sigurðsson. —
Pyrsta stjórn: Guðmundur
Sigurðsson, bóndi, Neðri-
Svertingsstöðum, formað-
ur, Tryggvi Bjarnason,
bóndi, Kothvammi, Gunn-
ar Kristófersson, bóndi,
Valdarási. Pélagið gekk í
Samb. 1920. Núv. stjórn:
Aðalbjörn Benediktsson,
ráðun., Hvammstanga, Jó-
hannes Guðmundsson,
bóndi, Auðunnarstöðum,
Tryggvi Jóhannsson bóndi,
Stóru-Borg, Eggert Ó.
Levy, skrifst.m., Hvamms-
tanga, Eiríkur Tryggvason,
bóndi, Búrfelli.
Á Hvammstanga rekur
félagið verzlun, sláturhús
og kjötfrystihús. Það sinn-
ir einnig vöruflutningum,
og Mjólkursamlag KVH og
KPHB á Hvammstanga er
að fjórum fimmtu hlutum
í eigu þess. Heildarsala fé-
lagsins ’75 var 866.214 þús.
kr. Fastir starfsmenn 33,
en félagsmenn 525.
Frá Hvammstanga; verzlunarhús Kf. Vestur-Húnvetninga.
KAUPFÉLAG HÚNVETNINGA, Blönduósi
Ámi
Jóhannsson
Kaupfélag Húnvetninga,
Blönduósi, var stofnað 16.
desember 1895 í „verts-
húsinu“ á Blönduósi. Nú-
verandi kaupfélagsstjóri er
Árni Jóhannsson. Pyrsta
stjórn: Þorleifur Jónsson,
alþm., Syðri-Löngumýri,
form., Benedikt G. Blönd-
al, umboðsm., Hvammi,
Árni Á. Þorkelsson, hrepp-
stjóri, Geitaskarði. Pélagið
gekk í Samb. 1917. Núv.
stjórn: Ólafur Magnússon,
Sveinsstöðum, formaður,
Haraldur Jónsson, Blöndu-
ósi, varaform., Sveinn Ing-
ólfsson, Skagastr., Kristó-
fer Kristjánsson, Köldu-
kinn, Ingvar Þorleifsson,
Sólheimum.
Pélagið rekur umfangs-
mikla verzlun á Blönduósi,
í aðalverzlun þess eru
seldar matvörur, bygg-
ingavörur og vefnaðar-
vörur og auk þess rekur
það vörugeymslu, þar sem
seld er sekkjavara, timbur
o. fl. Líka rekur félagið
eitt verzlunarútibú á
Blönduósi og einnig sölu-
skála sem einkum þjónar
ferðamönnum og líka sér
það um vöruflutninga
innan héraðs og á leið-
inni til Reykjavíkur. Þá
er félagið aðaleigandi Vél-
smiðju Húnvetninga, á-
samt búnaðarsambandinu
í héraðinu, en það fyrir-
tæki rekur bílaverkstæði á
Blönduósi. Á Skagaströnd
rekur félagið tvær verzl-
anir. Heildarsalan 1975
var 727.157 þús. kr. Fastir
starfsmenn eru 65, en fé-
lagsmenn 669.
Frá Blönduósi; verzlunarhús Kaupfélags Húnvetninga.
SÖLUFÉLAG AUSTUR-HÚNVETNINGA, Blönduósi
Sölufélag Austur-Hún-
vetninga, Blönduósi, var
stofnað 27. febrúar 1908, á
aðalfundi K.H., Blönduósi.
Stjóm kaupfélagsins fór
með stjómarstörf til 1914.
Núverandi framkvæmda-
stjóri er Árni Jóhanns-
son. Pyrsta stjórn: Jón-
as Bjamason, bóndi, Litla-
dal, formaður, Jón Jóns-
son, síðar alþm., Stóradal,
Árni Á. Þorkelsson, bóndi,
Geitaskarði. Pélagið gekk
í Samb. 1913. Núv. stjóm:
Árni Jóhannsson, Blöndu-
ósi, form., Sigurður Magn-
ússon, Hnjúki, Stefán Á.
Jónsson, Kagaðarhóli,
Guðmundur B. Þorsteins-
son, Holti, Sigurjón Guð-
mundsson, Fossum.
Félagið rekur sláturhús
á Blönduósi. Einnig rekur
félagið kjötfrystihús og
sér um mjólkurflutninga í
héraðinu. Er þá ógetið
þess að á Blönduósi rekur
félagið mjólkursamlag þar
sem vinnsla mjólkuraf-
urða fyrir héraðið fer
fram. Heildarsalan 1975
var 466.657 þús. kr. Fastir
starfsmenn 15, en félags-
menn 478 talsins.
Séð yfir Blönduós.
63